Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 54

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 54
A: Mér finnst mikilvægt að ala hana upp í fjölbreytileika og að hún sé hluti af regnbogafjölskyldu. Þó að við séum karl, kona og barn þá erum við alltaf hinsegin. Hún mun alltaf vita hver við erum. S: Það verður aldrei leyndarmál hvernig hún varð til og hún mun vita það frá upphafi. Þau eru búin að ákveða að það verði alltaf talað opinskátt um sæðisgjafann og þau eru byrjuð á því þótt Ylfa skilji kannski ekki margt enn þá. Þau völdu gjafa sem var líkur Alex hvað varðar háralit og augnalit og honum er oft sagt hvað Ylfa sé lík honum. Þeim finnst hinseginleikinn vera mjög stór hluti af sér og skrítið að fólk viti ekki að þau séu hinsegin. S: Þetta er samt svolítið flókið því að út á við mun Ylfa ekkert endilega finna fyrir því að hún eða hennar fjölskylda sé öðruvísi. Kannski mun hún ekkert endilega vilja skilgreina sína fjölskyldu sem hinsegin og þá getum við ekkert verið að þröngva því upp á hana. Hún verður að velja það sjálf. A: Það væri samt svo leiðinlegt því að þetta er risastór hluti af minni sjálfsmynd að vera hinsegin. Ég var 18 ára þegar ég kom út sem lesbía og svo varð ég trans maður. S: Við erum bæði fyrrverandi lesbíur. Þetta er uppáhaldsbrandarinn minn. A: Mér finnst mikilvægt að barnið mitt viti að ég sé hinsegin og að maki minn skilji það. S: Það er í raun heppni að við erum bæði hinsegin. Ég hef átt kærasta sem eru gagnkynhneigðir og sís og Alex gæti verið með hvaða konu sem er, en við tengjum bæði við að vera hinsegin. S: Það er yndislegt að eiga barn. A: Það er líka yndislegt að vera hinsegin. 54 Sæþór og Ágúst hafa verið áberandi í hópi hinsegin foreldra enda eru fáir feður í hópnum. Þeir hafa skrifað greinar fyrir ýmsar síður um hvernig það sé að vera pabbar og hafa verið opnir um fjölskyldu sína út á við. Við vildum vita hvernig þeir urðu fjölskylda og hverjir möguleikar tveggja karlmanna á Íslandi til að eignast börn séu.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.