Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 44
Drag er góð skemmtun Á Íslandi og víðar hefur drag lengi verið viðloðandi skemmtanalíf hinsegin fólks. Í dag fylgist stór og fjölbreyttur hópur fólks með dragi og hefur það hlotið auknar vinsældir á alþjóðlegum vettvangi í tengslum við bandarísku raunveruleikaþættina RuPaul‘s Drag Race, sem hafa verið sýndir frá árinu 2009. Aukinn sýnileiki hinsegin fólks og opnari umræða hefur orðið til þess að dragmenning á Íslandi hefur þróast úr því að vera tiltölulega lítill, falinn og lokaður menningarkimi í að höfða til breiðs hóps áhorfenda, bæði innan hinsegin samfélagsins og utan þess. Í dag eru dragviðburðir af ýmsu tagi fastur liður í skemmtanalífi Reykjavíkur og mikill metnaður ræður för í dragsenunni, sem í ár átti í fyrsta sinn fulltrúa á stærstu dragráðstefnu heims, RuPaul‘s DragCon í Los Angeles. Þegar litið er yfir sögu drags á Íslandi er ljóst að þótt það hafi lengi verið til staðar í skemmtanalífinu hafa tilviljanakenndar orkusprautur hleypt lífi í senuna á mismunandi tímum og gert dragi hátt undir höfði. Þar má til dæmis nefna draghópinn Dýfurnar, sem tróð upp á hinum líflega skemmtistað 22 um hverja helgi í lok níunda áratugarins, og metnaðarfullar dragsýningar sem haldnar voru á Moulin Rouge í byrjun þess tíunda. Draggkeppni Íslands var síðan stofnuð árið 1997 og markaði ákveðin kaflaskil í sögu drags hér á landi þar sem hún jók sýnileika þess mjög en keppnin var haldin árlega (fyrir utan hlé árið 2004) fram til ársins 2015. Eftir það var fjöllistahópurinn Drag-Súgur stofnaður og hann hefur verið helsti drifkrafturinn í uppbyggingu íslensku dragsenunnar síðan. Í dag er áhorfendahópurinn stór og draglistafólk af ýmsum kynjum og kynhneigðum hefur brotist langt út fyrir þann ramma sem þekktist á Íslandi fyrir tveimur áratugum síðan. Draggkeppni Íslands og aukinn sýnileiki Draggkeppni Íslands var haldin í fyrsta sinn á skemmtistaðnum Nellý‘s Café árið 1997. Georg Merritt Erlingsson tók þátt í keppninni ári síðar sem dragdrottningin Keiko og bar sigur úr býtum. Hann tók síðan við skipulagningu keppninnar árið 1999 og hefur haldið utan um hana allar götur síðan en keppnin var seinast haldin árið 2015. Að sögn Georgs var lítil dragmenning til staðar á Íslandi á þeim tíma þegar keppnin varð til og viss ládeyða hafði ríkt eftir að Moulin Rouge-tímabilinu lauk. Keppnin skapaði umræðu um drag og eðli þess, hún þróaðist smám saman, stækkaði og aðlagaðist dragmenningu á alþjóðavettvangi. „Það hefði ekki verið hægt að hoppa beint út í djúpu laugina, beint í það sem er í gangi í dag. En í þá tíð leyfðum við okkur jafnframt að gera ýmislegt sem væri ekki vel séð í dag,“ útskýrir Georg en það hversu tíðarandinn er breyttur sést skýrt í dragmenningu landsins. Lykilatriði í þeim áhrifum sem Draggkeppni Íslands hefur haft er aukinn sýnileiki. Fyrst var keppnin haldin á skemmtistöðum en hún sprengdi þá utan af sér einn á fætur öðrum. Gæðastaðallinn hækkaði, metnaðurinn jókst og keppnin sjálf stækkaði. Svo fór að hún var haldin í langtum stærra húsnæði og laðaði að sér mun fleiri áhorfendur en í upphafi, m.a. í Eldborgarsal Hörpu. Fjölmiðlar fylgdust grannt með, ljósmyndarar slógust um að fá að taka myndir á keppninni og sjónvarpsþættir Skjás Eins – Djúpa Laugin og Sílikon – buðu draglistafólki til sín. Þetta hafði í för með sér að ungt fólk kynntist dragi í auknum mæli og margir grunn- og menntaskólar fóru að halda sínar eigin dragkeppnir. Á fyrstu árum Draggkeppninnar voru áhorfendur að miklu leyti vinir og vandamenn keppenda, ásamt fólki sem var virkt í skemmtanalífinu. „Seinna meir var þetta orðin öll flóran, frændur og frænkur, afar og ömmur að mæta. Ég hef meira að segja leyft unglingum að koma með foreldrum sínum á keppnisdegi og fylgjast með undirbúningnum baksviðs, undir leiðsögn, þannig að þau skilji betur G eorg M erritt Erlingsson aka Keiko. M ynd úr einkasafni. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.