Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 30
VIÐBURÐUR / EVENTS
TÓNLEIKAR HINSEGIN KÓRSINS
REYKJAVÍK QUEER CHOIR CONCERT
Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 10.
ágúst kl. 18:00. Aðgangseyrir: 2.500 kr. í
forsölu. Við hurð: 3.000 kr. Pride-passi
veitir 500 kr. afslátt við hurð.
Fríkirkjan Church in Reykjavík, Friday 10
August at 6:00 p.m. Pre-sale tickets: 2.500 ISK.
Full price tickets: 3.000 ISK. 500 ISK discount
at the door with Pride pass.
Hinsegin kórinn efnir til tónleika í tilefni Hinsegin daga. Kórinn
hefur á undanförnum árum getið sér afar gott orð fyrir góðan
söng og skemmtilega framkomu en hann syngur undir stjórn
tónlistarkonunnar Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. Hinsegin
kórinn hefur komið víða fram, bæði hér heima og erlendis, og
hélt á vordögum til München og tók þátt í hinsegin kóramótinu
Various Voices við gríðargóðar undirtektir. Kórinn hefur áður
sungið meðal annars í Færeyjum, London, Dublin og Helsinki.
Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni inniheldur blöndu af
íslenskum og erlendum lögum sem sum hver hafa verið útsett
sérstaklega fyrir kórinn. Meðleikari er Vignir Þór Stefánsson.
The Reykjavík Queer Choir performs in Fríkirkjan Church in
Reykjavík on Friday 10 August. The choir has performed in London,
Dublin, Helsinki and recently at Various Voices in Munich. The
programme contains a variety of songs so everyone should find
something to their liking. The choir is conducted by Helga Margrét
Marzellíusardóttir and accompanied by Vignir Þór Stefánsson on
piano.
VIÐBURÐUR / EVENTS
LJÓÐASAMKEPPNI
HÝRIR HÚSLESTRAR
QUEEREADS
Stúdentakjallaranum,
Sæmundargötu 4, föstudaginn
10. ágúst kl. 17:00.
Aðgangur ókeypis.
Stúdentakjallarinn, University of Iceland,
Friday 10 August at 5 p.m.
Free admission.
Bókmenntaviðburður Hinsegin daga sló enn og aftur í
gegn á síðasta ári og hefur fest sig rækilega í sessi sem einn
skemmtilegasti viðburður ársins. Júlía Margrét Einarsdóttir mun
lesa úr nýútkominni bók sinni Jarðarberjatungli. Aðdáendur
pólitískra trylla af bestu gerð geta glaðst því lesið verður upp
úr bók Lilju Sigurðardóttur, Svik, sem mun koma út í október.
Einnig verður lesið upp úr skáldsögunni Homo sapína eftir
grænlenska rithöfundinn Niviaq Korneliussen í nýrri íslenskri
þýðingu Heiðrúnar Ólafsdóttur. Þá munu listamenn Rauða
skáldahússins taka þátt með sínum hætti auk þess sem fleiri
hinsegin skáld stíga á stokk. Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Reykjavik Pride invites you once again to enjoy a poetic Friday
afternoon of Icelandic literary readings and performances.
Writer Júlía Margrét Einarsdóttir will read from her new book
Jarðarberjatungl, and Lilja Sigurðardóttir will perform a dramatic
reading from her unpublished book Svik. There will also be a
reading from the new Greenlandic novel Homo Sapína by Niviaq
Korneliussen, as translated by Heiðrún Ólafsdóttir. Additionally a
selection of queer poets will perform from their own pieces – and
be prepared for a surprise guest. Event in Icelandic.
Ertu inni í ljóðaskápnum? Áttu örsögur í skúffunni sem þrá
að verða sýnilegar? Núna er rétti tíminn til að opna sig því
Hinsegin dagar efna enn á ný til ljóðasamkeppni. Hinsegin
skáld, jafnt óreynd sem reynsluboltar, eru hvött til að
senda inn ljóð eða örsögur og taka þannig þátt í að efla og
auka við hina blómlegu menningu okkar.
Þátttakendur sendi texta í tölvupósti á netfangið
huslestrar@gmail.com fyrir 1. ágúst. Dómnefnd fær
textana nafnlausa í hendurnar og henni eru ekki veittar
upplýsingar um höfunda fyrr en þrjú verðlaunaverk hafa
verið valin. Úrslit verða tilkynnt á Hýrum húslestrum
á Hinsegin dögum föstudaginn 10. ágúst þar sem
verðlaunatextarnir verða enn fremur fluttir.
30