Fréttablaðið - 22.05.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 22.05.2021, Síða 8
Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children, kalla eftir því að rík ríki heimsins leggi fjármagn til bólusetninga í fátækari ríkjum. birnadrofn@frettabladid.is COVID -19 Alþjóðasamtök Barna- heilla – Save the Children, kalla eftir því að G7-ríkin sýni frumkvæði í baráttunni við heimsfaraldurinn og leggi til fjármagn fyrir bólu- efni fyrir fátækari ríki heimsins. G7-löndin eru Þýskaland, Kanada, Frakkland, Ítalía, Japan, Bandaríkin og Bretland. Samkvæmt greiningu Save the Children þurfa rík ríki sem taka þátt í leiðtogafundi G7-ríkjanna í Bret- landi 11. til 13. júní næstkomandi, einungis að greiða 0,8 Bandaríkja- dali á viku á hvern borgara til að sjá fátækari ríkjum heimsins fyrir bóluefni. Í tilkynningu frá Barnaheil- lum kemur fram að efnahagslegur kostnaður af því að bregðast ekki við skorti á bóluefni á alþjóðlegum vettvangi sé 35 sinnum hærri en ef brugðist verði við. Samkvæmt útgefnum tölum hafa yfir þrjár milljónir manna látist úr Covid-19, en Save the Children telur að dauðsföllin séu enn fleiri. Þá hefur faraldurinn ýtt allt að 142 milljónum barna yfir fátæktar- mörk og aldrei fyrr hefur orðið meiri röskun á skólastarfi. Talið er að þegar faraldurinn stóð sem hæst á síðasta ári hafi 1,6 milljarðar nemenda ekki getað farið í skólann. Verði ekki hugað að bólusetningum á heimsvísu komi það meðal annars niður á menntun og þroska barna. „Það er ekki spurning hvort rík ríki hafi efni á því að fjármagna sanngjarna dreifingu á Covid-19 bóluefni, heldur hvort þau hafi efni á því að gera það ekki,“ segir Bidisha Pillai, alþjóðafulltrúi hjá alþjóða- samtökum Barnaheilla. „Fyrir sama verð og á einu súkku- laðistykki á viku fyrir hvern íbúa geta ríku löndin komist hjá gífur- legu efnahagslegu tjóni sem yrði ef heimsfaraldurinn ílengist.“ Pillai segir að börn um heim allan treysti á að leiðtogar G7-ríkjanna taki af skarið með ákvörðunum sínum á fundi í London í júní. „Þeir þurfa að grípa tækifærið og uppræta faraldurinn fyrir alla, alls staðar.“ Áætlaður kostnaður við bólusetn- ingu fullorðinna í fátækari löndum heimsins er um 66 milljarðar doll- ara í tvö ár. Save the Children segir að samkvæmt áætlunum myndu ríki sem sæki G7-leiðtogafundinn greiða 43 milljarða dollara eða tvo þriðju af heildarupphæðinni. n Hvetja ríkari lönd heimsins til að hjálpa þeim fátækari Í stórum hluta Afríku sunna Sahara hefur einungis tekist að bólusetja um tvö prósent fullorðinna gegn Covid-19. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Eignir í Fossvogi Ákveðinn kaupandi leitar að raðhúsi, parhúsi eða einbýli. Rúmur afhendingartími. Gunnlaugur Þráinsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari 844 6447gunnlaugur@fastborg.is 519 5500 · FASTBORG.IS LANDSBANKINN. IS Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum. 8 Fréttir 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.