Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 18
Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húna- vatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitar- félagsins Skagastrandar, sem haldnar verða laugardaginn 5. júní 2021, skulu lagðar fram eigi síðar en 26. maí 2021. Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja koma að athugasemdum er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitar- stjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 21. maí 2021. Framlagning kjörskráa Á miðvikudaginn fer af stað í annað sinn hátíð sem ætlað er að fagna nýsköpun í allri sinni dýrð og er opin öllum áhuga- sömum, bæði í raun- og net- heimum. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní. Hátíðin sem var haldin í fyrsta sinn í fyrra vex um 230 prósent á milli ára en yfir 70 viðburðir eru nú á dag- skrá. Um er að ræða svokallaða þátt- tökuhátíð þar sem sviðsljósinu er beint að nýsköpun á Íslandi í sinni breiðustu mynd og að sögn stjórn- enda er markmiðið að auka sýni- leika nýsköpunar þvert á atvinnu- greinar. Eins vilja þau auka aðgengi og hvetja almenning til þátttöku í nýsköpun og er því almenningur hvattur til að sækja viðburði hátíð- arinnar sér að kostnaðarlausu. Hátíð um allan bæ Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er ein þriggja stofnenda hátíðarinnar. „Við erum þrír stofnendur en við höfum öll verið að vinna í umhverfi sprota- og nýsköpunar hér á landi. Okkur fannst þetta vanta en svona stórar nýsköpunar og tækniráð- stefnur eru haldnar árlega alls staðar í kringum okkur. Okkar fyrirmynd er í rauninni Oslo Inn- ovation Week og okkur fannst tími kominn til að setja Ísland á sama stall,“ segir Melkorka og bætir við að stjórnendur finni strax mikinn áhuga frá hinum Norðurlöndunum. „Við höfum fengið mikið af fyrir- spurnum og höfum nú þegar mynd- að sterkt tengslanet með þessum ráðstefnum í kringum okkur,“ segir hún og bindur vonir við að hátíðin stækki frá ári til árs: „Okkar draum- ur er að við séum þessi alþjóðlegi markaðsgluggi íslenskrar nýsköp- unar út á við.“ Fyrsta hátíðin var skyndilega færð úr raunheimum í netheima þegar samkomutakmarkanir voru hertar í fyrra. „Við þurftum þá að beita nýsköp- unarhugsun og færa alla viðburði yfir í streymi um leið. Nú er um helmingur viðburða í streymi. Við viljum þó líka að fólk hittist og kynnist og við gætum þá ítrustu sóttvarna.“ Melkorka segir hátíðina byggja á því að fyrirtæki, stofnanir og frum- kvöðlar leggi til viðburði og þann- ig einskorðist hátíðin ekki við einn stað heldur fer hún fram úti um allan bæ. „Að því sögðu þá erum við með Fagna nýsköpun í allri sinni dýrð Melkorka Sig­ ríður Magnús­ dóttir er einn stofnenda Nýsköpunar­ vikunnar. MYND/SAGA SIG Eimur ætlar að fjalla um mögu­ leika tengda vetni sem orkugjafa og þörunga sem matvæli og bjóða upp á tilraunarstarfsemi í beinni, þar sem landsliðskokkur reiðir fram dýrindis þörunga. Fulltrúar Háskóla Íslands og CCP opna nýtt netnámskeið um vináttu á tímum vaxandi tölvuleikjaspilunar og spyrja til dæmis hvort hægt sé að hanna vináttu. MYND/AÐSEND Saltverk býður fólki til að koma í „happy hour“ og spjall um sögu fyrirtækisins frá hugmynd að saltgerð á Íslandi til dagsins í dag. Feed The Viking býður upp á frum­ kvöðlasjósund í Nauthólsvík og heita íslenska kjötsúpu og í vegan­ útgáfu þegar komið er upp úr. Íslandsbanki – Reynslusögur frá styrkþegum Streymi 27. maí klukkan 10.00–11.00 Íslandsbanki býður gestum Nýsköpunarvikunnar að hlýða á reynslu- sögur frá fyrri styrkþegum Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka. Styrkþegar segja frá sínum verkefnum, hvar þau eru stödd í dag og hvernig styrkurinn hjálpaði þeim til að taka sín verkefni áfram. Í upphafi fundar verður stutt kynning á Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka sem gagnast sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að sækja um styrk úr sjóðnum. Á fundinum verða erindi frá: Garðari Finnssyni, stofnanda Plast- garða, Sigríði Bylgju, stofnanda Trés lífsins, Rögnu Söru, stofnanda Fólks, og Chanel Björk, höfundi Hennar raddar. