Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 6
Árni og Igor komu hingað til lands árið 2014 frá Rússlandi og hafa því búið hér í nær fjögur ár. Þeir stunduðu báðir um tíma nám við Háskóla Íslands en námið var þó yfirvarp því í raun komu þeir hingað til að bjarga sjálfum sér. Þar sem Árni er langskólagenginn langaði hann ekki til að læra meira. Hann gat ekki lengur verið skráður sem námsmaður og þeir ákváðu því að leita til Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur til að leita lausna á því. Þar var þeim ráðlagt að sækja um hæli hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. hins vegar úrskurðað að þessi rússneska löggjöf mismuni fólki og ýti undir andúð á samkynhneigðum. Árni: „Ég starfaði um tíma hjá samtökum fyrir homma og var einu sinni handtekinn fyrir þá vinnu. Lögreglan leyfir ekki fleiri en þremur samkynhneigðum einstaklingum að vera saman í félagi af ótta við að þeir skipuleggi kröfugöngu. Það er ekki skrifað í lög en þetta er óopinber regla sem rússneska lögreglan fer eftir.“ Árni heldur áfram að lýsa þeim fordómum sem hann hefur upplifað, en þeir leynast meðal annars í heilbrigðiskerfinu og á húsnæðismarkaði. Árni: „Ég þurfti eitt sinn að leita til læknis í Rússlandi. Hún spurði hvort ég væri hommi og sagði að ef hún hefði vitað það fyrirfram hefði hún neitað mér um þjónustu. Ég og minn fyrrverandi leigðum líka herbergi hjá gamalli konu í timburhúsi. Einn daginn stóð fólk fyrir utan gluggann og kallaði til okkar að við værum hommar. Þau ætluðu að kveikja í húsinu. Ég hringdi á lögregluna sem sagðist mundu koma ef lík fyndust á svæðinu. Við földum okkur undir rúmi, líka gamla konan, grátandi af hræðslu. Sem betur fór komu nágrannar okkur til bjargar.“ Igor: „Ástæðan fyrir því var samt sú að nágrannarnir vildu ekki að eldurinn bærist yfir í þeirra hús.“ Árni: „Gamla konan rak okkur þá á dyr þar sem hún vildi lifa en ekki við morðhótanir eða hættu á lífláti.“ Gat ekki talað í mánuð Árni: „Ég var einu sinni að labba þegar menn komu til mín og spurðu hvort ég væri hommi. Ég játaði eins og asni og fékk þá högg á kjammann. Ég lenti kjálkabrotinn á sjúkrahúsi eftir árásina og gat ekki talað í mánuð.“ Igor: „Það hjálpaði þér þó að ná enskunni.“ Þeir hlæja og Árni útskýrir að hann hafi verið að læra ensku á þessum tíma og átt að fara í próf. Þegar hann mætti sagði kennarinn að prófið væri munnlegt og það yrði erfitt fyrir Árna að taka það þar sem hann gæti illa talað. Árni: „Ég benti á augun í mér og spurði muldrandi hvort ég gæti ekki náð áfanganum því ég væri með svo falleg og biðjandi augu. Kennarinn hló og skráði að ég hefði náð prófinu.“ Með dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum til ársins 2019 Árni: „Það er vandamál fyrir mig að vera ekki með ferðaskilríki. Ég breytti um nafn fljótlega eftir að ég kom til Íslands, því mig langaði frekar að heita íslensku nafni. Ég vildi gera það úti í Rússlandi en það var ekki hægt. Til þess að fá ný ferðaskilríki segir íslenska kerfið að ég þurfi að fara aftur til Úkraínu, eða til Finnlands því þar er úkraínskt sendiráð, og sækja um ferðaskilríki þar. En vandamálið er að úti heiti ég enn gamla nafninu en hér heima er ég Árni. Það er því ekki víst að ég kæmist aftur til Íslands.“ Ef Árni og Igor fá ekki endurnýjað leyfi hér á landi verður Árni sendur til Úkraínu og Igor til Rússlands. Igor: „Ég má ekki fara til Úkraínu, ég er með stimpil í vegabréfinu sem bannar það. Líklegast mætti Árni heldur ekki fara frá Úkraínu til Rússlands. Þótt það sé ekki opinbert þá er stríð á milli landanna. Það yrði því mjög erfitt fyrir okkar samband ef okkur yrði vísað úr landi.“ Þá langar báða að búa á Íslandi til frambúðar. Árni: „Ég væri til í að fara til Rússlands en bara í heimsókn.“ Igor: „Ég væri til í að fara þangað til að kaupa bækur. Ég les mjög mikið og það er dýrt fyrir ömmu að senda mér alltaf bækur frá Rússlandi. Við erum bjartsýnir á að geta endurnýjað dvalarleyfið og stefnum á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt í komandi framtíð.“ Árni: „Mig langaði ekki að leita hingað sem hælisleitandi því mér fannst það skammarlegt. Ég vildi ekki þiggja pening frá ríkinu eða aðstoð með húsnæði. Ég vil gera allt sjálfur.“ Igor: „Í bænum þar sem ég bjó gat ég ekki verið opinberlega hommi. Ég vissi af einum strák sem gerði það og hann var drepinn. Hérna gleymum við því oft að við erum samkynhneigðir. Við erum bara venjulegt fólk. Við völdum Ísland því okkur langaði að gifta okkur. Okkur langaði líka báða til að læra íslensku en við höfðum heyrt að íslenska væri með flóknustu tungumálum í heiminum. Þegar við lentum á Keflavíkurflugvelli vorum við spurðir af starfsmanni af hverju við værum að koma hingað og við svöruðum að við ætluðum að gifta okkur. Hann tók þá í höndina á okkur, óskaði okkur til hamingju og sagði að hér væri gott að búa sem hommi.“ Árni er ættaður frá Úkraínu en hefur ekki búið þar í 11 ár. Hann vann sem háskólakennari í Rússlandi og er með doktorsgráðu í líffræði og vistfræði. Árni: „Ég missti vinnuna mína sem háskólakennari vegna þess að ég er hommi. Ég gat ekki lengur séð fyrir mér og sá því enga aðra leið en að yfirgefa Rússland.” Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Árni lenti í því að vera sagt upp störfum vegna kynhneigðar sinnar. Opinberlega var þó ekki viðurkennt að það væri ástæða uppsagnarinnar. Sú var þó raunin. Árið 1993 var samkynhneigð afglæpavædd í Rússlandi en þrátt fyrir það eru fordómar þar enn mjög miklir og ofsóknir gegn hópnum ríkjandi. Árið 2013 tóku gildi lög sem sekta þá sem sagðir eru standa að áróðri fyrir samkynhneigð og er tilgangurinn með lögunum að vernda börn fyrir því sem talin eru óhefðbundin fjölskyldugildi. Með því er reynt að koma í veg fyrir að samkynhneigð verði að félagslegu normi, því það er sagt grafa undan hefðbundnum fjölskyldugildum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.