Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 28

Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 28
26 V. HELZTU AFLEIÐINGAR. Af þessu sést, að það er hin mesta óhæfa, að búta Æundur A-gerðina og fella C 5.—18. inn í hana á þann hátt, sem gert hefur verið í útgáfum. 1 næstu útgáfu verður að leggja frumgerðina A til grundvallar, unz hana þrýtur, en þaðan af C til söguloka. í 1.—4. og 19.—21. kap. má nota leshætti úr C til að lagfæra A. En 5.—18. kap. í C verður að prenta sérstaklega, eða þá neðanmáls. Önnur afleiðing er víðtækari. Hér er kippt stoð und- an þýðingarmiklum fullyrðingum þeirra Meissners, Heuslers og Liestöls um sagnfestu íslendingasagna (Freiprosa-kenningu). Liestöl hefur rannsakað málið bezt. Honum er ljóst, að ef sögurnar hafa verið full- myndaðar munnlega hjá sagnamönnum, væri afarkyn- legt, ef engin þeirra hefði komizt á bókfell hjá tveim- ur óháðum riturum. Hann hefur leitað all-vandlega eft- ir þessu sönnunargagni og segir, eins og þegar er get- ið, að eina örugga dæmið sé Ljósv. Nú bregzt hún, og við það verða ótryggu dæmin enn ótryggari en áður. Það mun verða því Ijósara sem lengur er athugað, að kaflinn C 13.—18. er fyrst og fremst sambærilegur við sögur gerðar eftir eldri ritum, en að litlu eða engu leyti með einkennum þeirra texta, sem fylgja fast munnlegum sögnum, og mundi því leiða til alrangra hugmynda um þau einkenni. I augum Liestöls eru gerðir Ljósv. ekki aðeins örugg- asta dæmið, heldur lærdómsríkasta dæmið um kunn- áttu sagnamanna. Hann dregur það aðallega af Ljósv., að þeir hafi lært sögurnar að mestu utan að og getað komið þeim næstum orðréttum á bókfellið; í því hafi snilld þeirra verið fólgin. Þessi kenning verður ekki rædd hér í allri sinni breidd. En hún er byggð á munn- legum gerðum Ljósv., og það er ekki hægt að gera

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.