Börn og menning - 01.04.2011, Qupperneq 16
16
Börn og menning
fíngerðum fótum og ristar þeirra, alveg eins
og allra annarra dansaranna, teygjast út í
loftið. Svona dansmyndir, þar sem ristar eru
bognar, hnjám lyft og þau beygð og fætur
veranna eru teiknaðir þannig að þeir séu
grennri og liðugri en aðrir hlutar líkamans,
eru grunnur dansmynda Tove Jansson.
Svona dansa nafnlausar smáverur ( allskonar
veislum í Múmíndal og svipaða ristadansa
má þegar sjá á myndskreytingum í Garm, þar
sem lítil skordýr og aðrar uppfyllingarverur
skemmta sér gjarna með þessum hætti.
í texta Kometjakten er sagt að söfnuður
smádýra hringsnúist.
Það varð uppnám og troðningur á
meðan öll pörin fundu hvort annað.
En eftir smástund voru allir búnir að
finna þá sem þeir vildu dansa við og
liðuðust um dansgólfið. Snorkstelpan
kenndi Múmínsnáðanum að dansa
sving (sem er í raun ekki auðvelt
þegar maður er svona fótstuttur).
Snorkurinn dansaði við vatnavofu
með þangskreytt hár og Snabbi
hringsnerist með allra minnsta
smákrílinu. Mýflugurnar dönsuðu
líka og hvaðanæva úr skóginum
komu allskonar verur til að horfa á
(,Kometjakten 1946 s. 117).
I textanum er tíundað hver dansar við
hvern en myndirnar sýna mismunandi dans.
Persónur Múmínálfabókanna hreyfa sig á
ólíkan hátt. Sumar verur dansa í hröðum
takti, skipta reglulega og nota meira pláss
en aðrar. Múmínálfarnir sýna eínskonar
kómíska ballerínutakta, þar sem áherslan er
á efri hlutann, þrátt fyrir þyngdarpunktinn,
á meðan fillífjonkur og göffsur dansa
nútímalegri dansa.
Hreyfingarnar breytast með þróun
persónanna. I upphaflegu halastjörnusögunni
notar Snúður ristahreyfinguna þegar hann
spilar en í seinni útgáfum stendur hann í
báða fætur án þess að þyngdin hvíli á annarri
hvorri hliðinni. Endurteknar breytingar á
myndinni miða í þá átt sem Tove Jansson
valdi þegar hún kynnti Snúð til sögunnar (
fyrsta skipti.
Samanburður á danshreyfingum bendir
til þess að munurinn á texta og mynd geti
verið meðvitaður. Þegar Mímla dansar í
Sent i november (1970) er lögð áhersla
á daður og bælingu í upphafi dansíns.
Klisjukennd pósan er römmuð inn af tveimur
rósettum - skreytingum sem byggja upp
sviðið og undirstrika ekki bara tilgerðina í
stellingunni heldur líka hvað allar aðstæður
eru óeðlilegar. í múmínhúsinu er heimilisleg
kvöldstemning og hugsunin er sú að það
eigi að minna á múmínveislurnar þrátt fyrir
að múmínálfarnir sjálfir séu að heiman. Dans
Mimlu þróast í textanum með vaxandi styrk:
dansinn verður villtari og umfangsmeiri og
sameinar dansara, tónlistarmenn og sviðið í
einni stórri hreyfingu.
Gestirnir stöppuðu taktinn og sungu
diddelí diddelú. Mímla sparkaði
af sér stígvélunum, hún fleygði
treflinum á gólfið, pappírsborðarnir
svifu í hitanum frá eldavélinni, allir
klöppuðu með loppunum og nú
hætti Snúður að spila með háu hrópi!
Og Mímla hló stolt.
(Sent i november 1970, s. 127).
Kyrrðin, sem einkennir Sent i november, er
undirstrikuð með dansi Mímlu sem er fullur
af orku og hraða. Hreyfisagnirnar í langri
setningunni gefa taktinn og kommusetningin
undirstrikar taktfastar hreyfingar á
mismunandi svæðum í herberginu svo
þær birtast sem sífelldar endurtekningar.
Upphrópunarmerkið táknar endi, sem um
leið er hápunktur og stökk upp á við - og
eins og hún láti handleggina síga niður á
við lýsir frásagnarröddin viðbrögðum Mímlu
að dansinum loknum: „Og Mímla hló stolt."
Jarðbundið hreyfimyndmál
Fagurfræði dansins er fyrirbæri sem sífellt
er endurtekið í múmínálfabókunum
og leggur áherslu á umbreytingarnar
sem eiga sér stað. Smám saman breytist
hreyfimyndmál Tove Jansson og verður
jarðbundnara og frásagnarríkara bæði
í texta og myndum. Skuggarnir dansa
frumstæðan dans ( kringum brennuna sem
kveikt er á snæviþöktu fjalli ( Vetrarundrum
í Múmíndal (1957) og sömu hreyfingar upp
á við sem sjást í bylgjuhreyfingum eldsins
birtast í myndskreytingum Tove Jansson á
Hobbitanum efti Tolkien (1962). Áhrifin eru
næstum yfirskilvitleg: blóðþyrstir úlfar og
tröll eigra í kringum gneistana í logunum
sem hreyfast neðan frá og upp á myndunum.
Smámyndirnar í sömu bók framkalla líka
tilfinningu fyrir hreyfingu, þar með taldar
stöðurnar þar sem sjá má dæmigerða spennu
sem felst í dansinum og tilfinningu fyrir
áhframhaldandi hreyfingu. 1 heildina þróast
verk Tove Jansson frá persónulegum dansi
yfir í hreinræktaða ástleitni og skreytilist.
Tilhneiginguna má greina ( yngstu gerð
Halastjörnunnar (Kometen kommer). Þrátt
fyrir að f þessu verki sé áherslan á æfðan
paradans, leyfist Múmínsnáðanum að spinna
í samtali sem búið er að bæta við í yngstu
gerðinni:
„Þú dansar alveg prýðilega," sagði
Snorkstelpan við Múmínsnáðann.
„En hvað heitir þessi dans?"
„Ég er ekki búinn að skíra hann,"
svaraði Múmínsnáðinn. „Ég var
nefnilega rétt í þessu að búa hann
til." (Halastjarnan s. 97-98).
( seinni múmínálfabókunum sameinast
myndmál nútímalegra dansa tilfinningaríkri
tjáningu í mynd. Tove Jansson setur
danshreyfingar inn í hreyfingar og atburði sem
fjalla ekki um dans. Glettinn skottugangur
Míu litlu sem nefndur er í framhjáhlaupi
( Eyjunni hans Múminpappba (1965) er
sýndur (lok kaflans sem villimannslegt stökk,
brotin lína sem í frjálsleika sínum sker sig
úr öðrum myndskreytingum bókarinnar. í
smásagnasafninu Ósýnilega barnið (1962)