Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 34
Stálheiðarlegur kjötréttur frá Belgíu
„Þetta er „stoofvlees“ eða í beinni
þýðingu „Eldavélakjöt .“ Þessi
réttur var fyrsti rétturinn sem ég
gerði í Soð og fór hann í loftið fyrir
rétt rúmlega fjórum árum,“ segir
Kristinn.
800 g grísavangi/nautagúllas
2 stórir laukar
1 msk. malt-edik (eða eplaedik)
Pipar & salt
2 msk. sinnep
6 geirar hvítlaukur
2 msk. timían
2 brauðsneiðar
1 líter gott kjötsoð
2 33 cl dökkur bjór
2 lárviðarlauf
Skerið laukinn gróft niður.
Flysjið hvítlaukinn, skerið smátt (því
smærra sem þú skerð hvítlaukinn
því sterkari verður hann).
Skerið kjötið í sirka 4-7 cm teninga.
Steikið kjötið á mjög háum hita, náið
góðum lit.
Setjið kjötið til hliðar.
Steikið laukinn þar til hann verður
gullinbrúnn og sveittur.
Bætið við hvítlauknum, steikið í
stutta stund.
Einn líter af soði.
Smyrja brauðið með dijon og bætið
út í soðið.
Ná upp suðu.
Timían og lárviðarlauf sett í pottinn.
Þegar suðan er komin upp þá er
bjórnum hellt út í.
Náið upp suðu aftur.
Kjöt í pottinn og edik með.
Mallað í 1-2 klukkutíma eða þangað
til að kjötið fellur í sundur.
Kjöt og lárviðarlauf veitt úr pottinum
(reynið að halda sem mestum lauk
í pottinum).
Töfrasproti notaður til að blanda
sósuna uns hún er þykk og falleg.
Kjöt sett út í aftur og hitað upp í
svona 10 mínútur á lágum hita.
Svo bara njóta með til dæmis belg-
ískum kartöflum (frönskum) eða
kartöflustöppu.
Matseðill
Kristins
Morgunmatur
Vatnsglas með hálfri kreistri sítr
ónu og espresso.
Hádegismatur
Brauðsneið með einhverjum
ostum og salat stundum, ef vel
stendur á. Ég dýrka marmite og
set það oft á ristað brauð með
smjöri.
Millimál
Ávextir
Kvöldmatur
Hvað sem er, fer eftir hvað ég hef
mikinn tíma. Á virkum dögum er
það yfirleit t grænmetisrét tur.
Við þykjumst fara til Asíu og
Ítal íu og svo er það belgíska mat
seldin, mikið af kartöflum.
34 MATUR
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is Reiður yfir kjaftæðis-
eldhúsáhöldum
Myndlistarmaðurinn Kristinn Guðmundsson hefur verið að slá í gegn í
eldhúsi matreiðsluþáttarins Soð um árabil. Hann er tilgerðarlaus og ein-
faldur í eldhúsinu, hann þarf ekki nýjustu græjurnar, aðeins góðan hníf.
Þ að er óhætt að segja að dagar Kristins séu fjölbreyttir. Hann er
myndlistarmaður, einn höf-
unda og flytjenda sviðslista-
hópsins Marmarabörn og sér
um matreiðsluþáttinn Soð
á RÚV. Svo enginn dagur er
eins, það fer einfaldlega eftir
því hvaða verkefnum hann er
að sinna. Hann reynir þó að
byrja alla daga snemma og
á göngutúr til að brjóta upp
daginn, þar sem hann vinnur
mestmegnis heima, hvort sem
það er COVID eða ekki.
Mataræðið
„Ég er alltaf tilbúinn í að
smakka. Það skiptir engu máli
hvernig það lyktar eða lítur út.
En við á heimilinu erum fisk-
ætur (e. pesceterian), aðal-
lega grænmetisætur sex daga
vikunnar og fáum okkur kjöt á
sunnudögum. Annars er þetta
mestmegnis grænmeti, rosa
mikið ávextir og brauð. Það er
mjög gott bakarí nálægt mér
og við förum þangað mjög
reglulega að kaupa brauð,“
segir Kristinn og bætir við
hvað það sé frískandi að gefa
sér tíma til að standa í röðinni
í sólskininu, horfa yfir síkið
og fara heim með gott brauð.
Hann segir að það sé allt of
algengt þessa dagana að fólk
gefi sér ekki tíma í svona lagað
en það sé nauðsynlegt.
Verður heitt í hamsi
Þegar kemur að því að nefna
eldhúsáhald sem honum þykir
nauðsynlegt í hvert eldhús,
nefnir Kristinn góðan hníf.
„Góður hnífur sem er góður
fyrir þig er mitt uppáhalds-
tól. Það gerir allt lífið miklu
betra. Hann þarf ekki að vera
dýr, hann þarf að vera góður.
Eiga einn lítinn og einn kokka-
hníf. Það er nóg, það þarf
ekkert meira. Ég sker meira
að segja brauðið mitt með
kokkahnífnum mínum. Ég
þarf ekkert að eiga fjörutíu
hnífa,“ segir hann.
Það er Kristni mikið hita-
mál að nefna áhöld sem eru
gjörsamlega gagnslaus að
hans mati. „Ég verð reiður
og ég er ekki að djóka, ég er
mjög „stabíll“ náungi en verð
mjög reiður þegar ég sé svona
kjaftæðiseldhúsáhöld, eins
og til dæmis plasthólk til að
sjóða egg, ég sá það á netinu
um daginn. Og avókadóhníf
og allt svona. Ég verð alveg
brjálaður þegar ég sé svona
kjaftæði,“ segir hann, en
viðurkennir að sig langi í eina
græju, hrísgrjónapott.
Gerðu pítsaofn úr jörðinni
Aðspurður hvort hann eigi sér
uppáhaldsmáltíð segist Krist-
inn horfa til upplifunarinnar
frekar en þess sem er á diskn-
um. Hvar hann er og með
hverjum skiptir meira máli en
hvað er í matinn. Hann rifjar
upp skemmtilega matarminn-
ingu þegar hann var í útilegu
á Ítalíu með kærustu sinni og
vinafólki.
„Við vorum á tjaldsvæði og
það byrjaði að rigna. Vinur
minn er skúlptúrgerðarmað-
ur og vinnur mikið með leir.
Við föttuðum að jörðin varð
bara að leir þegar það rigndi.
Við bjuggum til pítsaofn úr
leirnum og elduðum pítsur
og lasagna í honum. Það er
held ég mín uppáhaldsminn-
ing af mat. Þó þessar pítsur
hafi kannski verið smá hráar
á einum stað og brenndar á
öðrum, þá gerði allt þetta ves-
en í kringum máltíðina hana
svo miklu betri. Ég held að
vesen sé svolítið einkunnar-
orð mitt í eldhúsinu. Því við
njótum svo mikilla forrétt-
inda, við þurfum ekkert að
leita að mat. Förum bara út
í búð eða pöntum mat heim,
en þessi gamla tilfinning að
hafa virkilega unnið fyrir
matnum er ekki. Maður er
orðinn rosalega svangur því
maður byggði sér helvítis
pítsaofn til að borða, svo fær
maður loksins pítsuna og hún
er þá svo ótrúlega góð. Það er
uppáhaldsmaturinn minn.“ n
1. APRÍL 2021 DV
Það er hægt að nálgast fullt af þáttum af Soð og uppskriftum á Soð.is. Þú getur einnig fylgst með ævin-
týrum Kristins á Instagram @kristinnsod og á YouTube-síðunni Soð. MYNDIR/AÐSENDAR
Ég er alltaf
tilbúinn í að
smakka.