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is heimili fyrir heimilislausa viðburði hér í Grósku, í Vísindagörðum, heimili nýsköpunar,“ útskýrir Mel- korka. Allt frá þörungum að vináttuvél Eins og fyrr segir eru yfir 70 við- burðir á dagskrá þar sem fyrirtækj- um og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengd- um viðburðum þar sem spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir geta sprottið upp. Hér má sjá nokk- ur dæmi um áhugaverða viðburði, allt frá salti og þörungum yfir í tölvuleiki og vináttu. ■ Eimur – Tilraun um þörunga og vetni Streymi 31. maí klukkan 10.00– 11.00 Eimu r, samst ar fsverkef ni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Sam- taka sveitarfélaga og atvinnu- þróunar á Norðurlandi eystra, ætlar að fjalla um möguleika tengda vetni sem orkugjafa og þörungum sem matvælum, en upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um nýmælið í þessu tvennu. Boðið verður upp á tilrauna- starfsemi í beinni, þar sem landsliðskokkur reiðir fram dýrindis þörunga og vísinda- maðurinn Ottó Elísson fræðir gesti um kraftinn sem býr í vatninu. CCP og Háskóli Íslands – Vináttuvélin Streymi 26. maí klukkan 17.00–18.00 Fulltrúar Háskóla Íslands og CCP opna nýtt netnámskeið um vináttu á tímum vaxandi tölvuleikjaspil- unar þann 26. maí. Viðburðurinn verður í streymi. Er hægt að hanna vináttu? Hefur vinátta sem verður til á netinu sömu þýðingu og sú sem verður til í raun- heimum? Hvaða hlutverki gegna tölvuleikir í myndun nýrra vina- sambanda þvert á heimsálfur? Hver eru heilsufarslega áhrif þess að vera einmana og hvaða hlutverki gegna tölvuleikir í að rjúfa einangrun fólks? Þessum og fleiri spurningum er svarað á námskeiðinu auk þess sem fjallað er um hvernig tölvuleik- ir eru að þróast, bæði sem afþreying og samfélagslegur áhrifavaldur. Saltverk – Fræ sem urðu að nýjum sprotum Saltverk, Nýbýlavegi 4, fimmtudaginn 27. maí klukk- an 17.00–19.00 Saltverk býður fólki til að koma í „happy hour“ og spjall um sögu fyrirtækisins frá hugmynd að saltgerð á Íslandi til dagsins í dag og hugmyndum að nýjum sprotum sem spruttu á leiðinni og eru allir innan skrifstofu Saltverks. Höfuðstöðvar Saltverks geyma þrjá aðra sprota sem allir spruttu úr hugmyndafræði Saltverks yfir árin. Angan Skincare sem eru sjálf bærar húðvörur sem upphaflega voru unnar úr affalls-magnesíum- salti. Skál! sem er náttúruvínsbar og veitingastaður á Hlemmi Mathöll og síðan Rætur & Vín sem sérhæfir sig í innflutningi á náttúruvínum. Feed the Viking – Smakk á bakka og frumkvöðlasjósund Nauthólsvík 28. maí klukkan 8.00– 10.00 Feed The Viking er nýsköpunar- fyrirtæki á matvælasviðinu sem hóf árið 2016 að bjóða upp á íslenskt kjöt- og fisk „jerky“ og framleiðir nú ýmiss konar þurrfrysta rétti til sölu um allan heim, með áherslu á íslenska matvælaarfleifð. Fyrirtækið býður upp á frum- kvöðlasjósund í Nauthólsvík og heita íslenska kjötsúpu og í vegan- útgáfu þegar komið er upp úr. Okkar draumur er að við séum þessi alþjóðlegi markaðs- gluggi íslenskrar nýsköp- unar út á við. HELGIN 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.