Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 20
VIÐBURÐUR / EVENTS
FRÆÐSLUVIÐBURÐUR / LECTURE
QUEER LITERATURE WALKING TOUR
HINSEGIN BÓKMENNTAGANGA
Borgarbókasafninu í Grófinni,
Tryggvagötu 15, miðvikudaginn
8. ágúst kl. 19:00. Aðgangur ókeypis.
Reykjavik City Library, Tryggvagata
15, Wednesday 8 August at 7 p.m.
Free admission.
Borgarbókasafnið hefur boðið til bókmenntagöngu á Hinsegin
dögum undanfarin tvö sumur og slær ekki af í ár. Gengið
verður á vit hinsegin bókmennta í miðborginni, sagt frá, lesið
og spjallað. Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur
leiðir gönguna í ár. Lagt verður upp frá Borgarbókasafninu í
Grófinni, Tryggvagötu 15, og gangan tekur um klukkustund.
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Reykjavík City Library‘s contribution to Reykjavík Pride‘s programme
is a literary walking tour through downtown Reykjavík. Our guide
for this year is Ásta Kristín Benediktsdóttir, MA in Icelandic literature.
The walking tour starts from the library at Tryggvagata 15, and will
take about one hour. The tour will be in Icelandic. For a queer literary
walking tour in English, check out the Reykjavík Culture Walks app for
iOS and Android.
BARÁTTAN FYRR OG NÚ
OUR FIGHT – THEN AND NOW
Safnahúsinu, Hverfisgötu 15,
fimmtudaginn 9. ágúst kl. 12:00.
Aðgangur ókeypis.
Safnahúsið, Hverfisgata 15, Thursday 9
August at 12:00 p.m. Free admission.
Segja má að formleg réttindabarátta hinsegin fólks hafi staðið
í 40 ár eða frá því að Samtökin ‘78 voru stofnuð. Á þessum
viðburði mun baráttufólk þessara og fyrri tíma ræða framþróun
málefna hinsegin fólks í gegnum tíðina. Hvernig hófst þetta allt
saman, hverju var barist fyrir í fyrstu og hvaða sigrar voru taldir
ómögulegir? Hver eru mikilvægustu baráttumálin í dag og
hvaða eiginleikum þurfa brautryðjendur að búa yfir? Þá verður opið
fyrir umræður og spurningar úr sal. Við lofum brennandi baráttuanda
og hvetjum þig til að mæta! Viðburðurinn fer fram á íslensku.
The formal fight for queer rights in Iceland has lasted for 40 years
now, since our national queer organization Samtökin ‘78 was
founded. At this event advocates and activists from now and then
will discuss the the battle through the years. How did all of this
begin, what was fought for in the beginning and which victories
were considered to be unachievable? Is today‘s battle somehow
similar to the battle 40 years ago and what are the most important
matters to fight for today? Our experts in the panel will discuss
these matters as well as answering questions from the audience
and leading discussions. Event in Icelandic.
VIÐBURÐUR / EVENT
COMING CLEAN
Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12,
miðvikudaginn 8. ágúst kl. 17:00.
Aðgangseyrir: 1.500 kr. Pride-passi gildir.
Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, Wednesday 8 August
at 5:00 p.m. Admission: 1.500 ISK. Pride Pass valid.
The super-awkward coming-of-age story of a boy who became
a man who became the unthinkable. Coming Clean traces Ben
Strothmann's often comical and compelling journey from growing
up gay in Milwaukee, Wisconsin to his adult adventures as New
York became his “sexual playground”. As a kid, he discovered
he was gay when he started developing crushes on cartoon
characters, like Foghorn Leghorn and the Pink Panther. And then
there's the time when Strothmann openly declared his love for
another boy... in first grade. Through this tale of embarrassing
childhood memories, hilarious misunderstandings, and bittersweet
brushes with fate, he shares his journey of self-discovery, and how
he learned to love himself exactly as he is. Event in English.
Handrit og leikur / Written & Performed
by Ben Strothmann
Leikstjóri / Directed by Mark Finley
Leiksýningin Coming Clean er falleg, fyndin og heillandi
frásögn Bens Strothmann sem ólst upp í Milwaukee í Wisconsin
í Bandaríkjunum og flutti síðan til hinnar frjálslyndu og
oft villtu borgar New York þar sem hann uppgötvaði eitt
og annað, ekki síst varðandi kynhneigð sína. Ben segir
þroskasögu sína og deilir vandræðalegum, fyndnum
og ljúfsárum endurminningum með áhorfendum.
Viðburðurinn fer fram á ensku.
20