Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 37

Studia Islandica - 01.08.1937, Qupperneq 37
35 ek fyrir þá sök“. Það mætti ætla, að höfundi C-textans hafi þótt missir að svo snjöllum svörum. En raunar eru þau óskyld stíl hans, vantar mýkt hans, og í öðru lagi rúmast þau ekki í C fyrir orðastraumi Guðmund- ar. Orð Guðmundar í C: „Ek mun setja til ráðit“, eru tekin frá Rindli, eins og orð hans fyrr í C: „Fédrjúgir verða þeir nú, þingmenn Þóris“, eru til dæmis tekin frá Oddi sauðamanni. Slíkir smámunir eru tákn þess, hvern- ig höfundur C-textans fer að því að auðga Guðmund hinn ríka. Nú má víkja frá persónulýsingum að nafnabreyting- um í C. Fyrsta og mesta breytingin er það, að Helgi Arnsteinsson, íslenzkur farmaður, er settur í stað Ingj- alds austmanns. Hér virðist ekki vera um frábrugðna sögn að ræða, því að Helgi fær hlutverk Ingjalds óbreytt. Á hinn bóginn er ótrúlegt, að nafnið sé val- ið út í bláinn, m. a. af því, hve nafnið Arnsteinn er fá- gætt. Þá liggur næst að halda, að Helgi Arnsteinsson sé gripinn úr einhverri ættartölu, þar sem hann kann að hafa verið nefndur farmaður og jafnvel settur í eitt- hvert samband við Guðmund ríka. Um þetta verður fátt fullyrt, en þó er vafalítið, hverrar ættar Helgi Arn- steinsson hefur verið.1) Landnáma getur einskis Arn- steins nema Arnsteins goða Reistarsonar. Ljðsv., 4. kap., segir frá því, er Arnsteinn frá Ærlæk í Öxar- firði missti goðorð sitt um 990, og er það líklega sami maður, nokkuð við aldur. Njála (138. kap.) telur Hróa Arnsteinsson með forráðamönnum Öxfirðinga 1011. Vel færi á því, að Helgi Arnsteinsson í Ljósv. væri bróðir þess Hróa og þeir væru synir Arnsteins á Ær- læk. En sé svo, er höfundi C-gerðar Ljósv. það ekki ljóst; hann setur ekki Helga í nokkurt samband við skipti Arnsteins og Guðmundar ríka í 4. kap. Það 'bend- ir til, að heimild hans um Helga hafi verið mögur eða 1) Bending- frá Sigurði Nordal. 3*

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.