Börn og menning - 01.04.2011, Page 11

Börn og menning - 01.04.2011, Page 11
Múminálfarnir og hamskiptin 11 Sögupersónurnar skilja ekki þá ytri ógn sem hér er talað um og þar af leiðandi er hún yfirskilvitleg og dularfull. En Ing-Marie Hassel hefur líka bent á að í raun byggist öll gleði og lukka í Múmíndal á því að ógæfan vofir yfir og getur skollið á hvenær sem er. Að því leyti minnir llf múmínfjölskyldunnar á tilvist ásanna eins og Snorri lýsir henni í goðafræði sinni; ófreskjurnar eru á sínum stað og þær eru ófrávíkjanlegur hluti af skipan heimsins. Ormurinn umlykur heiminn, vargurinn er bundinn, eldurinn kemur úr suðri - allt er í böndum. Ef hin illu öfl losna úr læðingi raskast jafnvægið. Þá er voðinn vís og allir verða að leggjast á eitt til að hindra að það gerist því að annars ferst heimurinn. Allir verða að laga sig að aðstæðum og stuðla að jafnvægi. Ef einhver úr hópnum, einn eða fleiri, láta græðgi, grimmd eða ótta ná valdi á sér svo að þeir missi sjónir á hagsmunum heildarinnar verður heimsendir. Ógæfan er þannig byggð inn í líf múmínálfanna, hún erforsenda jafnvægisins og öryggisins sem ríkir í múmínhúsinu og jafnframt hluti þess. Öryggið og jafnvægið í lífi múmínfjölskyldunnar laða alla að sér eins og flugur. Það er enginn ormur eða vargur í múmínsögunum, eina ógnin sem steðjar að hinu góða samfélagi kemur að utan, oftast frá náttúruöflunum - eða er það svo? Kemur hið óttalega kannski innan frá? Eldur og ís í viðtali við Björku Guðmundsdóttur í Hufudstadsbladet í ágúst 2010 segir blaðamaðurinn: Nýja múmínmyndin byggir á bókinni Halastjarnan. Allur Múmíndalurinn er þakinn svörtu öskulagi. Maður fer ósjálfrátt að hugsa um ísland. Björk svarar: - Þetta er uppáhalds-múmínbókin mín. Á íslensku er til hlutlaust orð yfir umhverfisslys (naturkatastrof), við tölum um „hamfarir eða umbreytingar náttúrunnar" (naturens metamorfos). Fólk I Bandaríkjunum hefur spurt mig hvort hafi verið verra fyrir loftslagið, olíulekinn í Mexíkóflóa eða Eyjafjallajökull. En það er engin mengun að eldfjalli! Menn verða bara að læra að lifa undir því. Annars gætum við ekki búið á þessari eyju, segir hún. Þegar grannt er að gáð er þetta líka skilningur múmínfjölskyldunnar. Náttúran skiptir um ham eða útlit, reglulega eða óreglulega.og fjölskyldan lagar sig oftast að henni. Það er þegar fjölskyldan lagar sig ekki að hamskiptunum eða gripið er inn í gang náttúrunnar sem hún verður annarleg og ógnandi og slysavaldur. Það er ekki vetrarkoman og snjórinn sem er ógnandi í bókinni Vetrarundur i Múmíndal heldur sú staðreynd að Múmínsnáðinn vaknar þegar hann á að liggja í hýði og finnst að hann sé einn í heiminum, enda er hann það í vissum skilningi eins og Þalli, sem var einn í heiminum, I bók Jens Sigsgaard (1948). Sú bók hefur hrætt skandinavísk börn í sextíu og fjögur ár þegar þetta er skrifað. Tikka-tú bjargar Múmínsnáðanum og bæði fæðir hann og klæðir en hann er samt orðinn "munaðarlaus" og allt öryggi er eins og til bráðabirgða. Margir litlir lesendur múmínálfanna hafa vitnað um að þeim hafi fundist þessi bók tilfinningalega erfiðust aflestrar af múmínbókunum. Kuldinn er hins vegar ekkert sérlega ógnandi ef menn umgangast hann ekki kæruleysislega eða eru heimskir eins og íkorninn sem forðar sér ekki undan ísdrottningunni. ísdrottningin er mjög hættuleg og enn hættulegri af því að hún er svo fögur. Kannski er hún líka góð í sér? Hún klórar íkornanum annars hugar á bak við eyrað. Þar með frýs hann í hel eins og allt sem hún snertir. ísdrottningin er tvíbent eins og svo margt í bókunum um múmínálfanna. Kuldinn í bókinni Vetrarundur I Múmindal nær til náttúrunnar og að mörgu leyti til persónanna líka. Múmínsnáðinn fullorðnast þennan vetrarpart sem hann vakir en fjölskyldan sefur og hann lærir að treysta á sjálfan sig. En þó húsið fyllist af dýrum ( matarleit kynnast þau ekki sérlega mikið og

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.