Studia Islandica - 01.08.1937, Blaðsíða 38
36
notuð óvandlega. Ef til vill er nafn Helga varðveitt í
Reykdælu (6. kap.). Þar segir frá Hróa í Klifshaga,
sem þá virðist mestur fyrir sér af Öxfirðingum, og af
falli Helga bróður hans. Þessir bræður eru heldur
snemma uppi til þess að vera synir Arnsteins goða á
Ærlæk. (Þeir gátu þó a. m. k. vel verið synir .Arnsteins
goða Reistarsonar.) Hitt er meiri agnúi, að fall Helga,
bróður Hróa, verður samkvæmt Reykdælu 20—50 ár-
um fyrr en mál Akrakarls í Ljósv. En höfundur C-text-
ans hefur varla vitað þetta og er vís til að hafa tekið
þennan Helga (Arnsteinsson), d. fyrir 980, úr ættar-
tölu inn í frásögn sína um atvik eftir 1000.
Vafalaust hefur C-ritarinn þekkt ýmsar ættartölur.
Þannig má skýra, að hann nefnir konu Þorkels háks
Þorgerði, en nafn hennar kemur hvergi fram annara
staðar. Nafn Guðrúnar dóttur þeirra gæti verið tekið
eftir Ljósv. 2473 og gizkað á, að hún hafi verið 4 ára
við víg Þorkels. Eftir lok frábrugðna kaflans, Ljósv.
20d (neðanmáls), hefur C innskotssetning, sem gæti
stafað frá sömu ættartölu og nafn Þorgerðar. Eftir orð-
in í A: „Guðríðr, er Þorgeirr goði átti“, bætir C við:
„en eigi Hjalti Eiríksson“. Hjalti er ókunnur og inn-
skotið sérkennilegt fyrir ættaskrár, en fjarlægt sögu-
venjum.
Nafnbreyting Akrakarls og Rindils kemur ekki frá
ættartölum. Þeir eru föðurnafnslausir. Og varla hafa
þeir orðið kynsælir. Breytingin stafar annaðhvort af
sagnamun eða geðþótta C-ritarans, sem hefur kannske
viljað auka nýjabragð ritsmíðar sinnar með þessu.
Þjóðsagnafræðingar munu eigna það munnlegri sögn,
að Akrakarl fær í C sama nafn og goði hans, um leið
og barátta goðans við Guðmund færist að miklu leyti
yfir á Akrakarl. Víst er það mögulegt. En nafnbreyt-
ingin ein sér er engin sönnun fyrir tilveru slíkrar sagn-
ar. Höfundur C-textans var víst nógu laus við sagn-
fræðilega íhaldssemi til að gera nafnfærsluna um leið