Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 53

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 53
Sólveig Rós er tvíkynhneigð kona og Alexander Björn er gagnkynhneigður trans maður. Þau eru búin að vera saman í tvö ár og ætla að gifta sig í sumar. Þau búa saman í lítilli notalegri íbúð á Stúdentagörðunum. Sólveig er fræðslustýra Samtakanna ‘78 og Alexander er að læra félagsráðgjöf. Þau urðu foreldrar í júlí 2017 þegar þau eignuðust saman dótturina Ylfu Líf. Í upphafi Sólveig og Alexander kynntust í eftirpartýi eftir aðalfund Samtakanna ‘78. Sólveig komst að því í partýinu að Alexander hafði aldrei séð bíómyndina Með allt á hreinu, svo að þau hittust stuttu seinna til að horfa á hana. Því má þakka Stuðmönnum, eða áhugaleysi um þá, fyrir sambandið. Þau höfðu bæði verið í samböndum þar sem barneignir voru ekki í boði svo að þau ræddu mjög snemma í sambandinu áhuga sinn á barneignum og fóru fljótt að huga að þeim. S: Við gátum ekki farið að huga að barneignum þegar við vorum ekki einu sinni búin að vera saman í mánuð. Svo þegar mánuður var liðinn var sú afsökun farin og þá þýddi ekkert annað en fara að ræða barneignir af alvöru. Þau voru nýbyrjuð saman þegar þau fóru af stað í ferlið, bjuggu ekki saman og áttu ekki krónu. Þetta getur verið rándýrt ferli og tekið mikið á fólk en þau voru heppin, það þurfti ekki margar tilraunir áður en Ylfa varð til. Þegar þau hófu ferlið voru þau bæði með eggjastokka og leg svo að þau fengu gjafasæði til að hjálpa þeim að búa barnið til. Þau leituðu aðstoðar IVF og voru mjög ánægð með þjónustuna sem þau fengu þar. Sólveig Rós gekk með barnið og þau notuðu hennar eggfrumur. Eggin hans Alex Þarna var möguleiki á að nota eggfrumur Alexanders. Í kynleiðréttingarferlinu er spurt hvort trans menn vilji láta frysta eggin sín til að eiga möguleika á að nota þau seinna. Þeir þurfa svo sjálfir að ganga eftir því að það sé gert en það er mjög stutt síðan þetta varð möguleiki á Íslandi. Alexander er ekki lengur með eggjastokka en á þessum tíma var hann með virkar eggfrumur. Sólveig vildi nota þær en hann hafði engan áhuga á því. S: Mér fannst leiðinlegt að hans frábæru genetísku eiginleikar færu ekki áfram til barnanna okkar því að þetta yrði ekki í boði að eilífu. Um leið og hann hélt áfram í kynleiðréttingarferlinu hætti það að vera möguleiki. A: Ég hefði þurft að hætta hormónameðferð sem ég var byrjaður á og bíða eftir að hormónastarfsemin sem ég er fæddur með færi í gang aftur. Svo hefðum við þurft að fara til Svíþjóðar til að láta taka og frysta eggfrumurnar. Ég var búinn að ákveða fyrir löngu síðan að ég hefði enga þörf fyrir að barnið mitt væri genetískt tengt mér, það yrði alltaf barnið mitt. S: Það er til hreyfing trans manna erlendis sem ganga með börn sín og finna ekki þörf fyrir að taka hormóna eða taka sér pásu í ferlinu. Það er í raun mjög áhugavert af því að samfélagið sér þetta sem það kvenlegasta sem þú getur gert, en þetta eru karlmenn sem ögra og ýta á þann þægindaramma. A: Mig langaði ekki að ganga með barn, jafnvel áður en ég var búinn að átta mig á því að ég væri trans, en mig langaði að eiga barn. S: Mig hefur alltaf langað til að ganga með börn. Ég á fullt af yngri systkinum, passaði börn lengi og hef unnið á leikskólum. Ég hef alltaf dýrkað börn. A: Ég hef ekki verið tilbúinn fyrr en nýlega til að ala upp barn en ég hef alltaf ætlað að eignast börn. Hinsegin að innan Sólveig og Alexander eru í svolítið sérstakri stöðu þar sem þau eru hinsegin fjölskylda en líta ekki út fyrir að vera það. Þau falla fullkomlega inn í gagnkynheigða sís boxið á pappírum og í útliti. Ylfa var til dæmis feðruð beint í Þjóðskrá og tengd föður sínum í Íslendingabók en ef hún hefði fæðst fyrir nafnbreytingu og kynskrárbreytingu Alexanders hefðu þau þurft að skrá hana sérstaklega og feðra hana eins og konur í samkynja samböndum þurfa enn að gera. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.