Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 60

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 60
HINSEGIN HETJUR Í POPP- HEIMUM Sigurður Þorri Gunnarsson tók saman og Hrannar Atli Hauksson myndskreytti Tónlist er mögnuð. Hún getur kætt okkur, róað okkur, gert okkur sorgmædd, glætt okkur lífi, styrkt okkur og svo framvegis. Hún er líka áhrifaríkt baráttutól til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað og koma boðskap á framfæri. Hinsegin samfélagið hefur í gegnum tíðina átt sér sterka fulltrúa á tónlistarsviðinu sem hafa þrátt fyrir fordóma og mótlæti slegið í gegn á heimsvísu, eins og þá Freddie Mercury og Elton John. Það hefur einnig átt sína baráttu- og gleðisöngva sem ýmist hafa verið samdir sérstaklega með samfélagið í huga eða lögin einfaldlega notuð í baráttunni eins og lag Gloriu Gaynor „I will survive“. Það væri hægt að skrifa heilt blað um popptónlist og hinsegin baráttuna enda er af nægu að taka og lögin sem hægt væri að skrifa um ótal mörg. Hér verður hins vegar saga nokkurra einstaklinga sögð; einstaklinga sem eru kannski ekki eins þekktir í dag og þeir ættu að vera en settu sitt mark á popptónlist tuttugustu aldarinnar þrátt fyrir mótlæti. Sagan af Labi Siffre, „It Must Be Love“ og „(Something Inside) So Strong“ Árið er 1964, landið er Bretland. Það er júlí og hinn 19 ára gamli Labi Siffre er í þann mund að kynnast manninum sínum John Carver Lloyd. Þetta ástarsamband hófst á árum þegar samkynhneigð var ólögleg í Bretlandi og varði allt þar til Carver Lloyd lést árið 2013. Þá var samkynhneigð ekki lengur ólögleg og samkynhneigðir gátu meðal annars staðfest samvist sína en þeir voru með þeim fyrstu til þess að láta gera það þegar staðfest samvist var lögleidd í Bretlandi árið 2005. Af hverju er þessi ástarsaga merkileg? Jú, vegna þess að Labi Siffre er einn merkasti mannréttindafrömuður tuttugustu aldarinnar þótt þú hafir mögulega aldrei heyrt á hann minnst áður. Hann er dökkur á hörund og hefur varið ævi sinni í að berjast gegn kynþáttafordómum og fyrir jöfnum réttindum samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Hann hefur brotið niður múra, sagt og gert hluti sem aðrir óttuðust að gera. Siffre samdi og gaf út tónlist á árum þegar það var nánast ógjörningur að vera opinberlega samkynhneigður og svartir voru beittir miklu misrétti. Það má því færa fyrir því rök að frægðarsól hans hefði skinið mun skærar hefði hann hvorki verið svartur né opinberlega samkynhneigður. Hans þekktasta lag, „It must be love“, kom út árið 1971 en flestir þekkja lagið í flutningi bresku ska-sveitarinnar Madness sem gaf lagið út árið 1981. Upprunaleg útgafa Siffre, sem komst í 14. sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út, er einkar falleg og það má vel halla aftur augunum og hugsa til þess að textann hafi hann samið til mannsins síns sem hann elskaði alla tíð. It must be love er því, þótt fæstir vita af því, hinsegin ástarlag. Árið 1989 gaf Siffre út lagið „(Something inside) So Strong“ þar sem hann segir grímulaust frá því misrétti sem hann hefur verið beittur sem svartur samkynhneigður maður í gegnum tíðina. Fyrstu línur lagsins eru einkar áhrifamiklar: „the higher you build your barriers the taller I become“. Siffre sagði í viðtali við BBC árið 2014 að það hefði runnið upp fyrir honum eftir að hann skrifaði þessar línur á blað að hann væri að semja lag um sjálfan sig. „Frá því að ég uppgötvaði að ég væri samkynhneigður í kringum fjögurra ára aldurinn, löngu áður en ég átti eftir að heyra orðin hómófóbía eða samkynhneigð, hef ég upplifað hatrið frá samfélaginu þar sem mér var sagt að ég væri vondur ógeðslegur pervert, vegna þess að ég væri svartur og samkynhneigður,“ sagði Siffre. Þegar hann var spurður út í stöðuna í dag sagðist hann hafa komist að því að mannréttindi og góðir hlutir væru eins og kastljós: þeir færðust til. „Góðir hlutir gerast, færast svo til, og slæmir hlutir koma í þeirra stað. Frá mínum bæjardyrum séð er aðeins of snemmt að halda því fram að allt hafi breyst. Það er of seint að strjúka burt það sem sumir mundu kalla biturð en ég mundi kalla réttláta tilfinningasemi. Örið sem mun aldrei hverfa. Mér mun aldrei, sem samkynhneigðum manni og svörtum manni, líða vel í heimalandi mínu. Mér líður betur. Ég gifti mig og það er frábært.“ „You Make Me Feel (Mighty Real)“ og Sylvester, drottning diskósins Hinum megin við Atlantshafið var annar svartur samkynhneigður maður á svipuðum aldri sem hafði einnig mikil áhrif á mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Sylvester James Jr. var fæddur árið 1947 í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sylvester hafði unun af að syngja og söng með gospelkór í kirkjunni sinni. Hann var aðeins 13 ára gamall þegar hann lenti á götunni eftir að hafa verið rekinn af heimili sínu og úr kirkjunni vegna þess að upp komst að hann væri samkynhneigður. Unglingsár hans voru ævintýri líkust en hann fann sér skjól meðal homma, dragdrottninga, klæðskiptinga og trans fólks í Los Angeles. Hann var 22 ára þegar hann flutti til fyrirheitna landsins, San Francisco, og hjólin fóru að snúast fyrir alvöru hvað varðar tónlistarferil hans. Sylvester átti eftir að túra um með dragdottningum og taka þátt í nokkrum hljómsveitum áður en hann skrifaði undir plötusamning árið 1977 og gaf út sína fyrstu sólóplötu. Ári síðar sprakk hann svo út sem ódauðleg diskódrottning þegar platan Step II kom út en hún innihélt meðal annars diskósmellinn „You Make Me Feel (Mighty Real)“. Auk þess að vera opinberlega samkynhneigður ögraði Sylvester hvers kyns hugmyndum um kyn og kyngervi. Hann var því á einhvern hátt kynsegin löngu áður en það hugtak varð til. Joshua Gamson, sem ritaði ævisögu Sylvester, sagði að þegar hann tók viðtöl við samferðamenn hans hefðu þeir ýmist 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.