Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 14
Reykingar samtímis notkun pill- unnar auka hættu á blóð- tappamyndun. Aðrir áhættu- þættir hafa einnig áhrif. MYND/GETTY G etnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og gestageni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Ann- ars vegar eru samsettar pillu- tegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar er smápillan, oft kölluð brjósta- pillan, sem inniheldur ein- göngu gervigestagen. Sam- setta pillan er mun algengari. Smápillan er hentug fyrir kon- ur með barn á brjósti eða kon- ur yfir 35 ára. Jafnréttismál Þegar rætt er um pilluna má ekki gleyma mikilvægi hennar í jafnréttisbaráttu kynjanna. Með tilkomu getn- aðarvarnarpillunnar gátu konur loks stjórnað því hve- nær og hvort þær eignuðust börn. Pillan kom á markað upp úr 1960 og breytti stöðu kvenna um heim allan. Pillan var sett á lyfjaskrá á Íslandi árið 1967 og hefur tegundum gatnaðar- varna fjölgað mikið síðan þá. Konur og einstaklingar með leg geta notað pilluna en pilla fyrir karlmenn hefur verið í þróun um árabil. DV hafði samband við nokkur íslensk lyfjafyrirtæki. Engin fyrir- tæki hér á landi standa að þróun getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn, þar sem þetta er þróun á frumlyfi og það er enginn að þróa frum- lyf á Íslandi. Davíð Þór Gunnarsson, við- skiptastjóri Icepharma, sagð- ist ekki vita til þess að nein getnaðarvarnarpilla fyrir Getnaðarvarnir ÁHÆTTA OG ÁVINNINGUR Pillan var fyrst fáanleg hér árið 1967. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og hafa getnaðarvarnir þróast töluvert. Margar mýtur lifa þó góðu lífi og þekkja konur ekki endilega aukaverkanir lyfs sem þær taka daglega. 14 FRÉTTIR 1. APRÍL 2021 DV Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is karlmenn væri á markaði úti í heimi. „En vonandi kemur hún einn daginn“. Snemma árs 2019 var fram- kvæmd klínísk rannsókn á 82 karlmönnum. Niðurstöður gáfu til kynna að hormóna- bundin pilla kölluð dimet- handorolone undecanoate (DMAU) væri örugg þegar hún væri notuð á hverjum degi í mánuði. Það fylgdu henni engar alvarlegar auka- verkanir. Mildar aukaverkanir voru bólur, hausverkur, væg ris- vandamál, minni kynhvöt, þreyta og þyngdaraukning um 2,2 kíló eða minna. Ef þessar aukaverkanir hljóma kunnug- lega þá eru þetta svipaðar aukaverkanir og fylgja getn- aðarvarnarpillum kvenna. Önnur pilla fyrir karlmenn, 11β-MNTDC, var tilkynnt í mars 2019. Hún stóðst fyrstu klínísku tilraunir og er talin vera örugg. Fullt verð Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) niðurgreiða lyf samkvæmt svokölluðu greiðsluþrepa- kerfi. Getnaðarvarnarpillan fellur ekki inn í það kerfi og er því ekki niðurgreidd. Algengt verð á getnaðarvarnarpillunni er um þrjú þúsund krónur fyr- ir þriggja mánaða skammt en þriggja mánaða skammtur af Microgyn-pillunni er um 2.700 krónur. Vinsælli hjá yngri konum Aðspurður um algengustu getnaðarvarnirnar segir Ásgeir Thoroddsen, kven- sjúkdómalæknir hjá Domus Medica, að það fari að miklu leyti eftir aldri hvað fólk velji. „Sennilega, fyrir utan smokka, er pillan algengasta getnaðarvörnin. Hjá eldri aldurshópum er lykkjan orðin algengari. Svo hefur það verið að aukast svolítið á síðustu árum að yngri konur séu að nota meira langverkandi getn- aðarvarnir, eins og til dæmis smálykkjuna og stafinn.“ Ásgeir segir að það sé al- gengur misskilningur að að- eins konur sem hafa annað- hvort átt börn eða hafa náð einhverjum ákveðnum aldri geti notað lykkjuna. Hins veg- ar geta konur sem hafa ekki stundað samfarir ekki notað lykkjuna. „Það er meiri tilhneiging að nota smálykkjuna hjá konum sem hafa ekki eignast börn en þær geta líka notað venjulegu hormónalykkjuna og kopar- lykkjuna. Svo lengi sem þær eru byrjaðar að stunda kynlíf, því annars komumst við ekki að leghálsinum.“ Er enn þá verið að setja ungar konur á pilluna til að stýra blæðingum? „Já þegar það er þörf á því. Eins og ef þær eru með veru- lega mikla túrverki eða mikl- ar blæðingar, þá getur verið full ástæða fyrir því að stýra því með einhvers konar horm- ónameðferð eins og pillunni. Við notum pilluna mjög mikið við blæðingavandamálum.“ Líkaminn þarf að aðlagast „Getnaðarvarnir eru allar með einhverjar aukaverkanir, en samt eru flestar þannig að þær ganga yfir eftir tiltölulega stuttan tíma. Líkaminn þarf að aðlagast. Til dæmis hefur pillan mjög oft í för með sér einhverjar aukaverkanir sem oftast ganga yfir eftir kannski 2-3 mánuði. Þannig að maður segir oft við konurnar að það sé ekkert að marka fyrstu mánuðina, maður þarf að gefa pillunni tækifæri. Stundum hreinlega gengur það ekki, sumum konum líður kannski illa á pillunni og vilja skipta um getnaðarvörn. Hormóna- lykkjan hefur kannski þann ókost að maður getur búist við einhvers konar blæðinga- truflunum fyrstu mánuðina, milliblæðingar og svoleiðis, sem oftast gengur yfir eftir nokkra mánuði.“ Konur upplýstari í dag Hefurðu tekið eftir því að konur, þá sérstaklega ungar konur, séu orðnar smeykari við að byrja á pillunni vegna hormóna? „Já, mér finnst það. Mér finnst konur í dag vera upplýst- ari heldur en fyrir einhverjum árum síðan. Þær koma oft, sem betur fer, vel lesnar og búnar að kynna sér málin og velta fyrir sér þessum hormónum og svoleiðis. Sjá bæði kostina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.