Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 12
vilt fara í tæknifrjóvgun þá
þarft þú að hitta félagsráð
gjafa, en ekki af það er par.
Svo þarf enginn að spyrja
kóng né prest ef það er verið
að eignast barn án tækni
legrar aðkomu,“ segir Hildur
hlæjandi.
Hún nefnir annað dæmi.
„Það má ekki gefa fóstur
vísa. Ef vinkona þín og vinur
vilja gefa þér fósturvísi má
það ekki. Það má gefa egg og
sæði en ekki fósturvísi sem
er búið að frjóvga og myndi
þá taka mun minni tíma. Ef
par á fósturvísi verður að
eyða honum þegar sambúð
er slitið. Þau mega ekki gefa
hann áfram eða gefa sam
þykki fyrir að annað þeirra
eigi hann og nýti.
Mér finnst að eigi að treysta
fólki sem vill skapa líf og hlúa
að því til þess að gera það. Við
erum með alls konar aðrar
reglur í samfélaginu sem
gæta að velferð barna og það
blessunarlega, en að við séum
að gera þetta ferli óþarflega
flókið finnst mér bera keim
af of miklum afskiptum hins
opinbera.“
Ættleiðingar og aldur
Talið berst að ættleiðingum.
Hildur segir hún hafi velt upp
öllum sviðsmyndum bæði af
forvitni og líka þar sem hún
útilokar ekkert þó vonin sé
vissulega að glasafrjóvgunin
beri ávöxt. „Par sem hefur
áhuga á að ættleiða verður að
hafa verið í staðfestri sambúð
í fimm ár eða gift í þrjú ár.
Ef fólk kynnist seint, prófar
kannski fyrst að reyna að
eignast barn sjálft en gengur
ekki og er ekki búið að skrá
sig í sambúð eða gift, þá þarf
þetta fólk að bíða ansi lengi
til þess að mega byrja ætt
leiðingarferlið en þá kemur
líka inn líffræðilega ferlið
því þau mega ekki vera eldri
en 45 ára.“
Hildur bendir á að þarna
þurfi að setja í samhengi að
frjósemin fer dvínandi eftir
35 ára aldur. „Það kom ekki
bara aftan að mér heldur
mörgum öðrum konum. Allt
líf okkar er mikið yngra en
það var og við heyrum sífellt
af hækkandi aldri mæðra. Við
erum flest hraust og hress
lengur, en líffræðilega erum
við í sömu frjósemi og við
vorum fyrir 100 árum þegar
fólk var orðið gamalmenni
upp úr fertugu. Hérna set ég
spurningarmerki við þessa 45
ára reglu. Ef þessu væri hnik
að til þó það væri ekki nema
eitt eða tvö ár þá gæti það haft
stórkostleg áhrif á líf fólks.“
Hildur segist ekki efast um
að upprunalega séu þessar
reglur settar með hagsmuni
barnanna að leiðarljósi. „Það
má samt ekki gleyma því að
það hafa áður verið settar
reglur sem voru mjög strang
ar og tóku á áhyggjum sem
voru óþarfar, eins og þegar
samkynhneigðir áttu engin
réttindi gagnvart börnum.“
Frystu eggin þín
„Fyrir sirka tveimur árum
birtist viðtal við frjósemis
lækni sem var að koma svona
Hildur hefur komið víða við bæði starfað sem þingmaður og gefið út bók. MYND/VALLI
12 FRÉTTIR 1. APRÍL 2021 DV
Ég leyfi mér að
segja við mér
yngri konur,
frystu eggin þín.
upplýsingum á framfæri og
fyrirsögnin var „Konur eru
að koma of seint“. Við þetta
orðalag fóru einhverjar í vörn,
fannst að þeim vegið og gerðu
grín að þessu með femínista
slagorðinu „konur þurfa bara
að vera duglegar að koma ekki
of seint“. Það þótti mér leiðin
legt að sjá. Því þó að það megi
vel vera að undirliggjandi
vandamálið sé of lítil umræða
um raunveruleika kvenna
frekar en konurnar sjálfar, þá
hjálpar auðvitað ekkert ef það
á að skjóta sendiboðann sem
er að reyna að koma réttum
upplýsingum á framfæri“
Hildur segir skort á upplýs
ingum geta leitt til þess að kon
ur geri sér ekki grein fyrir því
hvaða takmarkanir líkaminn
setji þeim í þessum efnum og
hvaða valkostir standi þeim til
boða. Hún bendir á að hægt sé
að frysta egg og það sé dæmi
um upplýsingar sem allar kon
ur ættu að hafa. „Ég leyfi mér
að segja við mér yngri kon
ur, frystu eggin þín. Ég held
að það sé þess virði og vildi
gjarnan að ég hefði gert það.“
Frelsispési
„Ég er mikill frelsispési og
finnst mikilvægt að við rýnum