Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 69

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2018, Qupperneq 69
HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE Hinsegin dagar óska Samtökunum ‘78 til hamingju með 40 ára afmælið og þakka fyrir ómetanlegt starf í þágu mannréttinda hinsegin fólks á Íslandi. 4. Kyn og kyngervi Hinseginleikinn Fræðsluvettvangurinn Hinseginleikinn var stofnaður í júní 2016 af Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Í upphafi var Hinseginleikinn Snapchat-rás sem ætlað var að sýna frá hversdagslífi alls konar hinsegin einstaklinga með það að markmiði að brjóta niður staðalímyndir og fjölga fyrirmyndum. Í dag hafa hátt í 300 manns verið með snappið og sýnt frá sínu lífi á opinskáan og einlægan hátt og þúsundir hafa fylgst með hverju sinni. Skömmu eftir stofnun Hinseginleikans fóru Ingileif og María að halda fyrirlestra í menntaskólum og félagsmiðstöðvum um allt land með það fyrir sjónum að fræða ungmenni um fjölbreytileika mannlífsins. Fyrr á þessu ári varð Hinseginleikinn svo að vefþáttaseríu á RÚV sem sýnd verður í sjónvarpinu í sumar. Þáttunum stýrði Ingileif og voru þeir sex talsins. Fjallað var um samkynhneigð, trans fólk, tví- og pankynhneigð, intersex fólk, eikynhneigð og kynsegin fólk. Þættirnir hlutu gríðarlega góðar viðtökur og hafa verið nýttir sem fræðsluefni víða í skólum landsins. Á næstu mánuðum stefna stofnendurnir svo að því að gefa út barnabók undir merkjum Hinseginleikans. Mæðgurnar Stefanía og Ronja, sem er trans stelpa, hafa vakið hvað mesta athygli hjá Hinseginleikanum en þær fengu mörg hundruð spurningar og skilaboð og fleiri þúsund áhorf. Sögunni þeirra var líka deilt á Facebook og hún fékk þar hátt í átta þúsund áhorf til viðbótar. Vinsælasti snapparinn Það sem hefur hins vegar slegið áhorfsmet á Facebook-síðunni er myndband af Þorgeiri, stráknum þeirra Maríu og Ingileifar, sem vildi líka koma fram með skýr skilaboð á Hinseginleika- snappinu um að allir mættu vera eins og þeir eru. Það myndband hefur fengið um 40 þúsund áhorf. 2. Kynhneigð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.