Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 34
Stjórnendur fyrir umhverfið
Umhverfisstofnun leitar að öflugum stjórnendum til starfa. Leitað er að
reyndum og hvetjandi einstaklingum í tvö störf sviðsstjóra sem geta leitt
hóp sérfræðinga með jákvæðni, metnað og fagmennsku að leiðarljósi.
Sviðsstjórar eru fyrirmyndir í öllum sínum störfum og samskiptum.
Nánari upplýsingar veita Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar,
og Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, mannauðsstjóri, í síma 591 2000.
Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2021. Nánari upplýsingar má finna á www.intellecta.is. Umsókn þarf að
fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda
sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um starfið.
Föst starfsaðstaða getur verið, allt eftir búsetu, í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni,
Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun má finna á www.ust.is
Umsjón fjölbreyttra náttúruverndarsvæða um allt land, uppbygging innviða og ástandsmat.
Undirbúningur friðlýsinga og stjórnunar- og verndaráætlana.
Náttúruvernd og grænir áfangastaðir
Sviðsstjóri
Mengunarvarnir, vatn, loft og jarðvegur
Sviðsstjóri
Eftirlit með skilyrðum um mengunarvarnir, viðskiptakerfi losunarheimilda, loftgæði, mengun
jarðvegs, stjórnun vatnamála og bráðamengun.
Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir verkefnisstjóra í tímabundið 50% starf á sviði aðgengismála. Um er að ræða átak
í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Um samstarfsverkefni er að ræða á milli
samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Öryrkjabandalagsins.
Starfssvið verkefnisstjóra er m.a. að kynna úthlutunarreglur Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir sveitarfélögum, veita ráðgjöf
um aðgengismál, aðstoða við gerð umsókna og annast samskipti aðgengisfulltrúa og notendaráðs sveitarfélaga með reglulegum netfundum.
Verkefnið eru unnið í nánu samstarfi við skrifstofu ÖBÍ, málefnahóp ÖBÍ um aðgengismál og starfsmann hans.
Verkefnið mun standa yfir til ársloka 2022. Við lok þess verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um frekara samstarf á þessu sviði.
Verkefnisstjóri á sviði aðgengismála
Verkefni:
• Mótun verkefna á sviði aðgengismála hjá sveitarfélögunum
• Samskipti og ráðgjöf um úthlutanir Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga
• Undirbúningur, skipulagning og utanumhald
• Skýrslugerð, miðlun niðurstaðna og eftirfylgni
Hæfniskröfur:
• Menntun á háskólastigi eða sambærilegt
• Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Íslenskukunnátta og ritfærni
• Tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum
• Reynsla og þekking á aðgengismálum
• Þekking á mannvirkja- og skipulagsmálum
• Góð samskipti og samstarfshæfileikar
Fatlað fólk/fólk með skerta starfsgetu er sérstaklega hvatt til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram komi rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er heildarsamtök hagsmuna og mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Bandalagið samanstendur af 42
aðildarfélögum fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru hagsmunasamtök
ólíkra fötlunarhópa sem öll starfa á landsvísu. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 30 þúsund manns. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að
samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auk þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins. Skrifstofa ÖBÍ
er í góðu og aðgengilegu húsnæði í Sigtúni 42, Reykjavík. Nánari upplýsingar á obi.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní nk. Upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is