Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2021, Blaðsíða 33
Heiðar Örn Kristjánsson 7. september 1974 Meyja n Metnaðarfull n Traust n Góð n Vinnuþjarkur n Of gagnrýnin n Feimin Kolbrún Haraldsdóttir 7. janúar 1981 Steingeit n Ábyrg n Öguð n Góður stjórnandi n Skynsöm n Besserwisser n Býst við hinu versta V ið óskum tónskáldinu Hildi Guðnadóttur til lukku með lífið en hún vann á dögun-um Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Í fyrra vann hún Óskarinn fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Það er því tilvalið að rýna í spilin fyrir Hildi. Hildur er fædd í byrjun september og því fædd í Meyjumerkinu. Meyjan er afar vandvirk og mikil tilfinningavera. Hún er þekkt fyrir að vera skipulögð og þarf góða rútínu til þess að fúnkera. Hún er alveg til í alls konar flipp en þarf bara að fá að vita það með smá fyrirvara til þess að undirbúa sig andlega. Meyjan er jarðarmerki og því jarðbundin týpa að eðlisfari. Þær þurfa að vera jarðtengdar, bókstaflega með tærnar í grasinu. Tvistur í Bikurum Sameinuð ást | Samstarf | Gagnkvæm virðing Það er mikil ást og umhyggja sem ríkir í þessu spili. Hér eru tveir einstaklingar sem eru til staðar hvor fyrir annan og gefa sér tíma til þess að sjá og skilja þarfir hvors annars. Þetta virðist ekki vera ný ást heldur bara stað- festing á einhverju sem er nú þegar. Mögulega ertu að kafa enn dýpra í það samband sem þú ert í. Sambandið virðist færast á nýtt þroskastig, þar sem allir fá að vera fullkomlega þeir sjálfir. Fjarki í Sverðum Hvíld | Slökun | Hugleiðsla | Íhugun | Endurreisn Þetta spil minnir þig á að hlúa vel að sjálfri þér. Þú átt það til að gleyma þér og jafnvel ofgera þér því metnaðurinn er svo mikill. Það er mikil lukka sem umvefur þig og tæki- færin laðast að þér. Til þess að takast á við þessi tækifæri þarf maður að vera með góðan grundvöll og innri styrk. Hlustaðu vel á innsæi þitt og finndu hvað það er sem þú þarft að gera til þess að vera besta útgáfan af sjálfri þér. Flónið Upphaf | Sakleysi | Sjálfsprottið | Frjáls andi Mér finnst þetta svo skemmtilegt spil. Það er svo mikill leikur og ævintýri sem fylgir því. Þetta er klárlega tákn um nýtt og spennandi upphaf. Það er svo mikil barnsleg orka sem fylgir þessu spili að ef það er ekki bara bók- staflega barn á leiðinni eða í planinu þá gæti þetta verið Skilaboð frá spákonunni Gefðu þér tíma til þess að taka ákvarðanir. Það liggur ekkert á. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Hildur Guðnadóttir SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 19.03. – 25.03. Frjósamt tímabil... Botnleðjubarn á leiðinni MYND/SIGTRYGGUR ARI stjörnurnarSPÁÐ Í H eiðar Örn Kristjánsson, betur þekktur sem Heiðar í Botnleðju, á von á barni með kærustu sinni, Kollu Haralds- dóttur. DV lék forvitni að vita hvernig parið á saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Heiðar er Meyja og Kolbrún er Steingeit. Bæði deila þau þeim hæfileika að geta átt skýr og heiðarleg samskipti. Samtöl þeirra verða bara betri með tímanum, rétt eins og samband þeirra. Pörun þessara tveggja stjörnumerkja getur eiginlega ekki klikkað. Kynlífið er töfrandi, ástin er ótrúleg. Þetta verður varla betra. Þegar þau verða ástfangin verða þau helguð hvort öðru. Annað hvort er sambandið alvar- legt og merkingarbært, eða þau geta alveg eins sleppt þessu. Þau veita markmiðum og draumum hvors annars skilning og deila sömu framtíðarsýn. Fjölskyldan skiptir Meyjuna og Steingeitina miklu máli, en einnig virðing og tryggð. Þetta er par sem verður saman til endaloka. n MYND/TWITTER Hverjar eru þarfir þínar þessa vikuna samkvæmt stjörnumerkinu