Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 12
10
Níð Þorkels háks og Þóris um GuÖmund ríka er ekki nefnt
í 1.—4. kap. Þess veg-na álítur Erichsen skipt um söguupphaf.
Þetta er missýning; hún skilur ekki list sögunnar í meðferð
níðsins. Konur tala fyrst um það í 13. kap., dult og vandræða-
lega, eins og vera bar. Launungin eitrar illmælið; það ískrar
kring um Guðmund. Hann finnur, að skugginn á sæmd hans
hverfur ekki nema við fulla hefnd. Hefndin tekst að lokum. Þá
væri illmælið afmáð, ef kjarni þess hefði ekki verið falinn til
síðustu stundar, þegar Þorkell er sár til ólífis. Guðmundur get-
ur þá ekki hefnt oftar né meir. En Þorkell hefnir sín enn. Síð-
ustu orð hans skýra illmælið til fulls: Möðruvallagoðinn er rag-
ur kynvillingur.
Tengslin milli 1.—4. kap. og 13.—31. kap. eru veik,
en þó viðunandi. Efnið, sem fyrir höfundi lá, hefur lík-
lega verið svona ósamfellt og hann ekki ort í eyðurnar
meir en þurfti. Ekkert, sem stendur í 1.—4. kap., er
óhæft til að standa í upphafi Ljósv. Erichsen hefur
hvorki sýnt þar vöntun né viðbætur með nægum rök-
um. Kenningin um, að skipt sé um upphaf, er því óþörf
og fallin úr gildi. Upphafið gæti verið eitthvað saman-
dregið, en ekki er það nema ósannanlegur möguleiki.
Erichsen hefur borið stíl þess saman við 13.—18. kap.
í C og fundið glöggan mismun. En hefði hún borið sam-
an við A 13.—18. eða 19.—31. kap., væri mismunur-
inn hverfandi.
Því næst má víkja að tengslunum milli fyrri og seinni
hluta Ljósv. Mannsaldur líður milli 21. og 22. kap. Þess
vegna hafa sumir talið 22.—31. kap. sjálfstæða sögu,
sem afritari hafi skeytt við Ljósv. í 21. kap. þrýtur A
til fulls. En áður er komin spá Drauma-Finna um hefnd
eftir Þorkel og spá Þórhildar um dauða einhvers af
sonum Guðmundar. Þetta sýnir, að seinni hluti Ljósv.
hefur verið í A-gerðinni, meðan hún var heil. í seinni
hlutanum er margsinnis minnt á eldri f jandskap og víg
Þorkels. Erichsen hefur sýnt prýðilega samhengið við
fyrri hlutann og rökrétt framhald hefndanna. Hún