Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 68

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 68
Eftirtaldir ráðherrar styðja Hinsegin daga 2018: Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Hýrar þakkir fyrir stuðninginn HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE Hinsegin frá Ö til A Vefsíðan Hinsegin frá Ö til A, www.otila.is, fór í loftið í október árið 2017. Hún var stofnuð af Írisi Ellenberger og Auði Magndísi Auðardóttur. Síðan er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér hinsegin málefni á íslensku. Þær höfðu ótal sinnum heyrt fólk kvarta yfir „öllum þessum hugtökum“ og vissu að það ætti í erfiðleikum með að finna áreiðanlegar upplýsingar á íslensku. Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Á síðustu mánuðum hafa rúmlega 6000 manns farið inn á síðuna samtals um 9000 sinnum. Þær hafa fengið fregnir af því að síðan sé notuð í kennslu, t.d. í mörgum framhaldsskólum, í Háskóla Íslands (t.d. í uppeldis- og menntunarfræði og íslensku) og í fræðslu Samtakanna ‘78, Q – félags hinsegin stúdenta og fyrirlestrum Siggu Daggar og Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðinga. Það hlaut svo sem að vera einhver ástæða fyrir því að ítrekað eru 30–40 manns inni á síðunni í einu klukkan níu á morgnana! Á síðunni má finna nærri 30 reynslusögur hinsegin fólks þar sem það setur hin ýmsu hinsegin hugtök í persónulegt samhengi. Írisi og Auði finnst mikilvægt að sýna að hinsegin hugtök eru ekki bara tæknileg og þurr orð heldur skipta þau sköpum fyrir sjálfsmynd og líf hinsegin fólks. Reynslusögurnar eru það efni sem er hvað vinsælast á vefnum en þar á eftir koma ýmis grunnhugtök, t.d. hinsegin, kynsegin, kyn og kyngervi. Topp 5 listi 1. Kynsegin Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er því í raun regnhlífarhugtak undir regnhlífarhugtakinu trans. Kynhneigð segir til um hverjum fólk getur laðast að, orðið skotið í eða ástfangið af. 3. Hinsegin Orðið hinsegin hefur margvíslegar merkingar og skírskotanir. Í hinsegin umræðu hérlendis hefur það öðlast sess sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem er ekki gagnkynhneigt og/eða fellur ekki inn í það sem telst hefðbundið kyn eða kynhlutverk. 4. Kyn og kyngervi Kyn og kyngervi eru lykilhugtök bæði innan hinseginfræða og kynjafræða. Í þessum fræðum þykir oft gagnlegt að greina á milli líffræðilegs kyns annars vegar, sem þá er einfaldlega nefnt kyn, og hins vegar félagslega mótað kyns, sem þá er nefnt kyngervi. 5. Trans Trans er regnhlífarheiti yfir fólk sem er með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. 2. Kynhneigð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.