Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 36
Tómas Magnús Tómasson 23. maí 1954 – 23. janúar 2018 Í MINNINGU TOMMA TOMM EÐA HOMMA HOMM Guðni Baldursson 4. mars 1950 – 8. júlí 2017 BJARTASTA HERBERGIÐ Í BÆNUM Guðni var fyrsti formaður Samtakanna, vann ötullega fyrir þau og opnaði heimili sitt fyrir félögum svo það var stundum eins og félagsheimili. Hann var vel lesinn og fróðleiksfús og fylgdist vel með þróun í baráttu samkynhneigðra erlendis, aflaði sér fræðibóka og var áskrifandi að fjölda gay tímarita sem sáust annars hvergi hér á landi. Á vettvangi Samtakanna upp úr 1980 kynntist Guðni tilvonandi eiginmanni sínum, Helga Viðari Magnússyni Staðurinn þar sem margir hittu Guðna Baldursson fyrst lét ekki mikið yfir sér, gluggalaust kjallaraherbergi í Garðastræti 2, en í hugum þeirra sem komu þangað var það samt bjartasta herbergið í bænum, griðastaður fullur af björtum vonum og baráttuþreki. Þetta var fyrsta húsnæði Samtakanna ‘78 og þar tók Guðni á móti félögum með alúð og vinsemd og morgunbjartur baráttuandinn var ekki síst honum að þakka. Tómas Magnús Tómasson, sem alltaf var kallaður Tommi Tomm, féll frá í janúar á þessu ári eftir snarpa baráttu við krabbamein en hann hefði orðið 64 ára hinn 23. maí. Tommi var þekktastur fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar með Stuðmönnum og Þursaflokknum en hann kom einnig að gerð fleiri platna en flestir aðrir Íslendingar sem bassaleikari og upptökustjóri. Ég hafði átt kunningskap við Tomma í mörg ár þegar ég ásamt fámennum hópi komum Hinsegin dögum í Reykjavík á laggirnar undir því nafni árið 2000. Við leituðum til fjölda tónlistarmanna og annarra listamanna um að koma fram og var það yfirleitt auðsótt en Tommi bauð sig fram að fyrra bragði. Hann sagðist ætla að skella í hljómsveit fyrir hátíðina og í mörg ár kom hann með ný atriði og hljómsveitir undir alls kyns nöfnum. Svo kom að því að hann bauð Stuðmenn fram á einum af okkar fyrstu hátíðum. Í útför hans í Hallgrímskirkju, þar sem vinir hans úr Stuðmönnum og Þursaflokknum fóru framarlega í tónlistarflutningi og minningarorðum, mátti skilja á Jakobi Magnússyni að Tommi hafi eiginlega tilkynnt félögum sínum í hljómsveitinni að Stuðmenn yrðu á Hinsegin dögum. Það var svo mjög í anda Tomma að hann gaf sjálfum sér nafnið Hommi Homm þegar hann kom fram á Hinsegin dögum og skírði aðra meðlimi Stuðmanna nýjum gay-nöfnum þegar þeir stigu á stokk. Tommi var nefnilega einn mesti húmoristi sem ég hef kynnst og gamansögur af honum sjálfum og öðru fólki spruttu frá honum þegar maður hitti hann. En þótt Tommi hafi verið mikill sprellari og grallari var hann í raun mjög prívat maður með sig og einkalíf sitt. Það þýddi hins vegar ekki að hann væri í neinum felum og hann var alla tíð mjög skotinn í og stoltur af manninum sínum honum Magga, eða Magnúsi Gísla Arnarsyni. Tommi var nefnilega líka Hommi Homm. Tommi var snillingur á mörgum sviðum og úrræðagóður þegar leitað var til hans með ýmislegt sem kom að skemmtiatriðum á Hinsegin dögum. Hann var líka mjög hlýr og góður vinur og því ákaflega þægilegt að vera í návist hans. Ég þakka honum samfylgdina í gegnum árin. Minningarnar um hann kalla fram notalega tilfinningu, bros, virðingu og ást. Fyrir hönd Hinsegin daga þann rúma áratug sem ég fór fyrir þeim þakka ég honum ómetanlegt framlag til hátíðarinnar og votta Magga og öðrum vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð. Hann var kræfur karl og góður hann Tommi Tomm. Heimir Már Pétursson 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.