Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 18

Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 18
16 A sáttaumleitun Einars. En Ein- ar bregzt þá bróður sínum og .styður Þóri. 6V2 bls. Þingreið og þingdeilur. (Vant- ar að mestu í handritið nema upphaf og endi. Hefur sam- svarað rúmum 4 bls.) Ráðning Þorsteins rindils. Heimför af alþingi. Utanfar- ir Þóris Helgasonar. Njósnar- för til Þorkels háks og aðdrag- .andi að vígi hans. 5 bls. c sáttatilraunir Einars árang- urslausar. Einar segir upp tryggðum við bróður sinn og veitir Þóri. 4 bls. Þingreið og þingdeilur. 5 bls. Utanfarir Þóris Helgasonar. Ráðning Þorbjarnar rindils, heimför af alþingi og njósnar- för til Þorkels háks; aðdrag- andi að vígi hans. Rúmar 5 bls. Nánar má benda á, hvað felst í þessum mismun. I fyrsta lagi vantar alveg í C fjörráð Einars Konáls- sonar við Þorkel hák. Sömuleiðis vantar þá fyrirætlun Guðmundar á alþingi, að bæta Þorkel með bótum frá Þóri. Við það slitnar að mestu samhengið milli „þátt- -arins“ af Þóri og söguframhaldsins. Þáttaskiptin verða snemma í 18. kap., þar sem ekki er andartaks hlé í A, heldur stígandi eftirvænting eftir vígi Þorkels háks. Þáttaskiptin virðast gerð af ráðnum huga í C. Að lok- inni alþingisfrásögn segir A-textinn af fyrstu utanför Þóris, en hnýtir við það stuttri grein um síðari utan- farir hans. Þessi grein er ekki alveg í réttri tímaröð, en þó mundu flestir söguhöfundar hafa sett hana á þennan stað. í C er utanfaranna allra getið inni í miðri alþingisfrásögn. Það er aftur á móti svo sjaldgæft og alvarlegt brot á réttri tímaröð, að það hlýtur að vera gert viljandi. Höfundur C-textans vill m. ö. o. ekki búa undir víg Þorkels, fyrr en Þórir Helgason er úr sög- unni. Fyrir bragðið er eins og höfundur C-textans gefi .sér meira tóm. A er að m.eðaltali fjórðungi styttri og ■

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.