Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 8
Alþjóðasamtök Barnaheilla –
Save the Children, kalla eftir
því að rík ríki heimsins leggi
fjármagn til bólusetninga í
fátækari ríkjum.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID -19 Alþjóðasamtök Barna-
heilla – Save the Children, kalla
eftir því að G7-ríkin sýni frumkvæði
í baráttunni við heimsfaraldurinn
og leggi til fjármagn fyrir bólu-
efni fyrir fátækari ríki heimsins.
G7-löndin eru Þýskaland, Kanada,
Frakkland, Ítalía, Japan, Bandaríkin
og Bretland.
Samkvæmt greiningu Save the
Children þurfa rík ríki sem taka þátt
í leiðtogafundi G7-ríkjanna í Bret-
landi 11. til 13. júní næstkomandi,
einungis að greiða 0,8 Bandaríkja-
dali á viku á hvern borgara til að
sjá fátækari ríkjum heimsins fyrir
bóluefni.
Í tilkynningu frá Barnaheil-
lum kemur fram að efnahagslegur
kostnaður af því að bregðast ekki
við skorti á bóluefni á alþjóðlegum
vettvangi sé 35 sinnum hærri en ef
brugðist verði við.
Samkvæmt útgefnum tölum hafa
yfir þrjár milljónir manna látist úr
Covid-19, en Save the Children telur
að dauðsföllin séu enn fleiri.
Þá hefur faraldurinn ýtt allt að
142 milljónum barna yfir fátæktar-
mörk og aldrei fyrr hefur orðið
meiri röskun á skólastarfi. Talið
er að þegar faraldurinn stóð sem
hæst á síðasta ári hafi 1,6 milljarðar
nemenda ekki getað farið í skólann.
Verði ekki hugað að bólusetningum
á heimsvísu komi það meðal annars
niður á menntun og þroska barna.
„Það er ekki spurning hvort rík
ríki hafi efni á því að fjármagna
sanngjarna dreifingu á Covid-19
bóluefni, heldur hvort þau hafi efni
á því að gera það ekki,“ segir Bidisha
Pillai, alþjóðafulltrúi hjá alþjóða-
samtökum Barnaheilla.
„Fyrir sama verð og á einu súkku-
laðistykki á viku fyrir hvern íbúa
geta ríku löndin komist hjá gífur-
legu efnahagslegu tjóni sem yrði ef
heimsfaraldurinn ílengist.“
Pillai segir að börn um heim allan
treysti á að leiðtogar G7-ríkjanna
taki af skarið með ákvörðunum
sínum á fundi í London í júní.
„Þeir þurfa að grípa tækifærið og
uppræta faraldurinn fyrir alla, alls
staðar.“
Áætlaður kostnaður við bólusetn-
ingu fullorðinna í fátækari löndum
heimsins er um 66 milljarðar doll-
ara í tvö ár. Save the Children segir
að samkvæmt áætlunum myndu
ríki sem sæki G7-leiðtogafundinn
greiða 43 milljarða dollara eða tvo
þriðju af heildarupphæðinni. n
Hvetja ríkari lönd heimsins
til að hjálpa þeim fátækari
Í stórum hluta Afríku sunna Sahara hefur einungis tekist að bólusetja um tvö
prósent fullorðinna gegn Covid-19. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Eignir í
Fossvogi
Ákveðinn kaupandi leitar
að raðhúsi, parhúsi eða einbýli.
Rúmur afhendingartími.
Gunnlaugur Þráinsson
Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari
844 6447gunnlaugur@fastborg.is
519 5500 · FASTBORG.IS
LANDSBANKINN. IS
Komum
hlutunum
á hreyfingu
Við bjóðum hagstæðar leiðir
til að fjármagna ný og notuð
atvinnutæki og bíla sem henta
rekstrinum þínum.
8 Fréttir 22. maí 2021 LAUGARDAGUR