Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 6
Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Konur sjá nánast að öllu leyti um kaup á fötum og öðrum textíl á heimilum, samkvæmt rannsókn Kristínar Eddu Óskarsdóttur. Hún segir kaup- hegðun karla og kvenna ólíka í eðli sínu og að mikilvægt sé að draga úr neyslu á textíl. birnadrofn@frettabladid.is NEYTENDUR „Það er greinilegur kynjamunur í öllum fösum í neyslu textíls,“ segir Kristín Edda Óskars- dóttir, meistaranemi í félagslegri sálfræði og umhverfisfræði. Hún fjallaði um rannsókn sína á kaup- hegðun Íslendinga á umræðu- fundi um aðgerðir gegn textílsóun og ójöfnuði, sem haldinn var af Umhverfisstofnun í gær. Rannsóknir Kristínar sýna að konur sjá í 80 prósentum tilfella um textílinnkaup á heimilum, að mestu eða öllu leyti. „Konur eru stórneytendur og stór neytenda- hópur þegar kemur að textíl,“ segir Kristín. Hún segir konur ekki ein- ungis sjá um kaup á fatnaði fyrir sig sjálfar, heldur kaupi þær fatnað á alla fjölskylduna ásamt öðrum textílvörum, svo sem handklæðum, rúmfötum og tuskum. „Samkvæmt rannsókninni bera konur hitann og þungann af þessu verkefni inni á heimilinu,“ segir Kristín. Þá segir hún kauphegðun karla og kvenna í eðli sínu ólíka, samkvæmt rannsókn hennar voru karlar nægjusamari þegar kemur að fatakaupum og líklegri til þess að kaupa einungis það sem þá vantar. Konur voru líklegri til að kaupa textíl í f ljótfærni og kaup þeirra stjórnuðust oftar af tilfinningum. Kristín segir sjálfbærni og vinnu- skilyrði við framleiðslu textíls ekki ofarlega í huga Íslendinga, en að konur hugsi þó meira um þá þætti en karlar. Talið er að átta til tíu prósent gróðurhúsalofttegunda eigi rætur sínar að rekja til textíl- framleiðslu og að henni fylgi bæði umhverfis- og félagsleg vandamál. Þegar þátttakendur rannsóknar Kristínar voru spurðir spurninga varðandi losun kom einnig í ljós greinilegur kynjamunur. 80 pró- sent kvenna segjast losa sig við föt því þau passi þeim ekki lengur. 40 prósent kvenna sögðust losa sig við við textíl því þær væru komnar með leiða á honum og tuttugu pró- sent losuðu sig við föt því þær hefðu keypt þau í f ljótfærni. Kristín segir mikilvægt að hægja á neyslunni þegar kemur að textíl, þar eigi konur stóran þátt. Á vefn- um samangegnsoun.is segir að hver f lík sé að meðaltali notuð 150 sinnum og að hver Íslendingur losi sig við um það bil 20 kíló af textíl á hverju ári. Þar má einnig finna ráð við því hvernig megi draga úr neyslu textíls. Megináhersla er lögð á að kaupa minna, þá er mælt með að kaupa notað, skila textíl á réttan stað og nota hann lengur. Kristín er ein þeirra sem munu opna fataleiguna Spjara í sumar eða með haustinu. Hún segist telja ólík- legt að í nútímasamfélagi hlýði fólk því að hætta að kaupa föt, því bæði föt og tíska séu stór hluti af lífi fólks og menningarsögu. „Þetta er bara eins og að leigja vídeóspólu í gamla daga,“ segir Kristín. „Það að leigja föt getur uppfyllt þessa þörf okkar fyrir að ganga í einhverju nýju, en umhverf- isáhrifin eru nánast engin,“ bætir hún við. n Konur líklegri en karlmenn til að sjá um fata- og textílkaupin á heimilinu Kristín segir mikilvægt að draga úr textílnotkun en konur sjá að langstærst- um hluta um innkaup á textílvörum á heimilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Konur eru stórneyt- endur og stór neyt- endahópur þegar