Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR OFBELDI GEGN LÖGREGLU TEKIÐ VETTLINGATÖKUM Fjöldi ákæra hefur verið gefinn út síðustu misseri vegna árása á lögreglu- menn. Þrátt fyrir nokkuð rúman refsiramma er ljóst að hann er afar sjaldan nýttur nema að mjög litlu leyti. Mútur og líflátshótanir meðal ákæruefna. H éraðssaksóknari hefur undanfarin misseri gefið út fjölda ákæra vegna árása einstaklinga á lögreglumenn að störfum. Ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni. Samkvæmt reglum þar um ákærir héraðs- saksóknari í öllum málum er varða árásir á lögreglumenn. Í einni ákærunni er 32 ára karlmaður sagður hafa kýlt lögreglumann í andlitið í maí í fyrra með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að lög- reglumaðurinn hlaut mar á augnloki og augnsvæði. Árás- in átti sér stað í Vesturbænum í Reykjavík. Mútur og hrákar Í annarri ákæru er konu á sextugsaldri gefið að sök að hafa fyrir utan íbúðarhús í Grafarvogi reynt að bíta lög- regluþjón sem og sparkað í fót hans. Þá er 65 ára gömul kona ákærð fyrir að hafa reynt að bera á lögreglumenn fé. Lög- reglumennirnir höfðu afskipti af konunni á bílaplani áfengis- verslunarinnar Heiðrúnar við Stuðlaháls í Reykjavík í júní í fyrra. Segir í ákærunni að konan hafi „boðið lögreglu- manni við skyldustörf pen- ingagreiðslu sem hann átti ekki tilkall til, gegn því að hann myndi hætta afskiptum og leyfa henni að fara heim til sín.“ Ekki kemur fram í ákær- unni hvað orsakaði afskipti lögreglu til að byrja með. Að lokum hefur rétt tæp- lega fertugur karlmaður úr Hafnarfirði verið ákærður fyrir að hrækja á lögregluþjón við skyldustörf í Hveragerði þannig að hrákinn lenti á efri vör lögregluþjónsins. Refsiramminn illa nýttur Ofangreindar ákærur verða allar þingfestar í héraðsdómi á fyrstu dögum aprílmánaðar og í öllum málum er ákært fyrir brot á 106. grein al- mennra hegningarlaga. Gerð er krafa um að viðkomandi einstaklingum verði gert að sæta refsingu og greiðslu sakarkostnaðar. Í 106. grein segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opin- beran starfsmann er hann gegnir skyldustarfi sínu eða leitast við að hindra fram- kvæmd skyldustarf opin- bers starfsmanns skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Þá er þess sérstaklega getið að ef brotið beinist gegn opin- berum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar má beita fangelsi allt að átta árum. Þó má beita sektum ef brot er smáfellt. Þyngja má refsingu um helming ef við- komandi hefur verið refsað fyrir sambærilegt brot áður. Þrátt fyrir nokkuð rúman refsiramma er ljóst að hann er afar sjaldan nýttur nema að mjög litlu leyti. Um miðjan mars þessa árs féll dómur yfir konu sem ákærð var fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í læri lög- reglumanns við skyldustörf. Konan játaði sök og hafði hreint sakavottorð fram að árásinni. Í dóminum segir: „Samkvæmt myndupptöku verður ráðið að ákærða hafi verið talsvert drukkin og illa fyrir kölluð andlega þegar verkið var framið.“ Ákvörð- un refsingar var því frestað, skilorðsbundið til tveggja ára. Sakarkostnaður nam 38 þúsund krónum. Í öðru máli frá því í febrúar á þessu ári hlaut útlendur maður 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá til lög- reglumanna og hóta lífláti. Árið 2012 var maður sak- felldur fyrir að hafa reynt að hrinda lögreglumanni fram af svölum íbúðar sinnar og fyrir að hafa hótað þeim lög- reglumanni og fleirum lífláti. Nokkrum mánuðum síðar réðst maðurinn aftur að lög- reglumönnum á Egilsstöðum, reif af einum þeirra bindið og greip í háls hans. Í niðurstöðu dómsins er þess sérstaklega getið að litið hafi verið til þess að maðurinn hafi hlotið að minnsta kosti tvo dóma fyrir ofbeldisbrot á Íslandi og annan fyrir tilraun til mann- dráps í Svíþjóð. Maðurinn hlaut þriggja mánaða skil- orðsbundinn fangelsisdóm. Allt að átta ára fangelsi Í samtali við blaðamann DV segir Friðrik Smári Björg- vinsson, saksóknari hjá emb- ætti Héraðssaksóknara, að árið 2019 hafi embættið gefið út 47 ákærur um brot gegn valdstjórninni. Þar af snérist 41 um árásir eða hótanir gegn lögreglumönnum. Aðspurður hvort hann kannist við að refsirammar einhverra annarra brota séu jafn lítið nýttir eins og í til- felli brota gegn valdstjórninni segist Friðrik ekki hafa skoðað það sérstaklega, en bendir á að refsiramminn hafi verið rýmkaður fyrir nokkrum árum án þess að þyngd refs- inganna hafi fylgt þeirri rýmkun. Breytingin sem Friðrik vís- ar til tók gildi árið 2007, en þá bættist inn setning um að beita mætti allt að átta ára fangelsi í málum þar sem brotið beinist gegn þeim handhöfum opin- bers valds sem hafa heimild til líkamlegrar valdbeitingar, það er að segja lögreglumönnum. Friðrik segir jafnframt sak- sóknara ekki geta ákært fyrir til dæmis brot á grein sem fjallar um líkamsárás ef árás- in beinist að lögreglumanni, nema að árásin sé þeim mun alvarlegri. Þá væri hugsanlega hægt að ákæra fyrir meiri háttar líkamsárás, segir Frið- rik. n Lögreglumenn geta orðið fyrir margvíslegu ofbeldi við skyldustörf. MYND/ERNIR Heimir Hannesson heimir@dv.is 1. APRÍL 2021 DV Þá er 65 ára gömul kona ákærð fyrir að hafa reynt að bera á lög- reglumenn fé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.