Börn og menning - 01.04.2011, Qupperneq 27
Pabbi les
27
lesturinn að ég hafði á sínum tíma verið
viss um að Dagfinnur væri í raun og veru
Gunnar langafi minn. Ásjóna, pípuhattur
og klæðatíska Dagfinns kom upp um hann.
Þegar ég bar þetta upp á gamla manninn
þóttist hann ekkert kannast við málið en
blikkaði mig svo á þennan samsærislega hátt
sem bara afar kunna.
Óvæntasti smellurinn í bókastaflanum var
samt kannski klassískasta bókmenntagreinin,
hvort sem litið er til barna eða fullorðinna.
Það voru þjóðsögurnar. í þessari tilraun
hófust langorðar frásagnir gjarna á orðum
sem þessum:* 1
Á efri árum Jóns Ormssonar, bónda
á Kleifum í Gilsfirði, var á vist með
honum ekkja nokkur, er Guðný
hét, og sonur hennar, er Jón hét.
Dóttur átti hún, sem Ingibjörg hét
og átti þá heima f Innri-Fagradal í
Saurbæjarhreppi.
Það kom ekki að sök. Ættrakningar í f immta
lið og upptalning á örnefnum í fjarlægum
héruðum hlaut allt athugasemdalaust náð
fyrir augum og eyrum stráksins. Ekki spillti ef
sérkennileg orð krydduðu textann. „Pabbi,
hvað þýðir að vera hvefsinn?", „Er hættulegt
að einblína?" eða „Er Kölski sami gaur
og Svarthöfði?" Skrýtnastur allra var þó
Svartnasi - sem hét þó að réttu lagi Jón og
bjó að Kleifum í Gilsfirði.
Eitt sinn að áliðnum vetri var Svartnasi
sendur af bæ út á Skarðsströnd. Menn fóru
að óttast um hann þegar hann skilaði sér
ekki á tilskildum tíma enda var þá skollin
á hríð. Farið var að leita að honum fáum
dögum síðar þegar hríðinni hafði slotað en
fannst hann ekki. Löngu síðar voru tveir
heimamenn, Guðmundur og Sigmundur að
nafni, að renna sér á skíðum. Síðan segir:
Rak þá annar þeirra skíði sín í þústu
nokkura, en er að var gáð, var
það lík Jóns. Tók þá Guðmundur
tóbakspontu sína úr vasa sínum og
hellti tóbaki upp í nasir Jóns og kvað
honum lengi hafa þótt það gott í
lífinu, að taka í nefið. Tóku þeir
síðan í annan skóinn og drógi líkið
á þvengnum, sem freðinn var og
fastur um legginn, alla leið heim að
Kleifabæ með hlátri og flimti.
Líkið var skömmu síðar jarðsungið í næsta
kirkjugarði.
En svo brá við, er búið var að jarða
líkið, að Jón þótti ekki liggja kyrr.
Sást hann þráfalt ... og þótti gera
ýmsan skaða, einkum drepa skepnur.
Sáu hann svo skyggnir sem óskyggnir,
og var hann auðkenndur af því, að
hann var allur svartur um nefið og
dró á eftir sér annan skóinn. Var
hann ýmist nefndur Svartnasi eða
Kleifa-Jón.
Mest sótti draugurinn Svartnasi að gamalli
konu sem bjó á prestsetrinu við kirkjugarðinn
þar sem hann var grafinn. Lét hann ekki af
ásóknunum fyrr en hún hótaði honum því
að gera þarfir sínar á leiði hans. Draugsi
tók sönsum og var hún síðan í friði. - Aðrar
frásagnir af Svartnasa segja frá áflogum hans
við karlmenn þar í sveitinni og ýmsum öðrum
óskunda. Sagan af Svartnasa hefur þannig
að geyma öll helstu atriðin sem nútímabörn
krefjast af hverri sögu: dularfulla atburði,
slagsmál, draugskap og íslenska fyndni.
Niðurstaðan úr þessari lestrartilraun er
líklega aðeins sú að bækur eldast misvel.
Blyton er búin að vera en það sem er sígilt
stendur fyrir sínu. Svo heldur tilraunin bara
áfram. Næst eigum við feðgar stefnumót
við Bob Moran og Gula skuggann. Ég reikna
með góðum endurfundum.
Höfundur er íslenskufræðingur
1 Tilvitnanir I þjóðsögur eru teknar úr Cráskinnu hinni
meiri I 1962.