Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 22
+ + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: alltaf þannig og það minnir mann á að ástin sé ákvörðun, svo reynir maður að standa við þá ákvörðun,“ segir hún. María Heba segir þau Kristófer bæta hvort annað upp. Þau séu afar ólík en nái einstaklega vel saman. „Ég er miklu hægari og varkárari og þarf að hugsa alla hluti vel. Hann er iðnasta manneskja sem ég þekki, þarf alltaf að vera að gera eitthvað og er alltaf með mörg járn í eld- inum." Hún segir barnsmissinn hafa gert samband þeirra sterkara og að þau hafi staðið saman í gegnum þá reynslu. „Ég held að í svona reynslu sé bara tvennt í boði, annað hvort fjarlægast hjón eða þau styrkjast. Fyrir einhverja mildi vorum við svo heppin að við náðum að feta þetta saman.“ Missirinn skilgreinir hana ekki Þau hjónin hafa unnið í sorginni og eru meðvituð um að huga einstak- lega vel að lifandi börnum sínum. „Ég er búin að ganga með og eiga fjögur börn og systkini hennar vita af henni. Hún er hluti af fjölskyld- unni en mér finnst mikilvægt að börnin mín sem eru hjá mér finni að þau séu aðalatriðið í mínu lífi en ekki í öðru sæti vegna barnsins sem ég fékk ekki að hafa hjá mér,“ útskýrir hún. „Og ég held að okkur hafi tekist það.“ „Þetta er reynsla sem er ekki hægt að skilja nema að hafa upplifað hana en ég er meðvituð um að þetta atvik skilgreini mig ekki því það er svo margt annað sem við hjónin erum. Ég er ekki bara konan sem missti barnið sitt, ég er til dæmis líka konan sem á þrjá frábæra krakka.“ Fullkomin tímasetning María Heba segist yfirleitt ánægð með það starf sem hún valdi sér, að vera leikkona. Foreldrar hennar voru bæði kennarar og þegar hún var barn var leiklistin ekki hennar draumur. „Það bara hvarflaði ein- hvern veginn ekki að mér að verða leikkona, ég bara hafði ekki hug- myndaflug í það. Kannski vantaði mig bara fyrirmyndir á þeim vett- vangi í mínu nærumhverfi. Ég var alltaf í dansi sem barn og hafði mikla ástríðu fyrir því að dansa og hef hana enn,“ segir María sem æfir dans hjá Birnu Björns í hverri viku. „Svo þegar ég var í Háskólanum þá var kær vinkona mín í leiklistar- skólanum og ég fylgdist náið með henni og hennar bekk og áttaði mig þannig á að þetta væri eitthvað sem væri hægt að læra og verða góð í,“ segir hún. María Heba sótti þrisvar um í leiklistarskólann og komst svo inn sama ár og hún útskrifaðist úr Háskólanum. Það sama ár komst hún einnig inn í leiklistarskóla í London en var ákveðin í því að læra leiklist hér heima á Íslandi. „Ég komst inn í skólann á nákvæm- lega réttum tíma fyrir mig og lenti í rétta bekknum fyrir mig, það er alveg klárt mál,“ segir María Heba sem heldur enn góðu sambandi við bekkjarsystur sínar úr skólanum. Hjartað slær í leikhúsinu María Heba hefur unnið mikið bæði í sjónvarpi og í leikhúsi. Um þessar mundir leikur hún í verkinu Mæður sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Hún segist njóta þess að vinna bæði í leikhúsi og sjónvarpi en að hjartað slái í leikhúsinu. „Þegar það er gaman í leikhúsinu þá er eiginlega hvergi skemmtilegra að vera,“ segir hún. Aðspurð hvort endurtekning felist í því að leika sama verkið kvöld eftir kvöld segir hún svo ekki vera, sem leikari þurfi maður bara að læra að elska endur- tekningu. „Það er alltaf ný hlustun og ný tenging með nýjum áhorf- endum,“ segir hún. Mæður fjallar um allar klisjur, mýtur og það óvænta sem fylgir móðurhlutverkinu og er í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur. Sýningar standa til 5. júní. ■ María Heba hefur leikið mikið bæði í leikhúsi og sjón- varpi. Hún segir hjartað slá í leik- húsinu en hún leikur um þessar mundir í verkinu Mæður í Borgar- leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Maríu dreymdi ekki um að verða leikari í æsku en nýtur starfsins. María Heba og Kristófer hafa verið saman í 27 ára. Þau eru bestu vinir og sálufélagar. Hér eru þau fjöl- skyldan saman í Flatey. MYND/AÐSEND Í öllu samtali um femínisma megum við ekki gleyma því hvað þetta er gamalt kerfi sem við erum að brjóta niður, þetta er árþús- unda gamalt og breyt- ingarnar eru að gerast mjög hratt þó okkur finnist þær stundum standa í stað. Hann er besti vinur minn og sálufélagi og við höfum alveg geng- ið í gegnum okkar brekkur á þessum 27 árum sem við höfum verið saman en það er svo langt síðan ég tók ákvörðun um að ég ætlaði að vera með honum að það hefur lítil áhrif á okkar samband. 22 Helgin 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.