Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 30

Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 30
28 sögupersónur og atburðarás í aðaldráttum, lifa sig síð- an inn í eðli persónanna, og eftir það yrkir sagan sig sjálf. Samtöl og annað ívaf mótast við samninguna. smátt og smátt, eins og það fæðist úr eðli persónanna. Margar Islendingasögur hafa mótazt þessu líkt. Per- sónur, atburðarás og e. t. v. tilsvör á stangli voru efni- viður höfundanna, en að öðru leyti höfðu þeir frjálsar hendur, a. m. k. þegar leið á 18. öld. Nú er það s'koðun sumra, eins og Liestöls, að margar af beztu sögunum hafi mótazt á óralöngum tíma og verið fullgerðar áð- ur en ritað var; — þjöl tímans hafi þar unnið verk, sem hefði verið ofætlun fyrir áræði og listfengi ein- staks rithöfundar. Þessi skoðun reynist röng um Ljósv. 13.—18. í C. Miklu fremur er sá kafli sýnishorn þess, hve róttækir slíkir höfundar gátu verið í breytingun- um. Það er leyfilegt hér eftir að athuga C 13.—18. frá sama sjónarmiði og skáldsögur. Þá er að sjálfsögðu þýðingarmikið að finna, hvern- ig höfundurinn breytir skilningi sínum á sögupersón- um frá því, sem er í A, og hvaða ástæður hann hefur til þess. Af breyttum persónuskilningi geta flestar aðr- ar breytingar stafað. Einar á Þverá er aukapersóna í Ljósv. og breytir ekki atburðarásinni hið minnsta. Hann hefði að skað- litlu getað týnzt úr sögunni, eins og hún birtist í A. Einar týnist ekki, af því að hver maður vissi úr öðr- um sögnum, að hann var til og að hann var andstæða Guðmundar bróður síns. Þess vegna fáum við í A nokk- ur samtöl milli bræðranna, þar sem skapgerðarmunur þeirra kemur fram. En við atburðina hverfur Einar. Hér eins og víða í A-gerð Ljósv. er sögupersónu óðara gleymt, þegar návist hennar sýnist tilgangslaus. Flest atriði eiga sérstakan tilgang í frásögninni. Höfundi C-textans er það alls ekki nóg. Einar var vinur Þóris Helgasonar og talinn forvitri. í A segir svo, að Guðmundur „grófsk eptir um sakir

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.