þínu? Hrútur 21.03. – 19.04. Þarfir hrútsins þessa dagana snúast um að deila álaginu og þá sérstaklega heima við. Þú þarft ekki að sjá um allt saman en þarft þá kannski líka að sleppa takinu og læra að úthluta verkum til annarra sem búa undir sama þaki. Naut 20.04. – 20.05. Þarfir nautsins að þessu sinni eru eitthvað nýtt plan. Þér líður ekkert sérlega vel í óvissunni og vilt í það minnsta hafa gott markmið sem þú getur unnið markvisst að því að ná. Það þýðir ekkert lengur að bíða eftir öðrum, þú þarft að finna þína stefnu. Tvíburi 21.05. – 21.06. Tvíburinn þarf innblástur þessa vikuna. Við mælum með að þú veljir þér nokkrar áhugaverðar heim- ildarmyndir um fólk sem gerir eitt- hvað skapandi og hlustir á einhver uppbyggjandi hlaðvörp til að koma þér í gírinn. Krabbi 22.06. – 22.07. Krabbinn þarf smá andlegan stuðning þessa vikuna. Hann vill láta hlusta á sig og að aðrir sjái hann. Þú biður ekki oft um athygli en átt hana svo sannarlega skilið því þú veitir öðrum svo mikla at- hygli og ást. Þú er mannlegur eins og við hin, manstu. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið þyrstir í gott make-over. Því leiðist ekki að endurskapa sig og hefur gaman af því að sýna persónuleika sinn með fatastílnum sínum. Tilvalin vika til að taka til í fataskápnum og skella sér svo í næstu nytjaverslun. Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan þarf ráð þessa vikuna. Þú ert venjulega sú sem gefur öllum öðrum ráð og þú verður að viður- kenna að þú átt til að vera smá besserwisser stöku sinnum. En að þessu sinni leitar þú að svörum og vilt fá að heyra reynslusögur frá öðrum. Vog 23.09. – 22.10. Vogin er alltaf á andlegu brautinni og sækir í alls konar heilun þessa daga til að heila gömul sár og halda svo áfram enn sterkari og sjálfsmeðvitaðri um þarfir sínar og langanir. Einn góður jógatími gæti verið málið fyrir þig. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Þú kannt að gera vel við þig og veist líka að þú þarft á því að halda að slaka vel á inn á milli þess að sigra heiminn. Þarfir þína liggja helst í góðu djúpnuddi til að byggja upp taugakerfi þitt. Bogmaður 22.11. – 21.12. Bogmaðurinn þarf eitt gott hláturs- kast alveg þannig að tárin leka niður kinnarnar og þú færð krampa í magann. Hann nennir ekki hvað lífið er stundum alvarlegt og vill eiga eina létta og góða viku með sínu fólki. Steingeit 22.12. – 19.01. Útrás er þér ofarlega í huga. Kick box-æfing, sprettir eða öskur í náttúrunni gæti verið svarið fyrir þig til að losa um smá spennu. Þú segir ekki allt upphátt og átt til að vera meðvirk í sumum málum, útrás af einhverjum toga er svarið fyrir þig. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Vatnsberinn þráir ævintýri. Aðstæður alheims eru þér ekki auðveldar, þig langar að bóka flug helst á morgun og upplifa nýja menningu. Prófaðu að vera túristi í eigin landi og plana skemmtilega menningarferð innanlands. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn er sá sem segir upp- hátt að hann þurfi ekki á fleiri vinum að halda. Hans innri kjarni dugar honum vel, hann elskar líka að rækta sinn innri heimaalning. Fiskurinn þráir að vera undir teppi þessa vikuna með kakó og góða bók. Hans eigin félagsskapur dugar honum. einhvers konar nýtt sköpunarverk sem tengist barnæsku og nostalgíu. Ástæðan fyrir því að þetta spil er svona spennandi er að þetta er tímabil þar sem maður fer út fyrir þægindarammann, í smá óvissu þar sem þú veist ekki nákvæmlega hver útkoman verður en ert samt til í að taka skrefið og prófa eitthvað nýtt. FÓKUS 33DV 19. MARS 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.