Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 57

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 57
Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi. Hinsegin pör hafa áður sótt um að fá að ættleiða en Íslensk ættleiðing hefur aldrei áður átt í formlegu sambandi við land sem leyfir ættleiðingar til hinsegin fólks. Við hittum Kristin Ingvarsson, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, og spurðum hann um stöðuna í dag og hvers vegna ekkert hafi gerst fyrr en árið 2018. Fyrsta hinsegin ættleiðingin frá öðru landi Til þess að hægt sé að ættleiða börn frá öðru landi þarf að huga að ýmsu. Fyrst er sótt um hjá Íslenskri ættleiðingu, starfsfólkið þar sendir pappíra til sýslumanns sem sendir gögn til barnaverndar. Barnavernd gerir úttekt á umsækjendum og sendir hana til sýslumanns sem tekur síðan afstöðu. Þetta er kallað forsamþykki. Á Íslandi hafa hinsegin pör getað ættleitt frá árinu 2006 en upprunalöndin hafa ekki heimilað það, því fæst lönd leyfa hinsegin fólki að ættleiða börn. Þar til fyrir tveimur árum var Suður-Afríka eitt af örfáum löndum sem leyfði hinsegin pörum að ættleiða börn. Mörg ár eru síðan Ísland sótti um ættleiðingarsamning við Suður-Afríku en umsóknin hefur ekki verið tekin til greina, líklega hefur ekki verið þörf fyrir nýja ættleiðingarsamninga þar í landi. Samtökin ‘78 og Íslensk ættleiðing hafa átt fulltrúa í samvinnuhópi sem hefur unnið að þessum málum en lítið hefur áunnist þar vegna stöðunnar á alþjóðavettvangi. Suður-Ameríka breytir um takt 4. nóvember 2015 kvað Hæstiréttur Kólumbíu upp dóm um að hinsegin fólk mætti ættleiða og það gerðist áður en hjónabönd samkynja para voru leyfð í landinu. Það þýðir að ekki má gera upp á milli samkynja og gagnkynja para við ættleiðingu. Fyrsta hinsegin parið til að ættleiða frá Kólumbíu var frá Svíþjóð. Nú eru allavega tvær ættleiðingar komnar í gegn í Svíþjóð og ættleiðingarfélög í Kólumbía er búin að gefa það út að hinsegin fólk megi ættleiða. Kristinn: Einhverra hluta vegna fer eitthvað að gerast í Suður-Ameríku. Nokkur lönd eru búin að opna á ættleiðingar samkynja para innanlands. Ég held að þetta byrji þannig. Svo ef þörfin skapast fer þetta inn í löggjöfina gagnvart ættleiðingum erlendis. Allt í ættleiðingamálaflokknum tekur tíma. Og er ekki allt að fyllast af umsóknum hjá ykkur? Kristinn: Nei, það kom mér mjög á óvart vegna þess að við erum búin að upplifa mikla pressu að koma á ættleiðingarsambandi við lönd sem leyfa ættleiðingar til hinsegin fólks en svo er enginn að sækja um hjá okkur eftir að við settum út frétt um að það væri komið í gegn. Nú er komið ár síðan að Íslensk ættleiðing gaf út að ættleiðingar til samkynja foreldra væru leyfðar í Kólumbíu og eitt par, tveir karlmenn, er búið að sækja um. Þeir eru staddir á fyrsta stigi ferlisins sem er að fá forsamþykki hérna heima áður en hægt er að para þá við barn í Kólumbíu. Það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því og vonandi fá þessir menn að ættleiða sem allra fyrst. Einhleypir Öll lönd sem Ísland á í ættleiðingar- sambandi við leyfa ættleiðingar til einhleypra. Flest takmarka slíkt við einhleypar konur en sum lönd leyfa þó ættleiðingar til einhleypra karla, t.d. Búlgaría. Væri þá ekki hægt að fara inn í ferlið einn? Er einhvern tímann spurt um kynhneigð fólks? Kristinn: Þegar fólk fer í ættleiðingarferli er rannsakað mjög ítarlega hvort það sé hæft til að ala upp barn. Fjárhagurinn er skoðaður, fjölskyldan, heimilið og allar aðstæður. Við höfum nokkrum sinnum fengið spurningu um hvort samkynja hjón gætu ekki bara skilið og sótt um sem einhleypir, en það er mjög hæpið að það kæmi aldrei fram í þessari rannsókn. Ég þekki ekki til þess hvort sé spurt um kynhneigð í úttekt barnaverndar. Í umsókn til upprunalands er á ný óskað eftir ítarlegum upplýsingum um umsækjendur, það er á endanum upprunalandið sem samþykkir umsókn umsækjenda á biðlista hjá sér. Svo er fylgst með áfram og reglulega sendar upplýsingar um hag og stöðu barnanna til upprunalandsins. Félagsráðgjafar koma í heimsókn og skrifa skýrslur sem eru sendar út. Það yrði kannski ekki brugðist við í fyrsta skipti en ef það væri ítrekað að koma upp að fólk væri að falsa stöðu sína til að eignast börn yrði klippt á samskipti á milli landanna. Upprunalöndin reyna að kanna umsækjendur eftir bestu getu með því að óska eftir gögnum í umsóknarferlinu og eru það þeirra reglur sem ráða ferðinni. Til dæmis óska yfirvöld í Kína eftir því að einhleypar konur skrifa undir yfirlýsingu um að þær séu gagnkynhneigðar. Rússar slitu viðræðum við Íslenska ættleiðingu vegna þess að Íslendingar leyfa ættleiðingar til samkynja para. Kristinn: Börn eiga rétt á að eiga foreldra, en fullorðnir eiga ekki rétt á að eiga börn. Ættleiðingar eru í grunninn barnaverndarmál. Hagsmunir barnsins eru í fyrirrúmi og eru öll lög, reglugerðir, samningar og sáttmálar um ættleiðingar með fókus á réttindi barnsins. Ef við missum sjónar á því að tala um hagsmuni barnsins og förum að tala um réttindi umsækjenda hætta allir að hlusta á okkur. Upprunalandinu er alveg sama um væntingar umsækjenda. Þetta er barnaverndarmál hjá þeim og þeim er alveg sama þó að einhver út í heimi sé að bíða eftir barni. Við þekkjum það vel hvað það getur reynt á að geta ekki eignast börn ef maður þráir það, en eins og áður sagði, þá eigum við ekki rétt á því að verða foreldrar, barnið á rétt á foreldrum. 57

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.