Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 10

Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 10
kristinnpall@frettabladid.is COVID-19 Samkvæmt skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf út í gær hafa 3,4 milljónir látist af völdum Covid-19 en stofn- unin óttast að dauðsföll sem rekja megi með einum eða öðrum hætti til Covid-19 séu þrefalt f leiri en opinberar tölur gefa til kynna. Sam- kvæmt ályktunum WHO er talið að dauðsföll 6-8 milljóna manna megi rekja til sjúkdómsins. Meðal þess sem bætist við þá tölu eru andlát af völdum kóróna- veirunnar en Covid-19 var ekki skráð orsakavaldur andláts, þeir sem fengu ekki viðeigandi meðferð vegna skorts á sjúkrahúsplássi og þeir sem létust af heilsufarsvanda- málum af völdum hreyfingarleysis. Aðstoðarforstjóri WHO, greindi frá þessu í gær. WHO vinnur með þjóðum að því að skilja áhrif heims- faraldursins til að vera betur undir- búin fyrir þann næsta. n Háskólinn í Reykjavík og Opni háskólinn í HR bjóða upp á úrval námskeiða í sumar fyrir háskólanema, fólk sem er að hefja háskólanám í haust og sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áhrifum Covid faraldursins og þátttakendur greiða aðeins 3000 kr. fyrir námskeiðið. Dæmi um námskeið: – Inngangur að forritun – Að leysa vandamál með spurningum – ekki svörum – Alþjóðaviðskipti – Straumlínustjórnun – Mannauðsstjórnunarhlutverk stjórnandans – Inngangur að forritun – Rýnifundir – lykillinn að hraðari lærdómi – Markaðsstarf í krefjandi umhverfi – Excel – nokkur trix og formúlur – Python – Vektu athygli – náðu í gegn – Mótun og innleiðing rekstrarstefnu – Jafningastjórnun – Næstu skref á starfsferli Fjölbreytt sumarnámskeið í HR Kynntu þér úrval námskeiða á hr.is/sumarnamskeid Óttast að dauðsföllin séu þrefalt fleiri Lík fólks sem lést úr Covid-19 brennd í Nýju-Delí á Indlandi. Óttast er að fjöldi látinna sé mun meiri en í opinberum tölum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA thorvardur@frettabladid.is ASÍA Kínversk yfirvöld hafa ekki svarað þremur beiðnum Banda- ríkjastjórnar um viðræður milli yfirmanns kínverska hersins og varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna. Vaxandi spenna hefur verið milli ríkjanna að undanförnu, einkum vegna málefna Taívan. Fundur utanríkisráðherra land- anna í Alaska í mars einkenndist af átökum og orðaskaki, en Joe Biden Bandaríkjaforseti vill engu að síður reyna að koma á samtali milli þeirra. Það sé mikilvægt til að freista þess að létta á spennunni og koma í veg fyrir að átök brjótist út í Suður-Kínahafi. Síðan Biden tók við embætti í janúar hafa löndin deilt um ýmis- legt, til að mynda meint mann- réttindabrot Kínverja á Úígúrum í Xinjiang-héraði og hernaðarumsvif Kína í nágrenni Taívan. Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að haga sér líkt og þeir ráði yfir svæðinu. n Kínverjar hunsa Bandaríkjamenn thorvardur@frettabladid.is GRÆNLAND Pele Broberg, utanríkis- ráðherra Grænlands, vill að landið undirriti varnarsamning við Banda- ríkin, eins og þann sem er milli Íslands og Bandaríkjanna. Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna fór til Grænlands í opinbera heimsókn í gær eftir að ráðherrafundi Norður- skautsráðsins lauk í Reykjavík. Í viðtali við danska ríkisútvarpið sagði Broberg að hann vildi að Græn- land yrði með landhelgisgæslu líkt og Ísland, en að Bandaríkin skuld- byndu sig til að verja landið ef til þess kæmi. Þessar hugmyndir hans hafa mælst misvel fyrir meðal Rússa. „Erlend hernaðarumsvif nálægt rússneska heimskautasvæðinu, sem gætu leitt til átaka, jafnvel með kjarnavopnum, geta varla verið til að tryggja stöðugleika á norður- skautinu,“ segir Vladimír V. Barbín, sendiherra Rússlands í Danmörku.n Vill varnarsamning við Bandaríkin Danmörk fer með varnarmál Grænlands en þar er ein bandarísk herstöð. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Pele Broberg á fundi Norður- skautsráðsins í Hörpu á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Austin, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, vill funda með Kínverjum. 10 Fréttir 22. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.