Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 8

Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 8
6 in verið felld þar burt viljandi af því, að sú gerð hafi þótt illa til fallin að heita Ljósvetninga saga? Fyrsta rannsóknaratriðið er að finna, hvaða kafla C hefur haft umfram Ljósv. í A og hvort þeir og e. t. v. fleira séu viðaukar. Þó er rétt að byrja á að nefna þátt, sem er hnýtt aft- an við söguna í öllum pappírshandritum og útgáfum, en tilheyrir henni engan veginn. I handritum er hann að vísu tölusettur sem síðasti (32.) kapítuli eða síð- ustu (53.—54. eða 54.—55.) kapítular sögunnar. Það sannar lítið, úr því að þarna er ekkert skinnblað til vitnis, en kapítulatal á nokkru reiki, sem sýnir, að tölu- setningin a. m. k. er verk afritaranna. Þátturinn ger- ist í Eyjafirði 30—40 árum fyrr en seinni hluti Ljósv. Atburðir hans tengjast hvergi sögunni. Eina sameig- inlega persónan er Eyjólfur halti. I skinnbókinni C hafa verið margar sögur. Það er mjög eðlilegt, að þess- um þætti hefur verið valinn staður næst á eftir Ljósv. og að afritari hefur af vangá talið hann með sögunni. — Þáttinn vantar fyrirsögn, en hún getur ekki verið nema ein: Þórarins þáttr ofsa. Efni 5.—12. kap. í C er í þrem afmörkuðum þáttum. Hinn fyrsti, sem kalla má Sörla þátt, nær aðeins yfir 5. kap. Næst er tveggja kapítula þáttur, sem kenndur hefur verið við Ófeig Járngerðarson eða Reykdæli.(Ekk- ert þessara nafna er í sögunni sjálfri). f nánu sam- hengi við Ófeigs þátt eru 8.—12. kap., sem sagan nafn- greinir þannig í lok 12. kap.: „Ok lýkr þar þessum þætti af Vöðu-Brandi Þorkelssyni“. Þessir þættir hafa nokkrar persónur sameiginlegar við söguna. En þeir eru alveg óþarfir fyrir söguþráð- inn á undan og eftir og slíta hann mjög tilfinnanlega. Það eru einmitt þessir þættir, sem aldrei hafa staðið í A, en verið aukið inn 1 C. Rökin fyrir því má fá í A. Þar hefst eyða í kap. 42i við það, að blöð hafa dottið innan úr kveri, sem 3 arkir

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.