Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
H ildur Sverrisdóttir lögfræðingur hefur kynnst því af eigin
raun að það er ekki sjálfgefið
að eignast barn. Hún bendir
á mikilvægi þess að konur
hafi réttar upplýsingar um
hvað standi þeim til boða og
að kerfið sé ekki óþarflega
flókið.
„Ég var alltaf með þá hug-
mynd að ég myndi eignast
börn og lengi vel gekk ég út frá
því að ég myndi eignast fleiri
en eitt barn,“ segir Hildur, sem
hefur reynt að eignast barn
ásamt sambýlismanni sínum
Gísla Árnasyni án árangurs.
Hildur hóf nýverið sína fjórðu
meðferð í hormónaörvun sem
er undanfari glasafrjóvgunar.
Þau Gísli hafa verið saman í
tæp fjögur ár og eftir að hafa
reynt að eignast barn og vera
komin yfir fertugt varð henni
ljóst að það væri ekkert unnið
með því að bíða lengur.
Hildur er menntaður lög-
fræðingur og vann lengi
sem slíkur hjá fjölmiðlasam-
steypunni 365 og starfaði um
tíma einnig sem varaborgar-
fulltrúi. Þegar hún hætti hjá
365 hellti hún sér alfarið út í
stjórnmálin, fyrst sem borgar-
fulltrúi og síðar sem þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins.
Hún starfar í dag sem að-
stoðarmaður Þórdísar Kol-
brúnar Reykfjörð, ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra Íslands. „Ég var þing-
maður í ofsalega stuttu rík-
isstjórninni sem sprakk í
kringum uppreist æru-málið.
Ég var svo nýbyrjuð og ekki
búin að sýna hvað í mér bjó en
þá bauð Þórdís mér að verða
aðstoðarmaður sinn, sem
mér hefur þótt meiri háttar
reynsla. Ég hef verið vara-
þingmaður á þessu kjörtíma-
bili og það kemur eiginlega
bara í ljós hver verða næstu
skref. Flokkurinn í Reykjavík
er ekki búinn að taka ákvörð-
un um hvort það verði yfir
höfuð prófkjör eða þá hvenær
en það fer þá að líða að því,“
segir Hildur.
Metnaður og tölfræði
Aðspurð hvort metnaðurinn
hafi seinkað barneignum svar-
ar hún: „Þetta er blanda af því
að ganga út frá því og langa
mjög mikið til þess að eignast
fjölskyldu og á sama tíma ýta
því á undan sér. Í rauninni
var þetta ekki það nærri mér
að ég væri að ýta því á undan
mér, ég hugsaði að það kæmi
að þessu seinna. Það er lögð
mikil áhersla á það að konur
mennti sig og komi undir sig
fótunum, sem er gott. Konur
eru fræddar í skólakerfinu um
getnaðarvarnir sem er flott en
það fylgja síður með þessar
upplýsingar um frjósemi
og hvað það þýðir í árum og
gagnvart tölfræði að ákveða
að klára námið og koma sér
inn í frama áður en ákveðið
er að eignast börn.“
Innbyggð bjartsýni
„Lífið er alls konar. Það spil-
aði líka inn í að það var í raun-
inni ekki fyrr en ég kynntist
Gísla mínum að ég áttaði mig
á því af fullri alvöru, alveg
ofan í bein, hversu mikið mig
langaði að eignast barn. Sem
manneskja er maður svo mik-
ið samansafn af alls konar.
Eitt eru aðstæður og annað
eru tilfinningar og svo úr
þessu myndast einhver kúla
sem heldur svo áfram að rúlla
og gera sitt besta. Auðvitað
kemur margt til og eitt af því
er að við kynnumst seint á
einhverjum hlutlægum mæli-
kvarða, ég er þá orðin 38 ára.“
Þegar fólk er ekki lengur
unglingar og ástin er sterk
gerast hlutirnir hratt. „Við
vissum það nokkuð fljótt að
við vildum stíga þessi skref
og höfðum enga ástæðu til
að halda að það myndi ekki
ganga. Það er innbyggt í mann
að gera ráð fyrir því að hlut-
irnir gangi upp. Það er partur
af því að vera til, að hanga
í því. Við gerum ekki ráð
fyrir því að lenda í slysum
eða veikjast. Þó pabbi minn
hafi látist úr krabbameini
geri ég ekki ráð fyrir því að
fá krabbamein frekar en við
flest.“
Tveggja ára bið
Þegar Hildur og Gísli kynn-
ast á hann fyrir þrjú börn og
það yngsta er þá fjögurra ára.
„Það var ekkert sem benti
til þess að þetta myndi ekki
ganga þó ég væri vissulega
að eldast. Svo bara gengur
þetta ekki. Núna erum við í
okkar fjórðu meðferð hjá Liv-
io og það er ekkert að. Við
erum heppin hvað það varðar
en þetta er ekki að ganga enn
sem komið er, en vonandi
breytist það. Þetta er bara
staðan og hún er raunveru-
leiki mjög margra og þá af
hverju ekki við eins og svo
margir aðrir.“
Það er samt ekki minna
vont þó það séu margir að
glíma við sömu erfiðleikana?
„Nei ég viðurkenni það.
Þetta er þungt ég ætla ekki
að gera lítið úr því. Hafandi
farið í gegnum þetta og upp-
lifað þennan raunveruleika þá
fór ég að horfa á kerfið öðrum
augum en ég hafði gert áður
en þetta varð partur af mínu
lífi. Það eru hlutir í kerfinu
sem mér finnst vera að hamla
fólki, og gera því erfiðara
fyrir þegar það ætti þvert á
móti að hjálpa fólki að eign-
ast börn. Löggjöfin í þessum
málum hefur tekið stórkost-
legum framförum síðustu ár
sem betur fer en þó stendur
ýmislegt eftir.“
Hildur segir lögin sé
teiknuð upp eftir gömlum
staðal ímyndum þar sem for-
eldrarnir eru ung kona og
Hildur sá alltaf
fyrir sér að
eignast börn.
MYND/VALLI
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Förðun: Elín Reynisdóttir
Myndir: Valgarður Gíslason
Við eigum að
aðstoða fólk
við barneignir
1. APRÍL 2021 DV
Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur og varaþingmaður
hefur kynnst því af eigin raun að það er ekki sjálf-
gefið að eignast barn. Hún bendir á mikilvægi þess
að konur hafi réttar upplýsingar um hvað standi
þeim til boða og að kerfið sé ekki óþarflega flókið.