Börn og menning - 01.04.2011, Qupperneq 20
20
Börn og menning
hafa haft ólíkar afleiðingar fyrir myndmál
myndabókarinnar.
Ótti og draumar
Myndskreytingar Evu Lindström bera vott um
þveröfuga tilhneigingu. Hún hefur á síðustu
árum þróað sinn eigin auðkennandi stíl. í
síðustu myndabók sinni, Jag tycker inte om
vatten (2010), segir hún söguna um drenginn
Alf sem hefur óbeit á vatni. Lindström sýnir
mikla fágun og hnitmiðun í myndtækni sinni,
sem einkennist annars vegar af einfaldleika
leikgleðinnar og alvöruleysisins og hins
vegar áberandi myndflötum í sterkum litum.
Myndabækur Lindströms byggjast oft á
áhrifum ókunnugleikans, þar sem venjulegir
hlutir og ómerkilegar, daglegar uppákomur
eða staðir eru settir á svið á ókunnuglegan
eða óvenjulegan hátt. ( Jag tycker inte
om vatten er notkun lita þýðingarmikil í
frásögninni. Þegar Alf horfir á vini sína baða
sig I stöðuvatni er síðan þakin djúpum,
flæðandi vatnslitum í bláum, grænum og
gráum tónum. Síðar, þegar Alf fellst með
semingi á að taka þátt ( kanóaferð, er fljótið
málað með stórum, leikandi pensilstrokum
til að leggja aukna áherslu á ógnina sem
felst í aðstæðunum. Myndabók Lindströms
sýnir okkur húmoríska og furðanlega veröld
þar sem sjónarhorn og upplifun barnsins er
þungamiðjan.
Jafnvel Pija Lindenbaum notar áhrif
ókunnugleikans í myndabókinni Siv sover
vilse 2009. Siv fær að sofa hjá vinkonu sinni í
fyrsta sinn. En hún uppgötvar að hlutirnir eru
ekki eins og heima. Nýja vinkonan hennar
Cerisia býr með mömmu sinni og pabba,
stóra bróður og langömmu. Fjölskyldan er
í stórri íbúð sem líkist ekkert heimili Siv og
það sem er í kvöldmatinn er óvenjulegt.
Cerise á einnig gamlan hund, sem Sív þegir
um að finnast viðbjóðslegur. Allt hjá þessari
fjölskyldu virðist ólíkt því sem hún er vön. Enn
er aukið á undarleikatilfinninguna síðar þegar
Siv getur ekki sofnað og vafrar - á milli svefns
og vöku - um dimma, leyndardómsfulla
íbúðina og eftir yfirgefnum göngunum. Tími
og rými verða snúin og afmynduð. Einnig
í þessu tilviki er litanotkunin meginatriði
þar sem litirnir breytast og verða sterkari í
þessum draumkenndu, súrrealísku atriðum.
Súrrealískt myndmál með kvikri og afbakaðri
framsetningu veruleikans er notað til að
lýsa því öryggísleysi og þeirri furðu sem
aðalpersónan upplifir.
Endurvinnsla stíls og tækni
Myndtæknin, sem notuð er f mörgum
af þessum samtíma myndabókum, vekur
upp spurningar um sambandið milli
myndskreytingar og annarra sjónmiðla.
Notkun stafrænnar myndskreytingartækni
hefur opnað nýjar listrænar leiðir og
smám saman leitt til breytinga á myndmáli
myndabókarinnar. Tækni, sjónrænn stíll
og hefðir eru teknar til endurvinnslu og
rannsóknar. Endurtekin notkun samklipps (
myndabókum samtímans má almennt skýra
með almennri tilhneigingu til að blanda saman
miðlum og útbreiddri löngun til að endurnýta
það gamla. Grafískir hönnuðir hafa snúið sér
aftur að ýmsum stíltegundum og stefjum,
bæði úr fágaðri list og dægurmenningu, sem
þeir blanda svo saman á óvæntan hátt.
Hins vegar er vert að veita því athygli að
ólíkt módernískum tilraunum t.d. í fyrstu
Ijósmyndasamklippum framúrstefnumanna
er notkun stafræns samklipps í myndabókum
samtímans hvorki tilraun til að vekja
hneykslun eða ögra lesendanum, né höfnun
á hefðbundinni myndtækni, heldur frekar
hið gagnstæða. Myndskreytar sækja sér
frekar innblástur í breidd stíltegunda og
stefja sem þeir leitast við að endurvinna.
Þessi fjölbreytileiki stíls, tækni og stefja er
notaður á nokkuð nostalgískan, en þó einnig
húmorískan hátt. Með tilkomu stafrænnar
tækni, og mögulega sem viðbragð við
henni, hafa myndskreytingar í sænskum
barnabókum lagt undir sig breiðara svið og
þróast í þverólíkar áttir.
Höfundur er kennari við
Stokkhólmsháskóla
Þýðing: Helga Ferdinandsdóttir