Börn og menning - 01.04.2011, Síða 12

Börn og menning - 01.04.2011, Síða 12
12 Börn og menning eru í raun ekki samtaka um neitt annað en að forðast hinn eiturhressa og heilbrigða „íþrótta-álf. Þunglyndiseyjan Eyjan hans Múmínpabba er myrkasta og magnaðasta múmínbók Tove Jansson. Hún kom út árið 1965, sjö árum eftir dauða föður hennar. Bókin segir frá því að Múmínpabbanum finnst sér ofaukið í Múmíndalnum litla og huggulega þar sem Múmínmamman er miðpunktur allrar athygli. Hann sér engan tilgang lengur með lífi sínu. Þá fær hann þá ágætu hugmynd að flytja alla fjölskylduna með sér á eyðieyju, eiginlega klettasker, þar sem hann ætlar að gerast vitavörður og skrifa ritgerð um eðli hafsins. Flutningarnir fylla hann mikilli gleði og hann finnur aftur tilgang með lífi sínu en það varir þvf miður ekki. Á eyjunni býr einn undarlegur maður, þar vex varla stingandi strá, allt sem byggt er upp utan dyra fýkur burt eða hafið eyðileggur það. Allir fjölskyldumeðlimirnir sýsla við sitt og Múmínmamma tekur varla eftir því þegar Múmínstrákurinn flytur að heiman úr vitanum og út f rjóðrið sitt. Hún sagar við í eldinn og málar myndir af Múmíndalnum sem hún getur horfið inn í. Hún verður æ sinnulausari um allt annað. Vanlíðan hennar er næstum áþreifanlega. Arndís Þórarinsdóttir segir að múmín- bækurnar fjalli allar um þrá og langanir sem ekki sé hægt að færa í orð og hún talar líka um eilífa hamingjuleit. Múmínpabba dreymir um að öðlast hamingju og finna merkingu með lífi sínu ef hann býður náttúruöflunum byrginn og beislar þau. Hann vill reyna að skilja hafið og hvers vegna það ræðst á hann aftur og aftur, tekur brimbrjótinn, flækir netin og reynir að hvolfa bátnum. Hann kemst loks að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að skilja hafið. Þá fokreiðist hann og telur sér trú um að hann þurfi ekki að skilja hafið af því að það sé „skítakarakter." En það heldur áfram að ólmast gegn eyjunni, Múmínpabba rennur reiðin og hann gerist heimspekilegur: Sjáið þið til, sagði Múmínpabbi og hallaði sér fram á borðið. Hafið er eins konar risavera sem stundum er í góðu skapi og stundum vondu. Það er ómögulegt fyrir okkur að skilja ástæðuna. Við sjáum nefnilega aðeins yfirborðið. En svo framarlega sem okkur þykir vænt um hafið, þá gerirþetta ekkert til... við tökum það bara eins og það er. Þessi f riður við hafið er ótímabær, stormurinn magnast og hafið ólmast gegn eyjunni. Klappirnar herpast saman af ótta og allur gróður byrjar að skríða í átt að vitanum af því að eyjan er lifandi og hrædd. Þetta er verulega óhugnanlegt og Múmínpabbi ákveður að lesa hafinu pistilinn. Eftir það byrjar veðrið að ganga niður og klappir og gróður að skríða aftur á sína staði. Múmínpabbinn þakkar sér þetta náttúrlega innst inni. Múmínmamma, Mía litla og fiskimaðurinn eru glöð og ánægð en einum er ekki rótt og það er múmínsnáðinn. Morrinn hefur nefnilega flutt til eyjunnar á hæla fjölskyldunnar og verið þar allan tímann. Aðeins einn veit um hann og það er múmínsnáðinn sem hefur smám samán verið að taka Morrann í sátt. Hver er Morrinn? Bókmenntafræðingar hafa tengt hann við einmanaleikann, dauðann og óttann. Allir hræðast hann og forðast af því að hann er svo óhugnanlegur. Meira að segja náttúran flýr undan honum, sandurinn sópast frá honum og grasið bylgjast í áttina frá honum. Öllum ber þó saman um að hann sé ekki hættulegur í raun. Hann hvorki drepur fólk né meiðir. Múmínsnáðinn veltir Morranum mikið fyrir sér og spyr mömmu sína hvað hafi komið fyrir hann, hvers vegna augun í honum séu brostin. Mamman svarar og segir að það sé frekar það sem enginn hafi gert fyrir Morrann sem hafi gert hann eins og hann er. Hún segir: Og líklega man hann það ekki og er ekkert að velta því fyrir sér. Hann er eins og rigningin eða myrkrið eða steinn sem maður verður að krækja fyrir ef maður vill komast leiðar sinnar. (Eyjan hans Múminpabba, 29) Og þegar Múmínsnáðinn spyr hvort hann geti talað svarar Múmínmamma og segir: Það á ekki að tala við morra. Hvorki við þá né um þá, svo að þeir vaxi ekki og fari að elta mann. Farðu samt ekki að vorkenna morranum. Þú heldur að hann þrái birtu, en það eina sem hann kærir sig um, er að setjast á Ijósið, svo að það slokkni og geti aldrei kviknað aftur. (Eyjan hans Múmínpabba, 29)

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.