Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 19
DV 1. APRÍL 2021 EYJAN 19
hefur fundist að það sé mun-
ur á því hvernig Landsréttur
tekur á því þegar mál hafa
dregist og hvernig Hæsti-
réttur hefur gert það. Það er
hins vegar tilfinning, get ekki
fullyrt um það.
Í allmörgum dómum Hæsta-
réttar hefur komið fram að
mál hafi dregist, að ákærða
sé ekki um að kenna en al-
varleiki og eðli brotsins geri
það að verkum að þetta hafi
þó ekki áhrif til refsilækk-
unar. Í einhverjum tilvikum
var kannski hluti refsingar
skilorðsbundinn með vísan í
drátt á málarekstri eða ungs
aldurs ákærða, nema hvoru
tveggja væri. Mín tilfinning
er að Landsréttur sé jafnvel
harðari en Hæstiréttur að
þessu leyti.“
Þorbjörg segir að algengt
sé að þolendur vilji fá viður-
kenningu frá geranda og að
hann taki ábyrgð. „Það er
sérkenni á þessum brotum að
gerandi er yfirleitt sakfelldur
á grundvelli sönnunargagna,
en hann játar ekki. Fyrir þol-
endur skiptir þá kannski máli
að dómurinn sé skýr og að
dæmd refsing sé ekki vægari
út af málsmeðferðartíma,“
segir hún.
Tafir bitna á gæðum
Fyrr í þessum mánuði var
greint frá því að níu konur
hefðu lagt fram kærur til
Mannréttindadómstólsins á
hendur íslenska ríkinu. Allar
höfðu konurnar áður kært
kynferðisofbeldi, heimilisof-
beldi eða kynbundna áreitni
til lögreglu en mál þeirra
voru felld niður eftir rann-
sókn lögreglu og sú ákvörðun
staðfest af ríkissaksóknara.
Þrettán kvenna- og jafnréttis-
samtök stóðu þá fyrir blaða-
mannafundi þar sem greint
var frá þessum kærum til
MDE. Kom fram að í öllum
málum hefði málshraðinn
verið allt of hægur, þau hefðu
tekið of langan tíma í rann-
sókn og það hefði komið niður
á gæðum rannsóknanna.
Daginn eftir að greint var
frá kærunum til MDE til-
kynnti Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir dómsmálaráð-
herra að hún hefði samið við
Jón Steinar Gunnlaugsson,
fyrrverandi hæstaréttar-
dómara, um aðstoð við vinnu
ráðuneytisins að styttingu
málsmeðferðartíma í refsi-
vörslukerfinu.
Þessi ákvörðun ráðherra
var gagnrýnd harðlega af
ýmsum aðilum, svo sem ung-
liðahreyfingum Samfylkingar
og Viðreisnar sem sögðu Jón
Steinar ítrekað hafa grafið
undan trúverðugleika brota-
þola kynferðisofbeldis.
Áslaug sagði að áherslan í
störfum hans fyrir ráðuneytið
ætti að vera í efnahagsbrota-
málum en það var þó ekkert
tekið fram um slíkt í samningi
ráðuneytisins við hann.
Þegar ráðherra tilkynnti
síðan að Jón Steinar hefði
óskað lausnar og Hörður Fel-
ix Harðarson hæstaréttarlög-
maður hefði tekið að sér að
sinna verkefninu hans í stað,
sagði Áslaug í færslu á Face-
book við þetta tilefni: „Ég tel
rétt að árétta að tildrögin að
þessu verkefni voru síendur-
teknar fréttir af löngum máls-
meðferðartíma efnahags-
brota…“
Í umræðu á Alþingi í liðinni
viku beindi Þorbjörg orðum
sínum til Áslaugar Örnu
þegar hún sagði: „Nýlega
fékk málsmeðferðartíminn
á sig hið pólitíska kastljós
þegar fréttir bárust af sér-
stöku verkefni af hálfu dóms-
málaráðherra um vinnu við
að rýna málsmeðferðartíma
í efnahagsbrotamálum, og
sú vinna er auðvitað af hinu
góða og ekkert við hana að
athuga. En, þessi vandi á við
um alla brotaflokka og það
eru dálítið sérstök skilaboð
að taka allt annan brotaflokk
fyrir en þann sem mest hefur
verið til umfjöllunar vegna
þessa vanda. Það er nefni-
lega enn að gerast að dómar
fyrir alvarleg kynferðisbrot
séu mildaðir á áfrýjunarstigi
vegna þess að málin hafa
dregist í kerfinu.“
Áslaug Arna mótmælti
þessu og sagði málsmeðferð
efnahagsbrota alls ekki vera
í meiri forgangi hjá ráðuneyt-
inu en málsmeðferð kynferð-
isbrota „…sem hafa verið í
skýrum forgangi allt frá 2018
með nýrri aðgerðaáætlun í
þessum málum,“ sagði hún í
pontu.
Þá sagði hún að verið væri
að ráðast bæði að rót vandans
og hala hans, til að mynda
með því að stytta boðunar-
tíma í fangelsi.
Ekki tekið á rót vandans
Þorbjörg segir að allir armar
kerfisins þurfi að hafa burði til
að vinna hratt án þess að gefa
afslátt af gæðum. „Það hefur
mikil og jákvæð vinna átt sér
stað innan kerfisins í því skyni
að bæta hér úr, til þess að mál-
in fari hraðar í gegn. Á sama
tíma er það samt staðreynd að
kynferðisbrotamálum sem lög-
regla fær til rannsóknar hefur
fjölgað mikið. Ég lít ekki svo
á að hér sé við kerfið sjálft að
sakast,“ segir hún.
Hún tekur undir með ráð-
herra að álag á kerfinu birt-
ist til að mynda í biðlistum
vegna afplánunar sem ekki
sé boðlegt. „Dæmdir menn
bíða mánuðum og stundum
heilu árin eftir að sitja dóma
af sér. Að þeim tíma liðnum
eru menn stundum komnir á
allt annan stað með sitt líf og
dómur hefur ekki lengur þann
tilgang sem til var ætlast. Og
við sjáum líka að dómar eru að
fyrnast. Það hefur þau áhrif að
menn þurfa þá ekki að afplána
dómana.
Það er þess vegna sem dóms-
málaráðherra er nú að leggja
fram tillögur um að auka sam-
félagsþjónustu sem taki til allt
að tveggja ára fangelsisdóma.
Þetta er gert til að stytta boð-
unarlista í fangelsin sem hefur
lengst svo síðustu ár að biðtími
eftir að afplánun í fangelsis-
vist hefur lengst. Við erum að
tala um biðlista í fangelsi, sem
væri dálítið fyndið ef málið
væri ekki svona alvarlegt.
Ég er hrifin af hugmyndum
um að nota samfélagsþjónustu
meira og er á því að dómarar
ættu að hafa heimild til að
dæma til samfélagsþjónustu.
En þessi hugmynd býr til
tímabundna heimild um sam-
félagsþjónustu fyrst og fremst
til að klippa aftan af allt of
löngum boðunarlista í fang-
elsi. Þessi leið er skiljanleg en
þar er ekki tekið á neinni rót
vandans, heldur bara verið að
bregðast við stöðu. Stöðu sem
mun koma aftur upp ef ekkert
annað breytist.“ n
Það eru hagsmunir sakborn-
ingsins sem eru leiðarljósið
þegar dómur er mildaður með
þessum hætti en málsbæturnar
fyrir brotaþola eru engar.
Þorbjörg
Sigríður Gunn-
laugsdóttir
þingmaður
Viðreisnar