Studia Islandica - 01.08.1937, Page 21
19
leik sögunnar. Þessar 18 „því at“-setningar gefa ástæðu íil að
tala um sjaldgæfan skýringaráhuga í C 13.—18., ólíkt meiri en
annars í Ljósv. En í A 13.—18. eru 332 línur. Þar væri meðal-
tíðleik sögunnar náð, ef þar væri einni „því at“-setning fleira
en er.
Rök Erichsens fyrir þvi, að C 13.—18. sé samkynja sögunni,
eru allmörg (bls. 55—60) og verða varla fundin fleiri. Sum snú-
ast fremur móti henni en með, ef þau eru rannsökuð. En hin eru
varla nógu áþreifanleg til þess, að hægt sé að gagnrýna þau.
En svo langt sem athuganir mínar á sögustílnum ná, benda þær
eindregið á sama höfundarbrag á allri A-gerðinni, en annan á
C 13.—18. Merkastar í því efni eru samræðurnar. I 1.—4. kap.
og 19.—31. kap. eru samtölin 43 % og rnjög líkt í A 13.—18.
eða 41 %. En í C 13.—18. eru samtölin 53 %, og ep það óvenju
hátt hlutfall í eldra hópi íslendinga sagna.
Það var markmið þessa greinarkafla að finna, hvort það er
heldur A eða C, sem er ósamkynja heild. Markmiðið næst ekki
að fullu, nema ný leið sé valin. En það hefur áunnizt, að dóm-
ur Erichsens villir ekki lengur og tími er kominn til að gera
nýja leiðsögutilgátu eftir fengnum bendingum.
IV. RITTENGSL MILLI GERÐANNA C OG A.
Setjum svo, að A sé hin upprunalega Ljósv., en C
önnur útgáfa aukin og endurbætt. Til þess að þetta
verði sennileg tilgáta, þarf að benda á gildar ástæður
fyrir breytingum, sem höfundur C 13.—18. hefur þá
gert á frumtexta sínum, A 13.—18. Viðbætur í C geta
hins vegar verið eftir ýmsum heimildum eða aiger
skáldskapur. Þessi tilgáta um myndun C 13.—18. hef-
ur sótt á menn fyrr. Knut Liestöl mótmælir henni sterk-
lega.1) Hann byggir á niðurstöðum Erichsens og reikn-
ar með því, að frábrugðnu kaflarnir í A og C hafi
1) Liestöl, Upphavet til den islendske ættesaga, Oslo 1929, 'bls.
50—55. Uppruni íslendinga sagna, Rvik 1937, bls. 40—45. Sbr.
Maal og minne 1936 bls. 4 o. áfr.
2*