Börn og menning - 01.04.2011, Page 31

Börn og menning - 01.04.2011, Page 31
Vinur sonur bróðir 31 Brynja Baldursdóttir Vinur sonur bróðir eftir Þórð Helgason Allnokkur ár eru síðan Þórður Helgason hefur mundað stílvopn sitt og skrifað unglingabók en þrjár slíkar komu út eftir hann undir lok síðustu aldar. Má þar nefna hina bráðskemmtilegu bók Tilbúinn undir tréverk frá árinu 1998. Rétt fyrir jól mátti sjá í flóðinu nýja bók frá Þórði, Vinur sonur bróðir sem gefin var út af Sölku forlagi. Vinur sonur bróðir -er fyndin og fjörug unglingasaga með alvarlegu ívafi. Það er margt sem gerist á þessum 130 síðum. Sagan er hröð og atburðarásin kitlar ímyndunaraflið. Hún fjallar um strákinn Óla sem hefur lokið níunda bekk og mætti alveg taka námið ögn alvarlegar. Óli á nítján ára systur en honum til mikillar skelfingar eiga foreldrar hans von á sínu þriðja barni og það, að hans mati, á gamals aldri. Um haustið kemur ný stelpa í bekkinn og ruglar líf Óla og félaga hans algjörlega, snýr öllum þeirra hugsunum á hvolf. Hún gengur um berfætt, kann námsefnið miklu betur en allir aðrir og er bara eins og Óli orðar það, ógeðslega klár. Inn í söguna fléttast bankahrun og mótmæli en foreldrar Óla taka virkan þátt í þeim með því að standa við Alþingishúsið með spjöld. Óli og félagar ganga í Jólakattavinafélagið og þá byrjar lífið að snúast á sveif með þeim og vissir hlutir ganga upp. Þórður kann vissulega að tala til unglinga - nær til þeirra með hressandi málfari, rfkulegu myndmáli og orðaforða sem samanstendur af bannorðum. Unglingar Þórðar Helgasonar eru bæði góðir og slæmir, strákar jafnt sem stelpur. Þau eru ekkert sérstaklega upptekin af útlitinu eða ( hvaða flíkum menn eigi að vera nema þegar kemur að öfgum í báðar áttir, stelpan hún Anna er sögð brjóstalaus og Össi er í þyngri kantinum. Hin eru ósköp venjuleg hvað útlit varðar en það er talsmátinn sem gerir þau sérstök. Unglingabækur byggja oftast ekki á því sem sagt er heldur á útliti fólks og gjörðum. Föt, líkami, áhugamál, skipta miklu meira máli en hvað unglingarnir segja og hvernig þeir segja það. Þess vegna eru unglingarnir í sögu Þórðar svo frábærir. Þeir segja svo margt og eiga svo skemmtilegan orðaforða að þeir eiga erindi í sögu. Unglingurinn Óli er einstaklega fær í líkingum. Hin ólétta móðir hans er að hans mati eins og loftbelgur! Ef hún getur staðið upp úr hægindastól má líkja því við kraftaverk - álíka og göngutúr Jesú á vatninu forðum daga (59). Beggi vinur hans er ekki síðri í orðavali. Hann samtvinnar blótsyrði af stakri snilld, lærir þetta að sögn af afa sínum. En eftir því sem líður á söguna verður hann lífsreyndari, sér að blótsyrði bæta ekki neitt og velur önnur orð: Hefurðu vitað annan eins andsk..., annað eins á ævinni! (134). Fyrir utan þá félaga er nýja stúlkan í bekknum, Æður, skemmtilegasta persónan í sögunni. Ekta hippastúlka, einlæg og hreinskilin og hefur munninn fyrir neðan nefið. Hún ráðskast með alla, skipar fyrir og stjórnar, allt til góðs til að bæta mannlífið. Út á hvað gengur sagan? Hvað heldur

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.