Börn og menning - 01.04.2011, Síða 10

Börn og menning - 01.04.2011, Síða 10
Múmínálfarnir og hamskiptin Dagný Kristjánsdóttir Allir þekkja hina geðþekku múmínálfa sem einhver sagði að væru bleikir eins og grísir en í laginu eins og flóðhestar! Mikið hefur verið skrifað um Múmínbækurnar og mikið skrafað og rannsakað. Það hafa komið út minnst þrjár ævisögur um Tove Jansson og bakgrunn hennar, uppá síðkastið hafa módernískar myndskreytingar hennar við bækurnar verið mjög umræddar enda sættu þær miklum tíðindum á sínum tíma. Skrifaðar hafa verið doktorsritgerðir um höfund og bækur og myndir. Þar hafa menn deilt um það hvernig eigi að flokka bækurnar hvort þær séu fantasía eða táknsögur eða eitthvað enn annað. Ógnin að utan Allir eru sammála um að hið óvenjulega við múmínbækurnar, sem barnabækur, sé sú ógn og þau áföll eða katastrófur sem alltaf vofa yfir fjölskyldunni. Þegar fjölskyldan bregður sér á sjó kemur stormur og hún lendir í sjávarháska og galdrahattur sem skilinn er eftir breytir húsi múmínfjölskyldunnar í frumskóg. Svo kemur vetur og allt fer á kaf í snjó. Svo kemur vor og sumar og aftur fer allt á kaf, í þetta sinn í flóði og svo kemur haustið með storma og fárviðri og ef náttúran er ekki snarvitlaus kemur halastjarna og komi hún ekki kemur Morrinn. Bókmenntafræðingurinn Ing-Marie Hassel segir að múmínsögurnar gangi jafnvægisgöngu á milli ógnar og öryggis, að ógnin komi alltaf utan frá og komi alltaf jafn mikið á óvart af því að enginn eigi von á henni og enginn viti hvaðan hún kemur. Þórdís Gísladóttir tekur í sama streng og segir (grein um múmínálfana: / grunninn höfum við fjölskyldu sem lifir í fallegum dal í friðsamlegum heimi. Þetta er dásamleg veröld þar sem íbúarnir lifa í sátt við náttúruna og sjálfa sig. Síðan birtist alltaf einhver ytri ógn sem veldur upplausn og tímabundinni ringulreið, persónurnar fara á flandur og týna hver annarri, lenda í ævintýrum og siðan leysist úr öllu með einhverjum hætti í lok hverrar bókar. Þeirsem hafa lesið bækurnar um múmínálfana sem hafa komið út á íslensku þekkja þetta vel. (Þórdis Gísladóttir. 2010. bls.19-20)

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.