Studia Islandica - 01.08.1937, Síða 34
32
;sauðamaður varla getað rekizt á hafrana. Bærinn
Skúta(r), þar sem Oddur situr fyrir Guðmundi í A,
fellur að sjálfsögðu úr C, og eins bærinn Steðji, sem í
A er tengdur við afsakanir á Þóri Helgasyni. Engin
ný örnefni koma í þessara stað og ekkert, sem sýnir,
hvort höfundur C-textans hefur komið í Hörgárdal eða
ekki. Ef sagan missir jarðfestu við þetta, fær hún e.k.
uppbót í því, hve Akrakarl stækkar tilsýndar. Það er
ekki nóg, að lengdin á sögu hans margfaldast, heldur
getur hann gefið Þóri Helgasyni 30 hafra í stað hinna
10, sem Oddur vísaði til, „mikit fé“ verður ,,afarfé“, og
lýsingin „ekki mjök vinsæll né trúr í kaupum“ verður:
„— eigi vinsæll ok slægr í kaupum við menn,---------
hefir hann sök á hverjum manni ok vélar lengi haft;
hefir hann saman dregit of fjár“. — Að öðru leyti eru
breytingarnar á þessari aukapersónu ómerkilegar.
Rindill aftur á móti breytir eðli, en verður sízt stærri.
Eftir líkum að dæma er það skilningur C-ritarans á
Guðmundi ríka, sem veldur beint eða óbeint einna mest-
um breytingum frá A-textanum. Þetta getur skýrt að
nokkru breytinguna á Rindii. Það er viðfangsefni 18.
kap. að gera Rindil úr garði sem flugumann til Þor-
kels háks og lýsa njósn hans. í þessum kap. í A er mynd
Guðmundar dauf, en Rindils glögg. Hann er öllum
mönnum ógæfulegri, svo að Guðmundur tregðast við
að taka hann í vist á alþingi. Samt er hann skotlegur
í bragði og notar hvert tækifæri til að gera sig merki-
legan. Hann er sjálfkjörinn flugumaður, svo að Guð-
mundur kemst ekki að með ráðkænsku sína og uppeld-
isaðferðir til að gera úr honum flugumann. Það er
þessi fullkomnun Rindils og framsækni hans, sem ger-
ir Guðmund aðgerðalítinn og daufan í A. C bætir á
sinn hátt úr því, a. n. 1. á kostnað Rindils.
I C verður Guðmundur fyrri til að uppgötva Rindil
en Rindill hann, en öfugt í A. Myndin, sem lesandinn
fær smátt og smátt af Rindli í A, er í C dregin saman