Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 56

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 56
56 voru þau viss um að þetta ætti að vera öfugt og við fengum öðruvísi meðhöndlun í kerfinu en aðrir. Ef við hefðum verið að breyta skráningu í hina áttina, það er að segja að hún fengi 100% forsjá, hefðum við ekki séð þau meir. Við hefðum fengið stimpla á blað og labbað út en af því að við vildum forsjá varð þetta meiriháttar ferli. Á: Það þurfti að fara fram mat og umsögn frá sálfræðingi um það hvort þetta væri barninu fyrir bestu. Sálfræðingurinn spurði hins vegar einungis um ástæður okkar fyrir barneignum en ekki um líðan og velferð barnsins. Í skýrslunni okkar stóð hins vegar að það væri grunur um eitthvað ólöglegt (staðgöngumæðrun) svo að kannski var þetta það mildasta sem þau gátu gert. S: Það er samt verið að koma öðruvísi fram við okkur en aðra. Sami aðili hringdi bæði í ljósmóðurina okkar og heimahjúkrunarfræðinginn til að reyna að fá þær til að segja orðið staðgöngumóðir sem hefði orðið til þess að við lentum í vandræðum. Þetta varð til þess að Ágúst og Sæþór gátu hvorki fengið heilsutryggingu né vegabréf fyrir Daníel til að byrja með. Það hefði skapað vandræði ef eitthvað hefði komið upp á en það gerðist sem betur fer ekki. S: Okkur langaði til að fara með hann út til foreldra minna en gátum hvorki gert plön né sótt um ríkisborgararétt fyrir hann til að byrja með. S: Þetta er augljóst þegar um 100% staðgöngumæðrun er að ræða. Maður fer til læknis, það eru notuð egg frá annarri konu, staðgöngumóðurinni er borgað fyrir og það er mikil gagnaslóð. Svo eru dæmi um konu sem verður ólétt eftir mann, kynnist öðrum manni og ákveður að ala upp barnið með honum með samþykki allra. Það er í raun eins og við erum að gera. En hvar er línan? Hvenær verður þetta staðgöngumæðrun? Þegar það er læknir sem býr til barnið? Er það þegar þú notar egg úr annarri konu eða þegar henni er greitt fyrir? Eða er það af því að í þessu dæmi eru við tveir karlmenn? Hvað með samkynhneigða vini sem eignast börn saman? Á: Það er svo sem dómstóla að ákveða það. Við vildum reyndar flytja út til Ástralíu til að vera nær Lauren en það er erfitt að komast inn í landið. Daníel Valur fengi ríkisborgararétt en ekki við. Lauren er skráð móðir Daníels á pappírum þó að Sæþór og Ágúst séu með forræði og þeir ráðfæra sig við hana. Þau hafa samband, hún fylgist með drengnum og þó að hann kalli hana mömmu er hún eins og frænka hans. Lauren þurfti að gefa umsögn til að Sæþór fengi forsjá yfir Daníel. Sæþór er ekki búinn að ættleiða Daníel Val en er með sameiginlegt forræði yfir honum. Ættleiðing var einfaldlega meira vesen og þeir sáu ekki ástæðu til þess. S: Við erum að reyna að kaupa lóð nálægt Lauren svo við getum byggt hús fyrir Daníel Val í framtíðinni og átt stað til að búa á nálægt henni þegar við erum í heimsókn. Fleiri fósturbörn Þegar Daníel Valur var tveggja ára fengu Ágúst og Sæþór símtal frá Barnaverndarstofu og þeim var boðið að taka í fóstur 17 ára strák sem hefur núna búið hjá þeim í tvö ár. Hann fékk framlengingu í fósturkerfinu til tvítugs og kaus sjálfur að vera áfram hjá þeim. Barnavernd er með forsjá yfir honum en Sæþór og Ágúst eru umönnunaraðilar. Þeir sáu fyrir sér að geta stutt hann og komið honum inn í fullorðinsárin en þetta er oft viðkvæmur tími hjá fósturbörnum sem eiga það á hættu að þurfa að standa á eigin fótum við 18 ára aldur þegar þau detta út úr fósturkerfinu. Á: Hann er sjálfstæður og fullorðinn og þarf miklu minna á okkur að halda en áður. Það var erfitt áður en hann var 18 ára því að ég hafði stöðugar áhyggjur af honum en átti erfitt með að skipta mér mikið af honum. Ég var alltaf á tánum og að hringja í hann. Svo jafnaði það sig, hann róaðist inn í aðstæður, varð 18 ára og þar með sjálfstæður. Við erum ekki að reyna að stjórna honum lengur. S: Við prófuðum að gera meira með honum fyrst þegar hann kom, reyndum að kenna honum að elda og svona. Okkur langaði að vera meira eins og pabbar hans en hann vildi það ekki. Það var orðið of seint fyrir það, hann var orðinn fullorðinn. Á: Hann hefur alltaf verið mjög góður, vinalegur og fínn að öllu leyti. Við erum að reyna að hjálpa honum að verða fullorðinn, búnir að kenna honum að þvo sinn eiginn þvott og svona. Ég sagði honum þegar hann varð 18 ára að ég myndi ekki gera það lengur. Það er ábyrgt að kenna honum að sjá um sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.