Studia Islandica - 01.08.1937, Side 22
20
klofnað löngu fyrir ritunartíma og munnlegu sögu-
brigðin þróazt eftir það óháð hvort öðru. Rök hans eru
fern (útskýringum sleppt úr) : 1. Gleymska hefur vald-
ið breytingum. Gerðirnar vantar hvora um sig atriði,
sem hin hefur. 2. Röð atriða er breytt. T. d. færast
mest öll skipti Guðmundar ríka við Einar bróður hans
fram fyrir sektardóm Þóris Akrakarls í C, en smásaga
úr æsku þeirra bræðra færist í hina áttina og í nýtt
samhengi. 3. Munur gerðanna kemur skýrast í ljós í
smáatriðum, eins og þeim nafnabreytingum, að far-
maðurinn heitir Ingjaldur í A, en Helgi Arnsteinsson
í C; Rindill og Akrakarl heita Þorsteinn og Þorgils í
A, en Þorbjörn og Þórir í C; sá, sem vísar Þóri til hafr-
anna, er sauðamaður Guðmundar í annarri gerðinni og
nafnlaus, en í hinni heitir hann Oddur og er hjú Þóris.
4. í þesum kafla Ljósv. er alþjóðleg farandsögn, og
telur Liestöl hana þá einu, sem komi fyrir nokkurn
veginn óbreytt í íslendinga sögum. Það er smásagan
úr æsku bræðra. Honum finnst auðséð af orðamun þess-
arar sagnar í gerðunum og lengdarmun (121:155 orð),
að tengsl þeirra séu aðeins munnleg. í svo einfaldri,
auðskilinni sögn, sem er í föstu formi gamallar þjóð-
sögu og a. m. 1. laus úr samhengi Ljósv., mætti búast
við meira samræmi milli textanna en í öðrum köflum,
ef sögubrigðin væru munnleg. Þetta reynist líka þann-
ig við athugun, og Liestöl gefur í skyn, að það mæli
móti rittengslum.
Að lokum segir hann, að fram megi færa heila „röð
af öðrum sönnunum“ fyrir skoðun Erichsens um munn-
leg sögubrigði. En gallinn er sá, að engin „sönnunin“
nær lengra en það að sýna, að ekki sé fjarstæða að trúa
því, að sögubrigðin séu munnleg.
Röksemdirnar um munnleg sögubrigði í farandsögn-
inni eru ekki áþreifanlegar. Mismunur textanna er alls
ekki þess eðlis, að hann útiloki rittengsl. Því síður ger-
ir hin nána líking það. Liestöl hefur í rauninni sýnt