Studia Islandica - 01.08.1937, Page 19
17
segir þó nákvæmar af sumum atvikum, einkum í njósn-
arförinni til Þorkels. En C hefur miklu lengri samtöl
og margfaldar söguna af Akrakarli. Þetta sýnir ann-
an sögusmekk en í A. En auk þess stafar það annað-
hvort af ólíkum sögnum eða ólíkum persónuskilningi,
eins og rætt verður um í greinarlok.
Mesti ágreiningurinn er sá, að Þórir Helgason er 1
C sekur um fjárdrátt, en saklaus í A um allt slíkt. En
undarlega breytir þetta lítið atburðarásinni. Hér virð-
ist vera tvenns konar sagnfræðilegur skilningur á vafa-
málinu, verknaði Þóris, en enginn teljandi þekkingar-
munur.
I greinarlok skal ég rekja, hvernig ótal smábreyt-
ingar hefur leitt af aðalbreytingunum og af smekkmun
höfundanna. Ég get fullyrt það strax, að frábrigðin,
sem sýnast margbreytt og flækt hvert inn 1 annað, geta
stafað af örfáum, skjótvirkum orsökum, ef á þau er
horft frá því sjónarmiði, að C hafi breytzt, en A hald-
izt í upprunalegri mynd. Á hinn bóginn þarf ekki ann-
að en bera saman fáeinar blaðsíður, t. d. um Akrakarl
eða Einar á Þverá, til að sannfærast um það, að A get-
ur ekki stafað frá C eða neinni þvílíkri gerð. Þetta er
aðeins bending um, hvor gerðin sé eldri. Hitt skiptir
meiru í þessu sambandi, hvor þeirra er samkvæmari
sjálfri sér. Þar er afarmikill munur, eins og síðar mun
birtast, — einkum eðlismunur á samkvæmninni. —
Eitt atriði stingur sérstaklega í augu: Víg Þorkels
háks er þyngdarpunktur Ljósv. í báðum gerðum, en
undirbúningur þess er vanræktur í C. — Annað er líka
ómótmælanlegt: I hvorugri gerðinni er hefnd Guð-
mundar fyrir illmælið drengilega unnin. Enda verður
hún sýndarsigur, því að Þórir hlýtur ekki tjón af og
víg Þorkels hefnir sín margfaldlega. Þá er það ósam-
kvæmni í C, að láta Þóri falla á eigin bragði, hafra-
leyndinni. Hitt er eðlilegt í A, að Guðmundur noti logna
sök. A er þannig samfelldari heild og róttæk í með-
2