Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 13
Hildur Sverris vill að kynfræðsla nái yfir frjósemismál. MYND/VALLI FRÉTTIR 13DV 1. APRÍL 2021 hvar hið opinbera er að vera óþarflega fyrirferðarmikið og stýrandi. Einnig hef ég lengi haft áhuga á raunveruleika kvenna á þeirra forsendum, og í þeim tilgangi ritstýrði ég til dæmis bókinni Fantasíur, um kynferðislegar fantasíur íslenskra kvenna. Þannig að það kallaði mjög sterkt á mig að skoða bæði umræðuna og reglurammann í kringum þessi mál.“ Hver kona er að glíma við sitt og þær frjósemisaðgerðir sem fólk fer í gegnum eru ólíkar. „Ég get aðeins talað út frá mér en heilt á litið fannst mér þetta ekki vond reynsla. Ef það væri hægt að taka andlega þáttinn út, kvíðann og áhyggjurnar og það að þora ekki að hugsa til enda ef þetta gengur ekki. Það álag finnst mér miklu verra en líkamlegi parturinn. Þessi lyf hafa farið mikið batnandi skilst mér. Kærastinn minn sprautar mig í magann á hverju kvöldi og þetta er orð- ið að frekar fallegri rútínu hjá okkur. Þetta er partur af okkar lífi og við tökum því. Við erum að mörgu leyti svo heppin. Hann á þrjú yndisleg börn og við erum almennt mjög kát og glöð. Ég veit að við höfum það að mörgu leyti mjög gott. Það er erfitt að út- skýra þessa tilfinningu. Ég hef alltaf gert ráð fyrir að ég yrði mamma.“ Engin óviðeigandi frænka Þegar talið berst að sam- félaginu og umræðunni þar segist Hildur samgleðjast vinum sínum innilega þegar þeir eiga von á barni. „Ég skil hins vegar líka þá tilfinningu þegar fólk viðurkennir að það er hætt að samgleðjast eftir að hafa sjálft reynt lengi, en ég er ekki þar. Ég öfunda þau kannski alveg smá en það kemur frá góðum stað. Maður á kannski stundum daga sem maður tekur sér frí frá sam- félagsmiðlum með öllum krúttlegu börnunum þar, en það er sjaldan. Almennt er þetta partur af lífinu og þetta er okkar verkefni og við upplifum mikinn kærleik og stuðning frá okkar fólki.“ Ótrúlegt en satt hefur Hild- ur ekki lent í hinni klassísku spurningu – á ekki að fara koma með barn? „Ég bara minnist þess ekki að hafa fengið þessa spurningu þó ég hafi ítrekað heyrt þessa um- ræðu um að fólk sé spurt að þessu. Ég hef samt ekki rætt mína stöðu almennt og ég reyndar held ekki að ég tæki spurningunni illa.“ Á ég að trúa því að þú eigir enga óviðeigandi frænku eða frænda? Hildur hlær og bjart bros breiðir úr sér. „Nei veistu ég held bara ekki. Það að ég sé að fara í þetta viðtal er mín til- raun til þess að vekja athygli á því að það sé ekki hægt að ganga að því vísu að eignast barn og vonandi varpa ljósi á að kerfið getur verið meira til aðstoðar en trafala. Annars hef ég verið mjög prívat með þessi mál.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.