Börn og menning - 01.04.2011, Page 34

Börn og menning - 01.04.2011, Page 34
34 Börn og menning Þankaganga fékk Fjöruverðlaunin Þankaganga/Myslobieg eftir Agnieszku Nowak og Völu Þórsdóttur hlaut á dögunum Fjöruverðlaunin í flokki barnabóka. Þankaganga er fyrsta íslenska bókin sem er bæði á íslensku og pólsku en hún segir á fjörlegan hátt frá hinni tíu ára gömlu Súsönnu sem er af íslenskum og pólskum ættum. Hún á við það vandamál að stríða að vera smámælt sem getur verið ansi þungbært, sérstaklega ef maður heitir Súsanna. En stúlkan er eldklár, forvitin og úrræðagóð sem kemur sér vel þegar hún þarf að greiða úr vandamálum og aðstoða afa og ömmu sem fluttu með fjölskyldunni frá Póllandi til islands. Opnur bókarinnar skiptast í texta og myndir. Þannig er önnur hver opna texti og önnur hver opna myndir. Skemmtilegar teikningar og leikandi léttur texti draga upp forvitnilega mynd af lífi pólsk-íslensku fjölskyldunnar. í bókinni eru stuttir sögukaflar sem saman mynda ágæta heild. íslenski textinn er á hægri síðu en sá pólski á þeirri vinstri. Textinn í hverjum kafla er því af þægilegri lengd fyrir unga lesendur. Myndir Agnieszku eru óvenjulegar og fullar af kímni og líkt og textinn bjóða þær stundum upp á óvænt sjónarhorn á lífið og tilveruna. Það vantar sárlega barna- og unglingabækur sem fjalla um börn af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og því er þessi útgáfa afar kærkomin. Það eykur svo gildi bókarinnar að textinn er bæði á íslensku og pólsku. Það getur meðal annars hjálpað pólskumælandi börnum og foreldrum þeirra að lesa söguna og átta sig betur á íslenskunni og einnig hjálpar það íslenskum börnum að fá innsýn í tungu og menningu skólafélaga sinna. Fyrst og fremst sýnir bókin þó að við erum öll svipuð inn við beinið, óháð því hvert móðurmál okkar er. Þankaganga eykur fjölbreytni í íslenskri barnabókaútgáfu, er bráðskemmtileg og falleg, bæði hvað varðar útlit og innihald. Guðlaug Richter J

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.