Börn og menning - 01.04.2011, Side 29

Börn og menning - 01.04.2011, Side 29
Skemmtilegur skýjaglópur í lausu lofti 29 Arndís Þórarinsdóttir Skemmtilegur skýjaglópur í lausu lofti Söngleikurinn Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju með tóniist eftir Braga Valdimar Skúiason var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúarmánuði, daginn eftir að höfundurinn hampaði íslensku bókmenntaverðiaununum. Það er gaman að punta sig til að fara á nýtt íslenskt barnaleikrit, þegar gott fólk er í hverju rúmi. Og þegar tjaldið er dregið frá sviðinu gleðst maður því Bessastaðabærinn er þar í öndvegi og bústnar lóur á vappi. Og það var líka Ijómandi skemmtilegt í leikhúsinu þetta síðdegi. Leikmynd Guðrúnar Öyahals var falleg og naut sín vel ( lýsingu Ólafs Ágústs Stefánssonar. Frumsamin tónlist var flutt á sviðinu og voru melódíurnar grípandi og textarnir bæði sniðugir og vel ortir. Tónlistarmennirnir Baldur Ragnarsson, Jón Geir Jóhannsson og Unnur Birna Björnsdóttir voru kát og hress og bættu heilmiklu við sýninguna. Brúðumeistari (slands, Bernd Ogrodnik, á heiðurinn af fyrrnefndum lóum, ásamt fullvaxinni belju og bráðhuggulegri landnámshænu - sem minnti að vísu lítið á þann flokk húsdýra. Allt þetta var Ijómandi skemmtilegt, fallega unnið og vel nýtt á sviðinu. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur eru realískir í grunninn en samt hæfilega flippaðir til að gleðja áhorfendur. Út í gegnum sýninguna er dálítið kumpánlegur tónn og góðlátlegt grín gert að hinu frekar sveitalega forsetaembætti. Sagan fjallar í stuttu máli um vinnuleiðan forseta sem er að drukkna í erindum. Til landsins koma norsku konungshjónin með barnabarn sitt, Margréti Elísabetu Ingiríði Elísabetu Margréti, og hyggjast skoða hér eldfjöll og fossa. Á því hefur prinsessan lítinn áhuga og kýs frekar að verða eftir hjá forsetanum. Þegar myndarleg kransakaka sem átti að prýða brúðkaupsveisluborð í Vatnadalnum verður óvart eftir á Bessastöðum leggja forsetinn og prinsessan af stað í ævintýraferð til að koma henni til skila. Texti verksins er fjörlegur og skemmtilegur eins og maður á að venjast af hálfu Gerðar Kristnýjar og eru nokkrir gullmolar í textanum sem munu eflaust lifa, eins og setning sem notuð hefur verið í kynningu sýningarinnar: „Þeir sem eru alltaf með hjartað í buxunum eru ekki með hjartað á réttum stað." Það er ekki alltaf sem nærvera leikstjórans er áþreifanleg í salnum á sýningum, en hér hefur Ágústa Skúladóttir svo góða yfirsýn yfir alla þætti sýningarinnar að eftir verður tekið. Ekkert var upp á leikinn að klaga - allir stóðu sig með prýði. Jóhannes Flaukur Jóhannesson var alveg geislandi huggulegur forseti, tindilfættur og lokkaprúður. Prinsessan í meðförum Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur var ekki síður skemmtileg, einlæglega áköf og björt yfirlitum. Starfslið forsetans myndaði fína umgjörð í kringum söguna og var leikhópurinn allur raunar firnaduglegur við að leika dansandi kýr, flákaský, heiðlóur eða hvað annað sem söguþráðurinn krafðist. Leiktexti í lausu lofti En þó þettaséalltsaman Ijómandi velheppnað eru þó nokkrir annmarkar á leikverkinu sjálfu. Má þar nefna þá þumalfingursreglu um fullnægjandi skáldskap að skáldsagnapersóna þurfi einhverju að ráða um örlög sín. Vandamál hennar eiga helst ekki að leysast

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.