Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 2

Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 2
Keppt við náttúruöflin Stjórnvöld keppa nú við náttúruöflin og hækka varnargarða við eldgosið á Reykjanesskaga, einkum til að fyrirbyggja hraunrennsli í Nátthaga. Ríkisstjórnin samþykkti í vikunni að verja allt að 20 milljónum til hækkunar garðanna í átta metra. Þeir hafa verið byggðir úr efni sem finna má á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Foreldrar Daða og Sigrúnar Birnu í Gagnamagninu ætla að hlýða fyrirmælum sonar síns og blása til Eurovision- veislu á heimili sínu í Vörðu- holti í Ásahreppi. benediktboas@frettabladid.is EUROVISION „Það er óhætt hægt að segja að þetta hafi verið frá- bært. Við vorum að sjá þetta atriði í fyrsta sinn og fannst það stór- kostlegt,“ segir stoltur Eurovisi- on-pabbinn Pétur Einarsson, faðir Eurovision-stjörnunnar Daða og bakraddasöng varans Sigrúnar Birnu. Pétur horfði á börnin sín og tengdadóttur rúlla upp undan- kvöldinu í Rotterdam og viður- kennir að púlsinn hafi aðeins farið upp þegar ræða Gísla Marteins var búin og Gagnamagnið var kynnt á svið. Hann var þó stressaðri þegar atkvæðin voru talin. „Þetta venst einhvern veginn, þessi athygli á þeim. Einhvern veginn samt skynj- ar maður ekki að það séu 150 millj- ónir plús að horfa. Maður finnur það ekki. Markmið Daða var að komast í úrslitin til að hægt yrði að halda almennilegt Eurovision-partí á Íslandi. Ég ætla svo sannarlega að fara eftir þeim fyrirmælum,“ segir hann, en dóttir Daða og Árnýjar, Áróra, er í öruggu fangi afa og ömmu meðan Eurovision gengur yfir. „Við verðum sex saman hér og Áróra, sem er mikið partíljón, þannig að það er ekki hægt að búast við öðru en að hér verði stór- kostlegt kvöld.“ Pétur og kona hans Björg hafa eðlilega verið í töluverðu sambandi við Rotterdam. Hann viðurkennir að andinn sé góður á hótelher- bergjunum þar sem hópurinn þarf að húka meðan beðið er eftir nei- kvæðu Covid-prófi. „Það er mjög súrrealískt að þau séu þarna úti en föst á hótelherbergjum. Það er ab- súrd og makalaust að þetta sé eini hópurinn í keppninni sem er undir allt öðrum hatti en aðrir.“ Hann segir að hópurinn sé ánægður með hvernig hafi gengið og sé sáttur við sinn hlut, þrátt fyrir að vera lokaður inni á herbergjum á hóteli. „Við erum alveg í skýjunum með þau. Finnst þetta alveg frábært og f lott atriði. Enda ekki annað hægt. Við mamma hans syngjum bakraddir í kaf lanum You’re so fascinating og það er í hástöfum í bakgrunni af því að það heyrist svo vel í okkur Björgu. Ég geng út frá því,“ segir hann og hlær. n Ekki hægt að búast við öðru en stórkostlegu Euro-kvöldi Foreldrar Daða ætla eins og trúlega flestir landsmenn að blása i gleðilúðrana og halda upp á það að Daði, Sigrún Birna systir hans og tengdadóttirin flytji 10 years fyrir Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Pétur Einarsson faðir Daða og bak- raddasöngvarans Sigrúnar Birnu. Beint morgunflug Tenerife í sumar Marylanza 10. júlí í 7 nætur 2 fullorðnir og 2 börn Frá 114.900 kr www.aventura.is Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík Sími: 556 2000 arib@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg þarf að greiða 2 milljónir í stjórnvalds- sekt fyrir viðvarandi viðskipti við Orku náttúrunnar (ON) um rekstur og viðhald götulýsingar, í trássi við lög um opinber innkaup. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðs- mála sem telur borgina hafa brotið gegn útboðsskyldu sinni. Sam- kvæmt úrskurði þarf borgin að bjóða út þjónustu við útskiptingu og uppsetningu LED-lampa í Reykjavík. Í fyrra kærðu Samtök iðnaðarins samninga borgarinnar við ON um rekstur og viðhald á LED-væðingu götulýsingar. Um er að ræða verkefni upp á meira en þrjá milljarða króna. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur sem er að mestu í eigu borgarinnar. Við meðferð málsins upplýsti borgin að aldrei hefði verið gerður samningur við ON, götulýs- ing hefði alltaf verið í höndum Orku- veitunnar og tilvist dótturfélagsins væri aðeins bókhaldslegs eðlis. n Borgin sektuð um tvær milljónir Borgin bar fyrir sig áralangt sam- band við Orkuveitu Reykjavíkur. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Uppstillinganefndir Viðreisnar á suðvesturhorninu eru enn að störfum, en að sögn Jenn- ýjar Guðrúnar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra flokksins, má búast við því að það dragi til tíðinda í næstu viku í þeim kjördæmum sem enn hafa ekki tilkynnt um fram- boðslista sína. Töluverð spenna ríkir um odd- vitasætin í Reykjavík, en f lokkur- inn á einn þingmann í báðum kjör- dæmum borgarinnar, þær Hönnu Katrínu Friðriksson og Sigríði Þor- björgu Gunnlaugsdóttur. Báðar hafa lýst yfir vilja til að halda áfram en varaformaður flokksins, Daði Már Kristófersson, vill einnig vera í forystu í borginni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er alls ekki samhljómur Tíðinda vænst í vikunni Þorbjörg Sigríð- ur Gunnlaugs- dóttir þingkona Viðreisnar í Reykjavík. í uppstillingarnefnd Reykjavíkur um að færa aðra þingkonuna neðar á lista til að hleypa varaformann- inum að. Miðað við kannanir fær flokkurinn aðeins einn mann kjör- inn í hverju kjördæmi og því aðeins oddvitasætin örugg þingsæti. Þá hefur einnig verið bent á að karlar muni leiða öll þrjú kjör- dæmi landsbyggðarinnar og haldi allar þingkonur f lokksins sínum oddvitasætum verði kynjahlutfall meðal oddvita flokksins jafnt. n 2 Fréttir 22. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.