Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 46
Drag-Súgur verður til Skömmu áður en Draggkeppni Íslands 2015 fór fram stofnaði Ólafur Helgi Móberg, einnig þekktur sem dragdrottningin Starina, Facebook- hóp sem kallaðist Hommaspjallið. Þar kom upp umræða um skort á hinsegin viðburðum, sem varð til þess að skipulagðir voru hittingar á kaffihúsum þar sem yngri og eldri meðlimir senunnar gætu komið saman, tengst og deilt upplýsingum. Þar komst Sigurður í kynni við virka meðlimi hinsegin samfélagsins. Hann sjálfur, Hafsteinn Himinljómi Regínuson og Þórhallur Hafþórsson ákváðu að láta slag standa og halda eigin dragviðburð í nóvember það sama ár undir heitinu Drag-Súgur. Þeir smöluðu saman um tíu manns til þess að taka þátt í sýningunni og fengu sjálfan Pál Óskar til þess að leggja hönd á plóg. „Við vissum ekkert hvert þetta myndi fara, við vildum bjóða alla velkomna og auglýsa eins vel og við gætum en á sama tíma einbeita okkur líka að hinsegin senunni og dragsýningunni sem hinsegin viðburði. Þetta sprakk svo alveg út og varð að mánaðarlegum viðburði sem er enn í gangi í dag,“ segir Sigurður. Í fyrstu var talsvert um lifandi tónlist og andi kabarettsins sveif yfir vötnum en smám saman þróaðist Drag-Súgur í að vera nær eingöngu dragsýning. Gríðarmargir hafa áhuga á að taka þátt og koma fram, sem varð til þess að sett var á laggirnar önnur mánaðarleg sýning, svokallað Drag-Lab, þar sem aðgangur er ókeypis og tilraunastarfsemi í hávegum höfð. „Þar er fólk að þjálfa sig í að koma fram, prufa eitthvað nýtt og sumir eru að koma fram í algjörlega fyrsta skipti. Þetta er magnað,“ segir Sigurður. Hann segir gæðastaðalinn hafa hækkað stöðugt og sífellt meiri metnaður sé lagður í sýningar Drag-Súgs en hópurinn hefur komið fram við ýmis tækifæri auk reglubundinna sýninga, m.a. á afar veglegum sýningum á Hinsegin dögum: „Mér finnst gæðastaðallinn í íslensku skemmtanalífi almennt vera mjög hár, fólk veit hvað það vill og veit hvað það er að borga fyrir. Það vill gæðaskemmtun og það er það sem við gerum.“ Í kjölfar vinsælda Drag-Súgs hafa fleiri reglulegir dragviðburðir bæst við hinsegin skemmtanalíf Reykjavíkur: Lip-Sync Karaoke er haldið vikulega, fólk horfir saman á RuPaul‘s Drag Race og reglulega kemur erlent draglistafólk fram á skemmtistöðum borgarinnar. Opnara samfélag endurspeglast í dragsenunni Sigurður segir vinsældir drags ná út fyrir hinsegin senuna og rúmlega það. „Mér finnst að síðan 2014–15 hafi meginstraumurinn farið að sýna dragi meiri athygli. Við reiknuðum með að áhorfendahópurinn okkar í Drag-Súgi yrði bara frekar lítill hópur af hinsegin fólki en svo var strax allt troðfullt af öðru fólki, sérstaklega gagnkynhneigðum konum sem höfðu mikinn áhuga á dragi og sáu dragsýninguna fyrst og fremst sem góða skemmtun. Það var ekki fyrr en um ári seinna, þegar Drag- Súgur hafði fest sig í sessi, sem hinsegin samfélagið fór að verða áberandi í áhorfendahópnum líka.“ Að sögn Sigurðar hefur sífellt yngra fólk einnig áhuga á dragi, sérstaklega í gegnum samfélagsmiðlana, en þetta telur hann Dragdrottning að norðan kemur til Reykjavíkur Sigurður Heimir Starr Guðjónsson er áberandi í íslensku dragsenunni í dag sem dragdrottningin Gógó Starr. Hann er tuttugu og fjögurra ára gamall og kemur frá Akureyri, þar sem hann stofnaði ásamt fleirum Dragkeppni Norðurlands árið 2011. „Þetta byrjaði í rauninni sem „flipp“ í vinahópnum en síðan bara mættu áhorfendur þannig að við ákváðum að gera þetta árlega og búa til alvöru skemmtun,“ útskýrir Sigurður. Hann byrjaði af fullri alvöru í dragi eftir þetta, vann Dragkeppni Norðurlands árið 2013 og flutti til Reykjavíkur ári síðar. „Ég hafði stórborgardrauma um Reykjavík, fjölskyldan fór sjaldan suður og ég þekkti mjög fáa,“ segir hann. „Ég var viss um að hér væri allt í gangi, allt menningarlífið og öll hinseginsenan, hellingur af dragi og hér gæti ég komið fram og fundið minn stað. Þegar ég kom suður áttaði ég mig á að þetta var ekki raunin, það var ekki raunveruleg dragsena til staðar. Það var vissulega Draggkeppni Íslands einu sinni á ári en lítið var í gangi í hinsegin lífinu árið um kring og aðeins einn hinsegin skemmtistaður – regnbogaskreyttur en að öðru leyti bara venjulegur dansstaður.“ Þegar Sigurður hafði komið sér fyrir einsetti hann sér að vinna Draggkeppni Íslands og nýta titilinn til þess að hrista upp í hinseginsenu borgarinnar. Það gekk eftir og Gógó Starr varð Draggdrottning Íslands árið 2015. Keppnin hefur ekki verið haldin síðan og Sigurður heldur því enn titlinum. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.