kemur að textíl. Kristín Edda Óskarsdóttir birnadrofn@frettabladid.is  SAMFÉLAG Drög að frumvarpi um sorgarleyfi, sem tryggir for- eldrum sem verða fyrir barnsmissi sorgarleyfi í allt að sex mánuði auk greiðslna til að koma til móts við tekjutap, er til umsagnar í samráðs- gátt stjórnvalda. Samkvæmt frumvarpinu verða hámarksgreiðslur í sorgarleyfi vegna barnsmissis 600 þúsund krónur á mánuði. Einnig er gert ráð fyrir að foreldrar eigi rétt til sorgar- leyfis samhliða minnkuðu starfs- hlutfalli og þá til lengri tíma. Markmið frumvarpsins er að við- urkenna áhrif sorgar vegna barns- missis, ásamt því að auka líkur á endurkomu foreldra á vinnumarkað og út í samfélagið eftir slíkan missi. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, for- maður Sorgarmiðstöðvar, fagnar frumvarpinu. „Það þarf tíma til að vinna úr flókinni sorg líkt og barns- missi eða missi ungs einstaklings,“ segir Guðrún Jóna. Opið er fyrir umsagnir um drög að frumvarpi til laga um sorgarleyfi til 4. júní. n Kynnir frumvarp um sorgarleyfi Helgi Seljan hefur verið eitt helsta verkefni skæruliðadeildar Samherja. thorgrimur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Ekki hefur verið tekin ákvörðun af hálfu frétta- manna RÚV um hvort kæra verður lögð fram gegn „skæruliðadeild“ Samherja vegna aðgerða hennar. Kjarninn og Stundin birtu í gær fréttir sem unnar voru upp úr tölvu- póstsamskiptum sem lekið var til þeirra. Fréttirnar vörpuðu ljósi á svokallaða „skæruliðadeild“ á snærum Samherja, sem hefur haft það verkefni að koma óorði á blaða- menn sem fjallað hafa um útgerðar- félagið með neikvæðum hætti, eftir uppljóstranir um meintar mútu- greiðslur Samherja til embættis- manna í Namibíu árið 2019. Í skilaboðunum kemur fram að Þorbjörn Þórðarson og Arna Bryndís McClure Baldvinsdóttir, almannatengill og lögfræðingur „skær uliðadeildar innar “, haf i skrifað og ritstýrt fjölda skoðana- pistla sem birtir hafa verið undir nafni Páls Steingrímssonar, skip- stjóra hjá Samherja. Þá hafi þau stýrt ummælum undir hans nafni á samfélagsmiðlum þar sem gagn- rýnendum Samherja er svarað og leitast við að draga heiðarleika þeirra í efa. Helgi Seljan, sem hefur verið einn helsti skotspónn Samherja síðan hann stýrði þætti Kveiks um við- skipti Samherja í Namibíu, sagðist ekki vera að íhuga kæru. Þóra Arn- órsdóttir, ritstjóri Kveiks, sagði að ekkert slíkt lægi fyrir og að tíma þyrfti til að melta upplýsingarnar. Samherji hefur hins vegar lagt fram kæru vegna þjófnaðar á gögn- unum sem notuð voru við vinnslu fréttanna. n Ekki ákveðið hvort skæruliðadeild verður kærð Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. thorvardur@frettabladid.is DÓMSMÁL Flóttamanni frá Srí Lanka verður ekki vísað úr landi vegna hættu á að hann kunni að verða fyrir pyndingum í heimalandi sínu. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þessa efnis. Ekki var talið að kærunefnd útlendingamála hefði rökstutt með fullnægjandi hætti að öruggt væri að senda manninn til heimalands síns. Maðurinn tilheyrir minnihluta- hópi Tamíla, en aðskilnaðarsinnar úr þeirra röðum börðust gegn stjórnvöldum í Srí Lanka í borgara- stríði í marga áratugi sem lauk með sigri stjórnvalda árið 2009. Sjálfur sagðist maðurinn vera í hættu vegna tengsla við aðskilnaðarsinna. n Flóttamaður hafði betur í Landsrétti 6 Fréttir 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.