Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 37

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 37
Percy B. Stefánsson 13. september 1947 – 14. apríl 2018 LJÚFLINGUR KVADDUR Dauðinn veldur oftar en ekki harmi, en hugsunin um hinn látna getur jafnframt vakið hlýju, gleði og einnig bros. Þannig líður mér er ég hugsa um Percy. Samskipti okkar voru fremur tilviljanakennd í upphafi en byggð á trausti. Mannréttindabarátta snýst um réttinn til lífsins, á þeirri hillu var Percy. Hann tók þátt í mannréttindabaráttu Samtakanna ‘78, sat í stjórn í nokkur ár og lagði sitt af mörkum. Gegndi starfi forstöðumanns Byggingarsjóðs verkamanna í 18 ár, taldi að sérhver manneskja ætti rétt á öruggu húsnæði. Þann 27. júní 1996 öðluðust hjúskaparlög fyrir samkynhneigða gildi, Percy og sambýlismaður hans voru meðal þeirra fjögurra para sem gengu í staðfesta sambúð þann dag. Percy var einn af stofnfélögum Alnæmissamtakanna – nú HIV-Ísland – árið 1988 og í og með störfum mínum fyrir Alnæmissamtökin lágu leiðir okkar saman á skipulagðari og einbeittari hátt en áður. Á vegum Alnæmissamtakanna hafði farið fram fræðslustarf í grunnskólum, en ekki verið bolmagn til að fara um landið allt. Veturinn 2001–02 var unnið að útfærslu hugmynda og leitað hófanna að fjárhagsstuðningi. Landlæknisembættið brást vel við sem og Hjálparstarf kirkjunnar sem lét hluta af páskasöfnun sinni renna til þessa fræðsluverkefnis. Verkefnið fól í sér að rætt yrði við níundu og tíundu bekkinga, þannig að unnt yrði að fara í alla grunnskóla annað hvert ár. Þá var að hefjast handa við skipulagningu og leita einstaklinga sem væru hæfir og reiðubúnir til verksins. Allt lá fyrir við fyrsta útkall 21. október 2002 – Norðurland eystra, Austurland, Vestfirðir – búið að ræða við skólastjórnendur – tímasetningar á hreinu – dótið allt tilbúið í réttri röð – gistingar klárar – einungis veðrið sem gæti sett strik í reikninginn! Percy tók Norðurland eystra, byrjaði á Vopnafirði, lenti í blindbyl og keyrði út af, sagði mér frá því seinna – þannig að ég færi nú ekki í pat! En allt hafðist og í lok ferðar hafði hann lagt að baki 26 grunnskóla, með um 770 nemendum, sums staðar mættu 8. bekkingar einnig, skólastjórnendur réðu slíku, fjöldinn var afar misjafn eftir stöðum, frá þremur upp í 125. Við vorum stundum spurð hvort ekki væri einfaldara að fara bara í fjölmennustu skólana. Okkar leiðarljós var að hver og einn nemandi skipti máli og ætti rétt á fræðslu. Þeirra væri framtíðin, vonandi hvers og eins. Percy fór í fleiri skóla þennan vetur, en verkefninu lauk 22. maí 2003 í Ölduselsskóla. Í ársbyrjun 2005 var Percy aftur reiðubúinn til fræðslu, en vegna verkfalls grunnskólakennara haustið 2004 var ekki unnt að hefjast handa fyrr en eftir áramót. Veturinn 2006–07 var enn haldið af stað og Percy með að vanda. Það var afar gott og gefandi að vinna með Percy, heilindin algjör, húmorinn á sínum stað og þessi blíðu augu. En við vitum að á stundum getur reynst erfitt að vera trúr eigin sjálfi, standa á sínu, horfa í spegilinn, kinka kolli, jafnvel skutla fingurkossi. Svartnætti geta komið upp, það er eðlilegt, ekki síst segi samfélagið – svei þér! Þá er nauðsynlegt að eiga góða að. Percy átti góða að og það var gott að eiga Percy að. Birna Þórðardóttir (1955–2003). Helgi var opinn og víðsýnn og elskaði að hafa fólk og líf í kringum sig. Það var ekki síst Helga að þakka að heimili þeirra varð fljótlega sambland af fræðasetri og félagsmiðstöð og svo skemmtistað um helgar. Guðni var vel gefinn; þekking og rökhugsun voru honum kærari en að taka tilfinningalega afstöðu. Þegar á móti blés stóð hann fastur fyrir og lét ekki rugga bátnum. Guðni lék á als oddi í góðra vina hópi, fyndinn og klár, en í fjölmenni fann hann sig síður. Þegar Samtökunum óx fiskur um hrygg og fjölgaði í félaginu veittist Guðna erfitt að mynda tengsl við nýju félagsmennina og breyttar áherslur í félagsstarfinu og baráttunni. Guðni var óþreytandi að skrifa fræðandi greinar í blöð og brást við þegar samkynhneigðir voru beittir misrétti eða ofbeldi. Hann hikaði ekki við að standa fyrir málstaðnum undir nafni og með mynd sem var engan veginn sjálfsagt á þessum árum. Hvernig ástandið var sést til dæmis á því að í byrjun árs 1983 var Guðna (ásamt öðrum samkynhneigðum) meinaður aðgangur að skemmtistaðnum Óðali við Austurvöll. Guðni var beittur ofbeldi af dyravörðum staðarins og hann kærði þá til lögreglu. Sú kæra var nýjung þótt árangurinn hafi verið rýr sem vænta mátti eins og staða samkynhneigðra var á þeim tíma. Guðni var hugaður baráttumaður. Hann var ekki bara formaður Samtakanna ‘78 frá stofnun til 1985 heldur starfaði hann ótrauður eftir það að réttindabaráttu í nefndum á vegum Alþingis og var næstum þrjá áratugi í stjórn HIV-Íslands. Nú þegar við minnumst Guðna Baldurssonar er okkur efst í huga að þakka fyrir allt hans mikla og óeigingjarna starf. Eftir situr minningin um góðan dreng og félaga. Böðvar Björnsson 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.